Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
✝ Jón ElísBjörnsson, eða
Elli eins og hann
var alltaf kallaður,
fæddist á Þverá í
Núpsdal í Miðfirði,
V-Hún. 14. júlí
1932. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 1. febr-
úar 2016.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg Jónsdóttir hús-
móðir, f. 9. desember 1891, d. 4.
júní 1974, og Björn Guðmunds-
son bóndi, f. 23. febrúar 1885, d.
24. mars 1985.
Elli var yngstur sjö systkina
en þau eru: Þorbjörg Hólm-
fríður, f. 5. september 1917, d.
24. nóvember 2000, Jóhanna, f.
27. janúar 1919, Guðmundur
Reyndal, f. 28. ágúst 1920, d. 19.
júní 2013, Jón Björgvin, f. 15.
júní 1925, d. 15. janúar 2000,
Ólöf, f. 14. desember 1926, og
Jóhannes Ingvar, f. 1. janúar
1930. Einnig ólust upp með syst-
kinahópnum tvö börn Hólm-
fríðar, þau Björn Ingibergur
Benediktsson, f. 20. ágúst 1937,
d. 3. júní 1999, og Kristín Rut
Hafdís, f. 22. maí 1943.
Vorið 1933 flytja foreldrar
Ella að Reynhólum í Miðfirði og
ólst hann þar upp ásamt systk-
inum og fóstursystkinum. Hann
naut hefðbundinnar barna-
skólagöngu og vann síðan við bú
foreldra sinna allt til ársins
1965. Þá keypti hann jörðina og
hóf þar búskap og hafði blandað
bú; kýr, sauðfé og hross.
Elli hóf sambúð með Sjöfn
Ingu Kristinsdóttur, f. 12. apríl
1948, sem kom til hans sem
ráðskona. Þau skildu. Elli eign-
aðist með henni þrjú börn: 1)
Kristinn Sigurður, f. 21. sept-
ember 1966, maki er Sulastri Al-
sen, f. 2. júní 1975. Hann á fimm
börn og fimm barnabörn.
2) Jóna Guðrún, f. 30. janúar
1968, maki er Halldór Björg-
vinsson, f. 24. janúar 1966. Hún
á tvö börn og tvö
barnabörn.
3) Ingibjörg
Andrea, f. 21. októ-
ber 1969. Hún á
fjögur börn.
Síðan giftist Elli
Svövu Valgerði
Kristinsdóttur
(skildu), f. 16. ágúst
1953 og eignuðust
þau saman fimm
börn: a) Kristinn
Ólafur Tryggvi, f. 19. maí 1970,
maki er Tanya Lynn Williams-
dóttir, f. 11. ágúst 1975. Hann á
fimm börn og tvö barnabörn. b)
Ingibjörg, f. 18. nóvember 1971.
Hún á þrjú börn og tvö barna-
börn. c) Sigrún, f. 2. júlí 1974.
Hún á þrjú börn. d) Arthur Her-
bert, f. 27. febrúar 1976, d. 7.
október 2009. Hann átti tvö
börn. e) Ingvar Birgir, f. 30. júní
1977, maki er Thelma Kristín
Kvaran, f. 19. september 1984.
Hann á tvö börn.
Haustið 1976 hættu Elli og
Svava búskap og fluttust til
Grindavíkur, eftir skamma veru
þar skildu þau. Elli flutti til
Sandgerðis og keypti sér hús
þar, Vallargötu 17, árið 1978 og
vann hjá Sandgerðisbæ, að-
allega á vélum við skurðgröft og
við snjómokstur á vetrum. Hann
bjó þar í nokkur ár og flutti til
Reykjavíkur árið 1987 og hóf þá
störf hjá Mjólkursamsölunni og
vann þar til ársins 1998 er heils-
an bilaði og hann varð að hætta
vinnu.
Elli var í sambúð um nokk-
urra ára skeið með Guðrúnu
Sveinsdóttur, f. 28. október
1927, d. 8. júní 1992.
Eiginkona Ella frá 22. októ-
ber 1988 var Ása Tulinius, f. 28.
apríl 1941, d. 30. mars 2014. Þau
bjuggu fyrst á Miklubraut 72 og
síðan í Álftamýri 40 í Reykjavík.
Útför Ella verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, 11. febrúar
2016, og hefst athöfnin kl. 15.
Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Það er ekkert svo hugljúft sem hlátur
er hann hljómar frá einlægri sál.
Hann er gæfunnar leikandi geisli,
hann er gleðinnar fegursta mál.
Hann er söngur í iðjumanns eyrum,
hann er ellinnar vísdómi kær.
Það sem lífið þarf alltaf að eiga
það er æska sem fagnar og hlær.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson)
Segja má að þetta ljóð eigi vel
við um Ella því hann var alltaf
glettinn og spaugsamur. Hann
var yngstur okkar sjö systkin-
anna og kom það í minn hlut að
passa hann og svæfa þegar hann
var lítill.
Af því tilefni varð þessi vísa
til:
Fjörkálfur með glóbjart hár
gleðigjafi mikill.
Sögurnar ég sagði þér
þegar þú varst lítill.
(B.V.)
Elsku Elli, ég þakka fyrir
samfylgdina, blessuð sé minning
þín.
Aðstandendum og vinum
votta ég samúð mína.
þín systir,
Ólöf (Olla).
Jón Elís Björnsson, litli bróðir
hennar mömmu, eða Elli eins og
við kölluðum hann alltaf, er fall-
inn frá. Elli var ákveðinn, hörku-
duglegur og þoldi ekki einhvern
aumingjaskap. Fólk átti að vinna
og sjá fyrir sér og standa sína
plikt. Það gerði hann, seiglan og
dugnaðurinn í honum voru ótrú-
leg og hann komst það sem hann
ætlaði sér og gafst aldrei upp.
Hann var mikill gleðigjafi og
alltaf stutt í hláturinn.
Elli var orðinn saddur lífdaga
þegar hann dó. Síðustu orðin
sem hann sagði okkur voru að
hann vildi nú bara fara að fara.
Við grínuðumst með það hvert
hann væri að fara og hann horfði
á okkur og hváði við: „Nú auð-
vitað til Guðs.“ Það var enginn
vafi í hans huga að hann væri á
leiðinni þangað og að Guð væri
til.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Systkinum, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum og öðrum
ástvinum sendum við samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Atli, Birna og
Ingibjörg Ólöf.
Jón Elís Björnsson
Elsku amma
Ninna er núna
komin til afa og er-
um við viss um að
þau séu saman á einhverjum
framandi stað sem afi er búinn
að kynna sér vel.
Þegar við systkinin lítum til
baka er okkur efst í huga hvað
við vorum ótrúlega heppin að
hafa hana ömmu svona lengi hjá
okkur. Allar yndislegu og góðu
stundirnar eru núna geymdar í
minni okkar.
Þegar við vorum yngri var
það nánast fastur liður að koma
við í Efstahjallanum eftir fim-
leikaæfingu. Maður kom sko
aldrei að tómum kofunum þar,
amma bar á borðið kræsingar og
hætti ekki fyrr en allt úr skáp-
unum var komið út. Fiskiboll-
urnar voru hennar aðalsmerki
og enn þann dag í dag sjáum við
ömmu vel fyrir okkur að skræla
kartöflur í eldhúshorninu í
Efstahjallanum.
Það var hægt að tala við
ömmu um allt og ekkert, hún var
svo ótrúlega klár og einhvern
Jónína Sigurbjörg
Eiríksdóttir
✝ Jónína Sig-urbjörg Eiríks-
dóttir fæddist 5.
mars 1921. Hún lést
18. janúar 2016.
Útför Jónínu var
gerð 29. janúar
2016.
veginn hafði hún
svör við öllu. Hugur
hennar var ávallt
hjá barnabörnum
og barnabarna-
börnum og þótti
henni alltaf gaman
að heyra skemmti-
legar sögur af þeim.
Í seinni tíð hafði
hún yndi af því að
rifja þessar sögur
upp með okkur
krökkunum og var amma góður
minnisvarði um allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Amma Ninna lifði fyrir fjöl-
skylduna, talaði aldrei illa um
neinn og þótti vænt um allt og
alla í kringum sig. Maður var
aldrei kvaddur öðruvísi en með
tveim kossum, einum á hvora
kinn og gekk maður alltaf sadd-
ur og sæll og jafnvel hundrað
krónum ríkari út frá henni og
Nonna afa. Nú hafa þau samein-
ast að nýju og verður þeirra sárt
saknað.
Tíminn flýgur áfram og hann
teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi
svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til
þín.
(Megas)
Geir, Guðjón og Kristín.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR PÁLMADÓTTIR,
Víðilundi 20, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 3. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Möðruvalla-
klausturskirkju laugardaginn 13. febrúar klukkan 14.
.
Stefán Lárusson, Pálmi Lárusson,
Elín Lárusdóttir, Baldvin Haraldsson,
Sigrún Lárusdóttir, Davíð Hjálmar Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ARNÞÓR ÁSGRÍMSSON
rafeindavirkjameistari,
Sóleyjarima 7,
lést á Landspítalanum þann 6. febrúar
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Grensáskirkju
föstudaginn 12. febrúar klukkan 13.
.
Heimir Sigurðsson, Gróa Þóra Pétursdóttir,
Eva Arnþórsdóttir,
Ása Margrét Arnþórsdóttir,
Valdimar Arnþórsson, Rósmarý Úlfarsdóttir,
Eygló Arnþórsdóttir, Andy Holmes,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN SÆMUNDSSON,
Laufási 6, Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 8. febrúar. Útför hans fer fram
frá Garðakirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl.13.
.
Hulda Eiríksdóttir,
Gunnhildur Ásta Jóhannsdóttir,
Diljá Ýr Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Sæmundur Jóhannsson,
Ester Erlingsdóttir,
Aldís Sif Sæmundsdóttir,
Jóhann Arnar Sæmundsson.
GÍSLI ELLERT SIGURHANSSON
rennismiður og kennari,
Hvassaleiti 8, Reykjavík,
lést á líknardeild LSH þann 7. febrúar
síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá
Grensáskirkju mánudaginn 15. febrúar
klukkan 13.
.
Helga S Ragnarsdóttir,
Valgerður Gísladóttir, Gunnar E. Gunnarsson,
Bolli Gíslason, Jennifer Selario Gíslason,
Ragnar Páll Bjarnason, Hulda Guðrún Valdimarsdóttir,
Andri Gíslason, Heiða Ósk Garðarsdóttir,
afabörn, langafabörn og langalangafabarn.
Elskuleg systir mín,
GUÐRÚN KRISTBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR
húsmæðra- og handmenntakennari,
lést laugardaginn 6. febrúar á líknardeild
Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Sigríður Júlíusdóttir og fjölskylda.
Elskulegur faðir minn,
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON
frá Múla í Álftafirði, síðast til heimilis
að Kópavogsbraut 1 B, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 5.
febrúar. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 15.
.
Gerður Guðmundsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JENS ALEXANDERSSON
ljósmyndari,
áður James Henry Pope,
lést í Helsinki, Finnlandi, 28. desember 2015.
Útförin hefur farið fram.
.
Einar Hjalti Jensson, Hannah Jensson,
Egill Fjalar Jensson,
Linda Snærós Einarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STEFÁN HÉÐINN GUNNLAUGSSON,
Skálateig 7, Akureyri,
lést 8. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn
19. febrúar klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Sjúkrahússins á Akureyri.
.
Hugrún Engilbertsdóttir,
Gunnlaugur T. Stefánsson, Kristín Ragna Gunnarsd.,
Eva Laufey Stefánsdóttir, Þorleifur Kr. Níelsson,
Stefán Héðinn Stefáns., Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir,
Davíð Stefánsson, María Bergmann Guðjónsd.,
og barnabörn.
Móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
hýbýlafræðingur,
er látin.
.
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir,
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
Ögmundur Skarhéðinsson.