Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Í ár eru 500 ár liðin frá dauða eins þekktasta og vinsælasta myndlistar- manns Hollands á miðöldum, og í raun Evrópu allrar. Jheronimus Bosch, einnig þekktur sem Hierony- mus Bosch, var fæddur um 1450 en lést árið 1516. Hann fæddist í húsi afa síns í bænum ’s-Hertogenbosch – sem einnig er kallaður Den Bosch – og bjó þar mestalla ævi, málaði þar ævintýraleg og í raun einstök mál- verk sín og rak þar verkstæði. Hann kenndi sig einnig við bæinn og þar hefst nú í vikunni sannkölluð þjóðhátíð, þar sem Hollend- ingar minnast Bosch og arfleifð- ar hans á marg- víslegan hátt. Há- punktur hátíðarhaldanna er opnun sýn- ingar í Het Noordbrabants Museum, sýningar sem mun laða að listunn- endur alls staðar að úr heiminum, og segja margir sérfræðingar um myndlistarviðburð ársins að ræða, enda gefst einstakt tækifæri til að sjá fleiri verk listamannsins undir einu þaki en nokkru sinni fyrr, og er ólíklegt að slíkt tækifæri gefist aftur enda halda söfnin sem eiga einstök verkin fast í þau og lána helst ekki. Aldrei fleiri verk hans saman Í dag eru staðfest um 25 málverk eftir Jheronimus Bosch og hefur Hollendingum tekist að safna saman tuttugu þeirra fyrir sýninguna sem verður opnuð á laugardag. Þar á meðal er málverkið af heilögum Ant- óníusi, frá listasafni í Kansas sem sérfræðingaráð sem hefur rann- sakað það undanfarin misseri stað- festi í síðustu viku að væri eftir Bosch en ekki einhvern fylgismanna hans. Þá mun vel á annan tug teikn- inga hans verða sýndur, en þær eru ekki síður fágætar en málverkin og meðal þeirra er ein, af landslagi í Víti, sem sérfræðingaráðið úrskurð- aði í október að væri eftir meistar- ann. Mörg verkanna hafa verið yf- irfarin vandlega af forvörðum, sérstaklega fyrir sýninguna, og segja aðstandendur sýningarinnar að tólf verkanna verði nú sýnd í fyrsta skipti opinberlega í landinu þar sem þau voru máluð. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í níu ár, og hefur drjúg- ur tími farið í viðræður um lán, rann- sóknir á verkum og viðgerðir, auk annarra fræðilegra rannsókna. Á sýningunni, sem stendur til áttunda maí, mun gestum því gefast einstakt tækifæri til að rýna í og kynnast byltingarkenndum og furðulega hugmyndaríkum verkum lista- manns, sem þróaði einstakt tákn- kerfi í myndum sem fjalla um trúar- leg efni og eru hlaðin ádeilu á lostafulla og synduga lífshætti. Myndum sem hafa um aldir heillað þá sem hafa skoðað verkin. Allrahanda viðburðir Undir yfirskriftinni Jheronimus Bosch 500 verða allrahanda uppá- komur og sýningar í ’s-Hertogen- bosch næstu mánuði. Auk fyrr- nefndar lykilsýningar bjóða sjö söfn í héraðinu upp á tengdar sýningar undir yfirskriftinni „Bosch Grand Tour“, með áherlsu á listir, hönnun og handverk, næstu vikur verða settar upp sýningar með verkum listamanna sem vinna út frá verkum og hugmyndum Bosch, í júní verður samtímalistahátíð og leikhúshátíð í ágúst – og ætíð með hliðsjón af ein- stökum myndheimi meistarans sem lést fyrir 500 árum. Furðuheimum Bosch fagnað  500 ár frá andláti Jheronimus Bosch  Viðamesta sýningin á verkum hans Ljósmyndir/Rik Klein Gotink og Robert G. Erdmann fyrir Bosch Research and Conservation Project. Dómsdagur Hin þrískipta altaristafla sem sýnir dómsdag er eitt þekktasta málverk Jheronimusar Bosch en þrjár slíkar töflur eru til. Jarðríki er fyrir miðju, Eden til vinstri en víti til hægri. Verkið er í Groeningemuseum í Brugge. National Gallery of Art, Washington. Syndin Dauðinn og sá níski, eitt af frægum verkum Bosc um syndugt líferni, hlaðið furðulegum táknum. Museum Bojmans van Beuningen í Rotterdam. Ferjumaður Málverk Bosch af heilögum Kristófer sem ber hér hátíðlegt Jesúbarnið á baki sér yfir fljót. Louvre-safnið, París. Fíflin Skip fíflanna er eitt kunnasta verk Bosch. Það var hluti af stærra verki sem fjallaði um dauðasyndirnar. Teikning af Bosch frá um 1550. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.