Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
✝ GísliGuðbrandsson
fæddist í Álfgerð-
arholti í Borgar-
fjarðarhreppi 15.
janúar 1928. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
í Reykjavík 2.
febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Guðbrandur
Jón Tómasson, f.
1893, d. 1980, og Sigþrúður
Sigurðardóttir, f. 1896, d.
1953. Gísli var fjórði í röð sex
systkina. Þau voru: Ragnar, f.
1921, d. 1965, Sigurður, f.
1923, d. 2008, Sigríður, f.
1926, d. 1998, Sigursteinn, f.
1929, d. 2012, og yngstur er
eftirlifandi bróðir, Birgir, f.
1931.
Hinn 26. desember 1958
giftist Gísli Guðbjörgu Ólafs-
dóttur, f. 18. ágúst 1927, dáin
4. september 2011. Foreldrar
hennar voru Ólafur Jakobs-
son, f. 1892, d. 1963, og Anna
Sigurðsson, f. 1947, maki
Inga Fanney Jónasdóttir.
Börn hans eru Jóhann Sig-
urður, Reynir Sævar, Ólafur
Vignir og Unnar Freyr. 2)
Guðmundur Hafsteinn Sig-
urðsson, f. 1949, maki Ásdís
Tryggvadóttir. Börn hans
eru Aðalsteinn, Elvar Þór,
sem er látinn, og Guðbjörg
Elísa. 3) Anna Filippía Sig-
urðardóttir, f. 1954. Börn
hennar eru Gísli Kristbjörn
og Fanney Ósk.
Barnabarnabörn eru 21.
Gísli stundaði nám í Reyk-
holtsskóla og lauk síðan prófi
frá Hólum í Hjaltadal 1952
sem búfræðingur. Hann
starfaði lengi við sveitastörf í
Borgarfirði þar til hann gift-
ist Guðbjörgu en þá höfðu
leiðir þeirra legið saman á
Álftanesi á Mýrum. Þau
fluttu til Ísafjarðar 1959 þar
sem hann starfaði við ým-
islegt og hóf störf þar sem
lögregluþjónn. Þau hjónin
fluttust síðan til Reykjavíkur
1963 þar sem hann starfaði
sem lögregluþjónn og síðar
varðstjóri fram til 1995 er
hann lét af störfum.
Útför Gísla fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 11.
febrúar 2016, klukkan 15.
Filippía Bjarna-
dóttir, f. 1899, d.
1992. Börn Gísla
og Guðbjargar: 1)
Stefán Bjarni, f.
1959, maki Ulrika
Fransson. Börn
hans eru Jona-
than Gísli, Seb-
astian Freyr,
Benjamin Tindur
og Fannar Elias.
2) María Sigríður,
f. 1960. Börn hennar eru Stef-
án Örn, Stefanía María og
Gísli Elvar. 3) Guðbjörg
Ólafía, f. 1963, maki Gylfi
Skarphéðinsson. Börn hennar
eru Ólafur Víðir, Elín Birna
og Bjarki.
Fyrir átti Gísli dótturina
Rannveigu Maríu, f. 1958,
maki Ingólfur Friðbjörn Ingv-
arsson. Börn Rannveigar Mar-
íu eru Einar Jóel og Ingvar
Örn.
Gísli ól upp börn Guð-
bjargar frá fyrra hjónabandi
en þau eru: 1) Ólafur Vignir
Góðar kveðjur til þín, pabbi
minn. Nú ertu kominn til
mömmu. Þið eruð glöð að hitta
hvort annað. Svo kveður þú
mömmu með kossi og stígur á
bak. Ég sé þig fara með Steina
frænda í útreiðatúr. Þið þeysið
áfram og njótið ykkar. Þú tekur
eftir krumma og átt í farteskinu
sögur af honum. Segir líka sögur
af öðrum dýrum og fólki sem
urðu á vegi þínum. Hvernig þú
last í náttúruna og leystir verk-
efni lífsins. Ég er stolt af því að
vera af þér komin. Takk fyrir allt.
Kveðja,
María.
Elsku pabbi. Núna kveð ég þig
í hinsta sinn. Ég er yngst systk-
ina minna og var alltaf pabbas-
telpa. Ég er svo þakklát fyrir all-
ar góðu samverustundirnar,
sérstaklega eftir að þú fluttir á
Eiri 2008. Það er svo gott að
minnast allra skemmtilegu sagn-
anna um lífið í gamla daga. Þetta
var erfitt þar sem móðir þín
veiktist fljótlega eftir að yngsti
bróðir þinn fæddist og var rúm-
liggjandi þar til hún lést aðeins 57
ára að aldri.
Æskuslóðirnar þínar eru í
Borgarnesi og Borgarfirði þar
sem María Tómasdóttir – amma
Maja – tók þig að sér fram að
fermingu og reyndist þér vel. Þú
varst sendur í sveit sem snún-
ingastrákur frá 11 ára aldri, fyrst
í Hrútsholt en eftir nokkra við-
komustaði fórstu í Klett og varst
þar í nokkur ár og talaðir alltaf
svo fallega um veruna þína þar.
Þaðan lá leiðin í Nes í Reykholts-
dal til hans Guðráðs sem reyndist
þér sem faðir enda varstu að
vinna fyrir hann lengst af eða
1945-1957. Þú varst ráðsmaður á
Álftanesi á Mýrum þegar
mamma kom þangað sem ráðs-
kona í sveit 1958. Henni fylgdu
þrjú börn frá fyrra hjónabandi
sem þú tókst að þér, Anna systir
ekki nema þriggja til fjögurra ára
þegar þetta var. Þaðan lá leiðin til
Ísafjarðar og síðan til Reykjavík-
ur árið sem ég fæddist en
mamma þurfti að liggja á spítala
mestan part meðgöngunnar þeg-
ar hún bar mig undir belti.
Þú varst alltaf svo vinnusam-
ur, þér féll aldrei verk úr hendi.
Þú starfaðir á bókamörkuðum
Lárusar Blöndal 1964-1980 í
aukastarfi – því alltaf varstu
lögga fyrst og fremst. Þú varst
alltaf hinn verndandi faðir. Man
þegar þú fórst með mig fimm ára
gamla í strætó úr Lauganesinu
niður í bæ þar sem ég var send í
kirtlatöku. Mér er þetta mjög
minnisstætt þar sem ég var að
leiða þig, hélt í stóru höndina á
þér og þú varst að passa upp á
mig.
Alltaf varstu með kartöflu-
garða þar sem barnabörnin fengu
að fara með afa og hjálpa við að
taka upp. Þú lagðir mikið upp úr
að gefa öllum kartöflur – og
stækkaðir þá bara garðinn svo
allir fengju eitthvað, hvort sem
það voru náskyldir eða fjarskyld-
ir. Þú varst mikill ættfræði-
grúskari og alltaf tilbúinn að
rekja ættir tengslafólks og vina.
Heimilið ykkar mömmu í Laug-
arnesinu var alltaf öllum opið,
þangað komu ættingjar frá Ísa-
firði og Borgarnesi og fengu gist-
ingu til lengri og skemmri tíma.
Þú varst besti pabbi sem hver
manneskja hefði getað hugsað
sér. Við Gylfi, krakkarnir og
barnabörnin viljum koma sér-
stöku þakklæti til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar í
Grafarvogi fyrir hönd okkar fjöl-
skyldunnar, getum seint full-
þakkað allt sem var gert fyrir
pabba og mömmu.
Kær kveðja,
Guðbjörg Ólafía.
Elsku pabbi, ég er svo óend-
anlega þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér þínar síð-
ustu stundir áður en þú kvaddir
þennan heim. Ég náði að koma
með flugi alla leið frá Norður-Sví-
þjóð og halda í höndina á þér á
meðan þú kvaddir. Við sátum
sitthvorumegin við þig, ég og
Anna systir. Eftir sjónvarpsfrétt-
ir hlustuðum við á tónlistina mína
af diski og hægt og rólega kvadd-
irðu. Þetta varð svo stór og falleg
stund sem mun fylgja mér allt líf-
ið.
Í janúar síðastliðnum kom ég
heim til Íslands og átti með þér
ógleymanlegar stundir, m.a. á af-
mælisdaginn þinn, 15. janúar. Þú
varst þá orðinn nokkuð veikur en
við gátum samt spjallað um eitt
og annað; pólitík og veðrið, svo
eitthvað sé nefnt. Þá var líka
horft á fréttir, gömul Spaugstofu-
brot o.fl. kom upp á skjáinn í til-
efni af 50 ára afmæli RÚV. Ekki
má gleyma Stiklunum hans Óm-
ars Ragnarssonar sem voru í
miklu uppáhaldi. Þetta voru
ómetanlegar stundir.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera í þinni nærveru í
þessu lífi og fengið þá gjöf að vera
sonur þinn. Þú hefur verið mér
sem klettur sem alla tíð hefur
verið til staðar þegar ég hef þurft
þín með. Í þínum faðmi hefur
maður alltaf fengið tryggð, ör-
yggi og kærleika. Þú ert stórt og
fallegt ljós og vegvísir sem alltaf
hefur fylgt mér.
Mér er minnisstæður einn af
okkar síðustu bíltúrum þar sem
við skruppum í Borgarnes. Frá
því við lögðum af stað frá Reykja-
vík sagðir þú frá eins og opin bók.
Sögur um stokka og steina, um
fjöll og dali og ekki síst sögur af
fólki. Þú hafðir ótæmandi frá-
sagnargáfu og fróður um allt
mögulegt. Og alltaf áttirðu góð
ráð í handraðanum.
Þótt ég búi í Svíþjóð voruð þið
mamma mér alltaf nálæg í anda.
Þegar ég hugsa til ykkar koma
svo góðar minningar, bæði frá
Háteigsveginum og auðvitað
Laugarnesinu. Fjölskyldan var
stór og allir fengu sitt pláss í til-
verunni þar. Þar var oft gest-
kvæmt og alltaf tekið vel á móti
öllum.
Allt mitt fólk í Svíþjóð sendir
þér hjartans kveðjur. Ég mun
alltaf sakna þín. Þinn sonur,
Stefán Bjarni Gíslason.
Einstakur maður hefur kvatt
þessa jarðvist. Fóstri minn, Þor-
kell Gísli Guðbrandsson, var mér
einstakur vinur í gleði og raun
alla tíð. Þegar ég sit hér og skrifa
í minningu hans og veit ekki hvar
ég á að byrja, kemur til mín eitt af
þeim einstöku ráðum sem hann
var óspar á að veita mér. Þá sat
ég, tólf ára gömul, átti að skrifa
ritgerð og vissi ekkert hvar ég
átti að byrja. Þá heyrðist úr
horni: „Byrjaðu bara á byrjun-
inni, Anna mín.“ Eins og öll hans
ráð lifir þetta ráð í undirmeðvit-
undinni og gagnast vel nú.
Lítil stúlka á fjórða ári, sem lít-
ið vill borða, hvílir örugg í þéttu
fangi þessa sterka, hlýja manns.
Hann stappar saman fisk, kart-
öflur og smjör sem sú litla borðar
svo hægt og rólega. Í fangi hans
var gott að vera.
Svona var byrjunin á löngu
ferðalagi okkar sem hófst á Álfta-
nesi í maí 1958.
Þegar foreldrar mínir, Guð-
björg Guðríður Ólafsdóttir og
Sigurður Ólafsson, skildu fór
móðir okkar með okkur systkin-
in; mig, Óla og Hadda að Álfta-
nesi og gerðist ráðskona hjá
Gísla, sem þar var bústjóri. Þau
gengu í hjónaband í desember
sama ár.
Aðstæður á Álftanesi voru erf-
iðar eins og víða á þessum árum.
Með samstöðu þeirra og þraut-
seigju hafðist þetta allt eins og
sagt er.
Þrátt fyrir ungan aldur fékk ég
fljótlega mitt hlutverk; að hjálpa
til við gefa heimalningunum pela.
Gísli hafði einstakt lag á að hrósa
fyrir vel unnin verk, þó að ekki
hefði hann yfir það mörg orð. Oft
nægði hlýja brosið hans. Ég var
ákaflega stolt og fannst ég vera
orðin nokkuð stór í sveitinni.
Verkefnum fjölgaði og fljótlega
fékk ég að gefa hænsnunum. Því
verkefni fylgdi gott verkfæri,
prik sem Gísli kenndi mér að
sveifla í kringum mig þegar han-
inn gerðist of aðgangsharður.
Sjálfur var hann sjaldnast langt
undan til að skerast í leikinn.
Af ótalmörgum bernskuminn-
ingum valdi ég þessar því mér
finnst þær svo skemmtilegar og
táknrænar fyrir það sem hann
kenndi mér. Að mæta því sem að
höndum ber af umhyggju og stað-
festu.
Börnum þeirra fjölgaði,
Stebbi, Mæja og Lóló bættust í
hópinn. Oft var fjör á bæ í átta
manna fjölskyldu og stundum gat
hrikt í stoðum. En með einstakri
umhyggju mömmu og styrkri
staðfestu Gísla „hafðist þetta
allt“ sem fyrr.
Ég var ung þegar ég eignaðist
mitt fyrra barn, Gísla Kristbjörn.
Ekki kom til greina annað en að
hann fengi nöfn afa sinna. Gísli
hafði sjálfur kallað hann nafna en
trúði nú ekki ekki eigin eyrum.
Það var stór stund. Við áttum
heimili hjá foreldrum mínum
fyrstu árin hans og er það tími
sem seint verður fullþakkaður.
Kærleikur, hlýja og traust hefur
ávallt einkennt samband þeirra
nafna.
Fanney Ósk kom svo tuttugu
árum seinna og naut hún einnig
þeirrar ástar og kærleika sem hjá
foreldrum mínum ríkti eins og
barnabörnin síðar. Er ég óendan-
lega þakklát fyrir það.
Elsku Gísli minn, þú varst
kletturinn í lífi mínu. Ég þakka
þér allar stundir, ekki síst fyrir að
deila með mér og Stebba bróður
þinni síðustu stund sem var svo
falleg og lærdómsrík. Það er gott
að vita af þér hjá mömmu, Lilj-
unum okkar tveimur og öðrum
sem þér eru kærir.
Þín,
Anna.
Elskulegur fósturfaðir minn,
Gísli Guðbrandsson, er fallinn frá
88 ára að aldri.
Það fylgir því söknuður að sjá
á eftir þeim manni sem var alltaf
til staðar í gleði og sorg lífsins.
Gísli var sterk persóna sem gaf
af sér það sem hann hafði til að
bera, og það var mjög margt.
Reynsla hans var mikil í mann-
legum samskiptum, klettur hvers
manns sem til hans leitaði.
Hógvær og æðrulaus dagsdag-
lega og ekki síst þegar á reyndi.
Í mínum uppvexti var hann sá
leiðbeinandi vegvísir sem dreng-
urinn ég þurfti á að halda.
Hann stóð þétt við hlið móður
minnar og virti hennar sýn á upp-
eldi okkar, fósturbarna hans, af
fullri ábyrgð.
Það er ekki á allra færi að
ganga að eiga konu með þrjú
börn og axla þá ábyrgð sem því
fylgir.
Það gerði Gísli með miklum
sóma, og er ég honum þakklátur
fyrir það umburðarlyndi og um-
hyggju sem hann sýndi mér og
síðar mínum alla tíð.
Unglingsár hvers manns eru
sá vaxtartími sem oft reynast erf-
ið. Ekki er ég nein undantekning
frá þeirri reglu og er ég þakklát-
ur Gísla og móður minni hvernig
þau tóku á því tímabili lífs míns.
Oft sló í brýnu en málin voru leyst
af hógværð og yfirvegun.
Gísli var náttúrubarn af guðs
náð, hafði einstaka hæfileika til
að lesa í tákn og vísbendingar
þær sem náttúran gaf honum til
kynna. Jörð þessa lands var hon-
um helgidómur. Himinhvolf,
veðrabrigði, hegðun sjávar og lit-
ur, hegðun fugla, sem og annarra
dýra, var honum læsileg vísbend-
ing. Ekkert var honum óviðkom-
andi í þessum efnum og miðlaði
hann þeim fróðleik fúslega þegar
eftir var leitað.
Eitt langar mig að nefna sem
hann kunni og notaði sem fáir
vissu um; það er fingrarím.
Fingrarím kom fyrst fram á bók
1739, útgefinni af Jóni Árnasyni
Skálholtsbiskupi.
Fingrarím er notað til að auð-
velda útreikninga á ýmsum tíma-
talsþrautum í íslenska misseris-
talinu.
Vísa ég fræðafúsum á fræðslu-
efni Þorsteins Sæmundssonar
stjörnufræðings á www.alm-
anak.hi.is.
Ekki náði ég að nema fræðin af
honum, sjálfsagt vegna óþolin-
mæði minnar og ungæðisháttar.
Að síðustu vil ég lýsa yfir
þakklæti mínu til þín, elsku Gísli
minn, fyrir þá handleiðslu sem þú
veittir mér af fórnfýsi og um-
hyggju alla tíð.
Virðing og vegsemd fylgir
minningunni um þig.
Þinn fóstursonur,
Guðmundur Hafsteinn
(Haddi).
Í dag kveðjum við yndislegan
stjúpföður minn, lögregluþjóninn
stælta og myndarlega, Gísla Guð-
brandsson. Ljósast og stærst í
minningunni er það hve mikil
lukka það var fyrir okkur þrjú,
börn móður okkar frá fyrra
hjónabandi og móður okkar
sjálfa, er hann kom inn í líf okkar
á erfiðum tíma í okkar lífi vorið
1958. Þá var hann ráðsmaður á
Álftanesi á Mýrum og móðir okk-
ar ráðin til hans sem ráðskona og
hafði með sér okkur þrjú. Hann
naut sín til fullnustu í þessu starfi
og kunni manna best til allra
verka. Þar áttum við dýrðartíma
og lærðum eftir bestu getu af
Gísla. Og fegurst var að sjá
mömmu blómstra í starfi og leik,
erilsömum ráðskonustörfum og
útreiðum um Mýrarnar, fjörur og
sanda. Enda giftu þau sig á jóla-
dag það sama ár. Við fórum svo
frá Álftanesi næsta sumar.
Starfsferli Gísla eru að mestu
gerð skil í æviágripi hér að fram-
an. Hann naut sín í lögreglu-
þjónsstarfinu. Fyrstu árin, á
meðan börnunum fjölgaði um
þrjú og heimilið stækkaði, vann
hann aukalega við netagerð,
lagningu rafmagnslína og ýmis-
legt fleira og náði þannig alltaf
endum saman og aldrei skorti
neitt á heimilinu, sem auk þess
var ríkulega búið hjartahlýju og
umhyggju. Ég held að hann hafi
ætíð unnið næstum tvöfaldan
vinnudag. Ég skildi aldrei hvern-
ig hann kom því við að syngja í
kór Háteigskirkju með mömmu
um árabil. Síðar á ævinni varð
umönnun við móður okkar um-
fangsmikið starf sem hann leysti
með miklum sóma. Ég er þess
fullvissað hún hefði ekki lifað
nærri svona lengi án hans natni
og umhyggju. Gísli var afar fróð-
ur maður um flest og fylgdist vel
með fram á síðasta dag. Ég undi
mér oft sitjandi hjá honum í her-
berginu hans á Eiri og hann rifj-
aði upp æsku sína og æskustörf,
en starfsævi hans hófst er hann
var fyrst ráðinn í vinnu að Hrúts-
holtum í Eyjahreppi er hann var
aðeins 11 ára gamall. Síðar var
hann við störf í Kletti í Reyk-
holtsdal og Nesi, og víðar. Hon-
um var hlýtt til allra er hann hafði
dvalið hjá og starfað. Hann
þekkti hvert kennileiti og leiðir
um Borgarfjörð og Mýrar. Ætt-
fræði var hans yndi og deildi
hann þekkingu sinni af alúð og
virðingu við alla. Við Inga Fann-
ey, kona mín, kveðjum Gísla með
söknuði og virðingu. Hann mun
nú í dag fara í sína hinstu ferð í
þessu lífi, á langþráðan áfanga-
stað, aftur til mömmu. Þar munu
þau hvíla og syngja saman í eilífð-
inni.
Ólafur Vignir Sigurðsson.
Elskulegi mágur minn Gísli er
nú fallinn frá en Guðbjörg, ynd-
islega systir mín og eiginkona
hans, lést 4. september 2011.
Þeirra beggja er nú sárt saknað
en góðar minningar lina sársauk-
ann. Hér koma minningabrot um
það þegar ég kynntist Gísla í
fyrsta sinn.
Það var snemma árs 1959 að
móðir mín sagði að Gugga systir
væri veik og þyrfti aðstoð. Ég
sagði upp vinnu minni á Ísafirði
og var fljótlega komin að gamla
kirkjustaðnum Álftanesi í Mýr-
um þar sem Gugga var ráðskona
og Gísli ráðsmaður. Þau voru ný-
gift og áttu von á sínu fyrsta
barni. Þarna voru líka elskulegu
börnin hennar frá fyrra hjóna-
bandi, Óli Vignir, Haddi og Anna
Fía, öll ung að árum. Gísla þótti
greinilega vænt um þau og ann-
aðist þau af alúð og kærleika og
gerði það alla tíð. Hann átti líka
dótturina Rannveigu sem ólst
upp á Ísafirði hjá móður sinni
Kristínu.
Gísli var hörkuduglegur mað-
ur, þaulvanur sveitastörfum frá
fjórtán ára aldri. Hann vann alla
daga vikunnar frá morgni til
kvölds. Bústofninn var stór, 200
kindur, nokkrar kýr og hestar.
Hann sinnti þessu öllu með um-
hyggju og aðstoðaði líka vinnu-
menn sem voru í byggingarvinnu
á staðnum. Þrátt fyrir erilsaman
vinnudag gaf hann sér tíma til að
fræða okkur um sveitalífið, nátt-
úruna og dýrin. Hann þekkti alla
bæina í nágrenninu og var sannur
vinur marga sem þar bjuggu.
Gísli ólst upp í Borgarnesi og í
innkaupaferðum okkar þangað
var gaman að heyra sögurnar
hans um þann stað. Ég, 17 ára
unglingurinn, var algjörlega óvön
ráðskonustörfum en Gugga og
Gísli settu mig fljótlega inn í þau
t.d. að nota kolaeldavél, dæla
vatni inn í húsið, þvo þvott á
bretti, hita straujárn á kolaelda-
vélinni, sjá um að heimilisfólk og
gestir fengju að borða, nóg væri
af bakkelsi og að börnunum liði
vel. Á bænum var ekki komið raf-
magn. Mér fannst ég vera komin
langt aftur í tímann. Gísli og
Gugga voru algjörar hetjur í mín-
um augum fyrir að hafa getað un-
að þessum vinnuaðstæðum.
Fljótlega eftir komu mína þurfti
Gugga að fara til Reykjavíkur í
læknismeðferð og lá lengi á
sjúkrahúsi. Þá tók ég við erfiðum
störfum hennar og er þakklát fyr-
ir að hafa fengið þá reynslu og
lærdóm sem þau gáfu mér. Á
Álftanesi leið mér vel.
Um vorið hætti Gísli ráðs-
mannsstörfum, flutti með fjöl-
skylduna til Reykjavíkur, um
haustið til Ísafjarðar og svo aftur
til Reykjavíkur 1963. Þar áttu
þau heima alla tíð síðan.
Gísli vann lögreglustörf og
sinnti þeim af aðdáun margra þar
til hann hætti vegna aldurs. Ég
man hvað Gugga systir leit oft á
hann aðdáunaraugum í lögreglu-
búningnum sem fór honum sér-
staklega vel. Heimili þeirra var
hlýlegt og ljúft að heimsækja.
Þau voru bæði svo kærleiksrík,
gjöful og hjálpsöm. Þau áttu
mörg sameiginleg áhugamál og
þar var ættfræðin ofarlega á list-
anum. Þau eignuðust saman þrjú
yndisleg börn, Stefán Bjarna,
Maríu Sigríði og Guðbjörgu Ólaf-
íu. Í dag eru afkomendur Guggu
og Gísla um fimmtíu talsins.
Við Steini sendum innilegar
Gísli
Guðbrandsson