Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 92

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 92
92 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Ragnar Kjartansson (1976)fæst við gjörningalist þarsem hann blandar samantónlist, leiklist, myndlist og vídeólist. Sýning Ragnars á sam- tíðarlistasafninu í París, Palais de Tokyo, var stærsta einkasýning hans til þessa. Verkin sem voru til sýnis eru gjörningurinn Bonjour (2015), Scenes From Western Culture (2015), Seul Celui Qui Connait le Désir (2015), Bjarni Bummer Lis- tens to „Take It Easy“ by Eagles (2014), World Light – The Life and Death of an Artist (2015) og Me and My Mother (2000, 2005, 2010, 2015). Gjörningurinn Bonjour (2015) var settur upp í formi leikhúsverks. Sögusviðið var rómantískt þorp í Suður-Frakklandi þar sem maður og kona hittust við gosbrunn endurtekið og buðu hvort öðru góðan daginn með daðrandi augngotum þar sem þráin var undirliggjandi. Senan var endurtekin á nokkurra mínútna fresti. Tónlistin í bakgrunni gjörn- ingsins var gamalt franskt dægurlag, „La Mer“. Vídeóinnsetningin Scenes From Western Culture (2015) var sýnd á átta sjónvarpsskjám. Hver skjár sýndi endurteknar hugljúfar senur úr daglegu lífi vestrænnar menning- ar sem urðu á endanum, þegar áhorf- andinn hafði horft á verkið í nokkrar mínútur, að klisjum sem gætu verið senur úr auglýsingum eða kvikmynd- um. Senurnar sýna meðal annars rómantíska senu við fallegt stöðu- vatn, lítil börn að leik í fallegu róm- antísku umhverfi, konu á sundi í sundlaug og krúttlegan hund sem hleypur með og geltir, hund sem sef- ur undir stofuklukku, par að njóta ásta og fleira. Með því að teygja úr þessum hjartnæmu rómantísku sen- um með endurtekningunni náði Ragnar að gera þær hversdagslegar fyrir áhorfendur. Á endanum urðu senurnar að klisjum eftir að áhorf- andinn hafði barið verkin augum í nokkrar mínútur. Vellíðan og óhugur Titilverk sýningarinnar voru sviðs- myndir af snævi þöktum fjöllum og klettum í anda rómantísku stefnunn- ar sem er dæmigerð lýsing á hinu ægifagra, sem er eitt lykilatriðið í rómantísku stefnunni. Titill sýning- arinnar var einmitt fenginn úr ljóði frá einu mikilvægasta skáldi róm- antísku stefnunnar og einum af upp- hafsmönnum hennar, Johann Wolf- gang von Goethe. Þegar áhorfendur sáu aftan á fjöllin voru þar aðeins venjulegar timburplötur. Röð málverka sem standa eftir gjörning sem fór fram í menningar- húsinu Skúrnum, Bjarni Bummer Listens to „Take It Easy“ by Eagles (2014), var einnig á sýningunni. Þar málaði Ragnar portrettmyndir af Bjarna, sem sagður er sérlega geð- stirður maður að eðlisfari. Sam- kvæmt sýningarskránni hafa allir meikað það í kringum Bjarna bömm- er, sem er tónlistarmaður, nema hann. Á meðan gjörningurinn fór fram spilaði Ragnar endurtekið lagið „Take it Easy“. Gjörningurinn World Light – The Life and Death of an Artist (2015) er myndbandsgjörningur sem var gerð- ur eftir skáldsögunni Heimsljósi eftir Halldórs Laxness. Verkið var sam- starfsverkefni Ragnars og föður hans, Kjartans Ragnarssonar, sem hefur leikstýrt því áður í leikhúsum Reykjavíkur. Tónlistin er sérlega fal- leg og tregablandin í vídeóverkinu. Frakkar fengu þar góða innsýn inn í harðneskjulegt líf Íslendinga hér áð- ur fyrr. Aðalsögupersónan, niður- setningurinn Ólafur Kárason ljósvík- ingur, þráir ekkert heitar en fegurð- ina í lífinu. Það má finna tengsl milli persónu Ólafs ljósvíkings og aðal- persónu skáldsögunnar Raunir Werthers unga eftir Goethe. Me and My Mother (2000, 2005, 2010, 2015) samanstendur af fjórum verkum sem Ragnar vann í samvinnu við móður sína, Guðrúnu Ásmunds- dóttur leikkonu. Verkið er vídeóverk og gjörningur þar sem Guðrún hræk- ir á Ragnar og er hann endurtekinn á fimm ára fresti. Verkið vekur blendnar tilfinningar hjá áhorfend- um í byrjun, annars vegar vellíðan og hins vegar óhug, en á endanum skilur verkið eftir ánægjulegar minningar. Flókin hugmyndafræði Ragnar hefur þá sérstöðu meðal samtíðarlistamanna að hann sækir hugmyndir verka sinna alla leið til rómantísku menningarstefnunnar sem var ríkjandi á nítjándu öld og til rómantíkera tuttugustu aldar, sem voru undir beinum áhrifum frá róm- antísku menningarstefnunni. Mikil vinna og flókin hugmyndafræði ligg- ur að baki verkum Ragnars. Hann er sjálfum sér samkvæmur og fer ekki út fyrir hið rómantíska stef en verkin sem birtust á þessari sýningu eru unnin í samhengi við fyrri verk hans. Listamaðurinn Ragnar er sjálfur miðpunktur listaverksins, sem er af- ar rómantískt viðhorf og í beinu sam- hengi við nítjándu aldar listamanna- goðsögnina, hina klassísku klisju um listamanninn sem hefur gert sjálfan sig að miðpunkti lífsins. Sameig- inlegt einkenni rómantíkurinnar og þeirra liststefna sem spruttu upp úr henni er að listamenn gáfu ímynd- unaraflinu lausan tauminn, sem var mikilvægt skref í þróun listasögunn- ar. Sýningin í Palais de Tokyo var metnaðurfull og vel unnin og gaf full- komna innsýn í listheim Ragnars. Vestræn menning Innsetning með nýjum vídeóverkum sem sýna hugljúfar senur úr daglegu lífi fólks á Vesturlöndum. „Á endanum urðu senurnar að klisjum,“ skrifar greinarhöfundur. Ljósmyndir/Aurélien Mole. Birtar með leyfi listamannsins og i8 gallerísins. Titilverkið Séð að framan eru það sviðsmyndir í anda rómantísku stefnunnar en að aftan „venjulegar timburplötur“. Á veggjunum fjær má sjá röð málverka af Bjarna bömmer. „Aðeins sá sem þekkir þrána“ Á dögunum lauk í sýningarhöllinni Palais de Tokyo í Parísarborg viðamestu sýningu sem sett hefur verið upp með verkum Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns. Sýningin nefndist „Seul Celui Qui Connait Le Désir“ (Aðeins sá sem þekkir þrána). Sýningarstjóri var Julien Fronsacq. Margrét Birna Sveinsdóttir hefur skrifað um verk Ragnars í námi í listfræði við Háskóla Íslands og fjallar hér um sýninguna og grunnþætti í verkum Ragnars. Ljósmynd/Aurélien Mole. Rómantík Ragnar Kjartansson á sýningunni í Palais de Tokyo. Ljósmynd/Aurélien Mole. My and My Mother Myndbandsverk með listamanninum og móður hans sem „vekur í fyrstu blendnar tilfinningar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.