Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór Bjarnason og Gunnar Helgason hlutu í gær Íslensku bókmennta- verðlaunin 2015 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Einar Már hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadagar; Gunnar Þór í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914- 1918 og Gunnar Helgason í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók- ina Mamma klikk! Í samtali við Morgunblaðið höfðu allir þrír höf- undar á orði að verkin hefðu ekki orðið til nema fyrir tilstilli starfs- launa listamanna og styrkja frá Rannís til fræðibókaskrifa. Hver höfundur hlýtur eina milljón króna í verðlaunafé, sem verðlaunahafar voru sammála um að kæmi í góðar þarfir enda rithöfundastarfið ekki hálaunastarf. Bækur mínar þurfa sinn tíma „Ég var nú að verða ansi frægur fyrir að hafa ekki fengið þessi verð- laun,“ segir Einar Már Guðmunds- son, höfundur Hundadaga, þegar hann er spurður hvort viðurkenn- ingin hafi komið sér á óvart. „Það fylgir því alltaf ákveðin óvissa að vera tilnefndur, en síðan gleðilegur léttir að hreppa hnossið.“ Hunda- dagar er sjötta bók Einars Más sem tilnefnd er til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, en áður hafði hann verið tilnefndur fyrir Klettur í hafi árið 1991, Fótspor á himnum 1997, Draumar á jörðu 2000, Bítlaávarpið 2004 og Rimlar hugans 2007. Spurður hvort sér þyki vænt um að hljóta Íslensku bókmenntaverð- launin svarar Einar Már því játandi. „Íslensku bókmenntaverðlaunin hafa unnið sér talsverðan sess og þess vegna gaman að vera einn af verðlaunahöfunum. Ég hef fengið talsvert af öðrum verðlaunum er- lendis þannig að þessi voru eftir,“ segir Einar Már og tekur fram að bækur hans hafi þó spjarað sig óháð öllum heiðursmerkjum. „Ég hef reynt að tileinka mér það viðhorf að vera bara þakklátur fyrir það sem ég fæ, sama hversu mikið eða lítið það er. Fyrir mér eru bók- menntirnar nánast eins og málstaður sem ég brenn fyrir. Það hefur verið minn styrkur að bækur mínar hafa verið þýddar og lent í hringiðu bók- menntaumræðunnar. Maður hefur fengið þá stöðu að hafa eitthvað að segja og tjáð sig á ýmsum sviðum og fengist við margar greinar innan bókmenntanna, bæði skáldsögur, smásögur, ljóð og ritgerðir,“ segir Einar Már og bendir á að hann þekki allar útgáfur af viðtökum. „Það er fræg sagan af því að Engl- ar alheimsins var ekki tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna, en fékk svo Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1995. Eftir á að hyggja finnst mér það ekkert sorg- legt að bækur mínar þurfi sinn tíma. Í raun hef ég haft þá heppni með mér að þær eru lengi á sviðinu.“ Lofaði ís ef hann ynni Aðspurður hvort Hundadagar séu besta bók hans til þessa segist Einar Már ekki treysta sér til að svara því. „Ég hef þá afstöðu til bókanna, eins og til barnanna, að mér þykir jafn vænt um þær allar og stend með bókum mínum. Hins vegar tel ég að þetta sé mikilvæg bók sem fjalli um mikilvæga tíma bæði í sögu okkar og sögu heimsins. Ég hef trú á því sem ég er að segja og finnst sagan skipta mjög miklu máli. Í því ljósi er mikil ánægja að bókin fái þetta kastljós og vekur vonandi meiri áhuga á henni.“ Spurður hvort hann sé farinn að leggja drög að næstu bók segir Ein- ar Már mikið af verkefnum bíða. „Ég er í raun alltaf að vinna að mörgum málum, en svo kemur sá tímapunkt- ur að maður einhendir sér í eitthvað eitt. Oft er spurt hvers vegna ég hafi valið að segja tiltekna sögu og með þeim hætti sem ég geri. En sjálfum finnst mér eins og sögurnar velji mig. Mér líður oft eins og að ég skilji betur eftir á nákvæmlega hvað ég hafi verið að gera, því skáldsagan er mikil ferð út í óvissuna. Ég held að það verði ekki góð skáldsaga sem þú getur teiknað upp eins og arkitekt teiknar hús. Þetta er eins og að fara í gegnum skóg þar sem þú veist hvað er handan við skóginn, en þú villist og finnur kannski eitthvað sem þú ætlaðir ekkert að finna. Ég er byrj- aður að leita aftur í skóginum og það er mikið af fallegum trjám þar,“ seg- ir Einar Már og bendir á að vinnan við bókmenntaverk útheimti bæði mikla einbeitingu og yfirlegu sem fá- ist aðeins þegar hægt sé að leggja harkið til hliðar. „Ritlaun rithöfunda eru algjört grundvallaratriði í því að skapa vinnuaðstöðu. Þau eru ekki það há að aðrar tekjur þurfa ekki að koma til, en þau skapa svigrúm fyrir höfunda til að sinna ritstörfunum án þess að þurfa að vera í brjáluðu harki þar sem alltaf er hætta á því að einbeit- ingin hverfi,“ segir Einar Már og upplýsir að hann hafi verið á ritlaun- um stóran hluta þess tíma sem hann skrifaði Hundadaga. „Ef rithöfundar þyrftu að sækja laun sín að fullu til bókaútgefenda þá myndi verð á bók- um vera margfalt hærra og alls ekki á færi almennings að kaupa bækur. Ég sé þetta því sem hluta af velferðarkerfi samfélagsins. Þannig má segja að hugmyndafræðin að baki launasjóði listamanna er ekki ósvipuð hugmyndafræðinni á bak við niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um,“ segir Einar Már og bendir á að ritlaunin skili sér líka til baka í hringrás samfélagsins, m.a. með af- leiddum störfum. Að lokum liggur beint við að spyrja hvort Einar Már sé búinn að ákveða í hvað hann hyggist nýta verðlaunaféð. „Nei, ég er ekki búinn að ákveða það. Ég var búinn að lofa einu barnabarninu að gefa henni ís ef ég ynni. Það er það eina sem er alveg öruggt,“ segir Einar Már. Tilnefningin breytti öllu „Satt best að segja bjóst ég ekki við að hljóta þessa viðurkenningu,“ segir Gunnar Þór Bjarnason, höf- undur Þegar siðmenningin fór fjand- ans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918. „Ég var búinn að lesa mér til í Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson og Stór- hvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson. Það er mikið verk og ég bjóst við að stórhvalabókin fengi verðlaunin. Það er alltaf svo að „Léttir að hreppa hnossið“  Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór Bjarnason og Gunnar Helgason hlutu Íslensku bókmennta- verðlaunin 2015  Segja verðlaunabækurnar ekki hafa orðið til nema fyrir fjárhagsstuðning Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslensku bókmenntaverðlaunin Gunnar Helgason, Gunnar Þór Bjarnason, Einar Már Guðmundsson og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.