Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 97
MENNING 97
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
Málverkasýning Eddu Guðmunds-
dóttur hefur verið opnuð í Geysi
Bisto, Aðalstræti 2. Á sýningunni
eru 22 verk og er þetta sjöunda
einkasýning listakonunnar sem hef-
ur einnig sýnt á samsýningum.
Í tilkynningu segir að Edda hafi
byrjað að mála ung en fór ekki að
sýna myndirnar sínar fyrr en á
eldri árum – fyrsta sýning hennar
var á sjötugsafmæli hennar. Núna
er hún 79 ára.
Edda hóf myndlistarnám sitt í
Myndmáli Rúnu og var þar í sex ár.
Undanfarin ár hefur hún sótt tíma í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
lagt stund á málun hjá ýmsum
reyndum kennurum og listamönn-
um, þar á meðal Sigurði Örlygssyni
og Þuríði Sigurðardóttur.
Edda sýnir í
Geysi Bistro
Litríkt Eitt af málverkum Eddu
Guðmundsdóttur á sýningunni.
Kvikmyndin Hrútar hlýtur flestar
tilnefningar til Edduverðlaunanna í
ár eða samtals 13. Fast á hæla fylgja
Fúsi með 12 og Þrestir með 11 til-
nefningar, en allar eru myndirnar
þrjár verðlaunamyndir sem hlotið
hafa góðar viðtökur erlendis. Ekki
kemur því á óvart að þær eru allar
þrjár tilnefndar sem besta mynd árs,
fyrir besta handrit og bestu leik-
stjórn.
Íslenska kvikmynda- og sjón-
varpsakademían (ÍKSA) stendur að
Edduverðlaununum og kynnti til-
nefningarnar á fundi í Bíó Paradís í
gær. Í kjölfar þess að tilnefning-
arnar eru gerðar opinberar verður
opnað fyrir kosningu akadem-
íumeðlima á milli tilnefndra verka.
Verðlaun verða veitt í 24 flokkum
á Edduverðlaunahátíðinni og auk
þess verða heiðursverðlaun veitt, en
hátíðin verður haldin sunnudaginn
28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík
Nordica og sjónvarpað beint og í op-
inni dagskrá á alls fjórum sjónvarps-
stöðvum, þ.e. SkjáEinum, RÚV, N4
og Hringbraut.
Kvikmynd
Fúsi – Sögn og RVK Studios
Hrútar – Netop Films
Þrestir – Nimbus Iceland
Leikstjórn
Dagur Kári fyrir Fúsa
Grímur Hákonarson fyrir Hrúta
Rúnar Rúnarsson fyrir Þresti
Handrit
Andri Óttarsson og Þorleifur Örn
Arnarsson fyrir Rétt
Björn Hlynur Haraldsson fyrir
Blóðberg
Dagur Kári fyrir Fúsa
Grímur Hákonarson fyrir Hrúta
Rúnar Rúnarsson fyrir Þresti
Leikari í aðalhlutverki
Atli Óskar Fjalarson fyrir Þresti
Gunnar Jónsson fyrir Fúsa
Sigurður Sigurjónsson fyrir Hrúta
Leikari í aukahlutverki
Arnar Jónsson fyrir Rétt
Baltasar Breki Samper fyrir Ófærð
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Þresti
Theodór Júlíusson fyrir Hrúta
Víkingur Kristjánsson fyrir Bakk
Leikkona í aðalhlutverki
Harpa Arnardóttir fyrir Blóðberg
Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir fyrir
Regnbogapartý
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir
Rétt
Leikkona í aukahlutverki
Arndís Hrönn Egilsdóttir fyrir
Þresti
Birna Rún Eiríksdóttir fyrir Rétt
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Rétt
Kristbjörg Kjeld fyrir Þresti
Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir
Fúsa
Kvikmyndataka
Rasmus Videbæk fyrir Fúsa
Sophia Olsson fyrir Þresti
Sturla Brandth Grøvlen fyrir Hrúta
Klipping
Andri Steinn Guðjónsson, Olivier
Bugge Coutté og Dagur Kári fyrir
Fúsa
Jacob Secher Schulsinger fyrir Þresti
Kristján Loðmfjörð fyrir Hrúta
Hljóð
Gunnar Óskarsson fyrir Þresti
Huldar Freyr Arnarson og Björn
Viktorsson fyrir Hrúta
Ingvar Lundberg og Kjartan Kjart-
ansson fyrir Fúsa
Brellur
Alexander Schepelern og Cristian
Predut fyrir Hrúta
Daði Einarsson og RVX fyrir Ófærð
Eggert Baldvinsson, Haukur Karls-
son og Jón Már Gunnarsson fyrir
Þresti
Leikmynd
Bjarni Massi Sigurbjörnsson fyrir
Hrúta
Hálfdan Pedersen fyrir Fúsa
Sveinn Viðar Hjartarson fyrir Rétt
Gervi
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir
Fúsa
Heba Þórisdóttir fyrir Ant Man
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir
Hrúta
Búningar
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Rétt
Margrét Einarsdóttir og Ólöf Bene-
diktsdóttir fyrir Hrúta
Helga Rós V. Hannam fyrir Fúsa
Leikið sjónvarpsefni
Blóðberg – Vesturport
Réttur – Sagafilm
Ófærð – RVK Studios
Frétta- eða viðtalsþáttur
Kastljós – RÚV
Landinn – RÚV
Orka landsins – N4
Við öll – PIPAR\TBWA
Þú ert hér – RÚV
Lífsstílsþáttur
Atvinnumennirnir okkar 2 – Stór-
veldið
Ferð til fjár – Sagafilm
Hið blómlega bú – Búdrýgindi
Hæpið – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV
Menningarþáttur
Að sunnan – Sigva media og N4
Kiljan – RÚV
Með okkar augum – Sagafilm
Toppstöðin – Sagafilm
Öldin hennar – Sagafilm
Skemmtiþáttur
Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár –
RÚV
Drekasvæðið – Stórveldið
Hindurvitni – Ísaland Pictures
Hraðfréttir – RÚV
Þetta er bara Spaug … stofan –
RÚV
Sjónvarpsmaður
Gísli Marteinn Baldursson
Helgi Seljan
Katrín Ásmundsdóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Ævar Þór Benediktsson
Barna- og unglingaefni
Klukkur um jól – Hreyfismiðjan
Krakkafréttir – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV
Stuttmynd
Gone – Wonderfilms
Regnbogapartý – Askja Films,
Sagafilm, Ares Films og Booruffle
Films
Þú og ég – Vintage Pictures
Heimildamynd
Hvað er svona merkilegt við það? –
Krumma film
Popp- og rokksaga Íslands. Fyrri
hluti – Markell
Sjóndeildarhringur – Sjóndeild-
arhringur
Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum –
IRI
Trend beacons/Tískuvitar – Markell
Tónlist
Atli Örvarsson fyrir Hrúta
Hilmar Örn Hilmarsson fyrir Nöld-
ursegginn
Hilmar Örn Hilmarsson, Georg
Hólm, Orri Páll Dýrason og Kjartan
Dagur Hólm fyrir The Show of
Shows
Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðna-
dóttir og Rutger Hoedemækers fyr-
ir Ófærð
Slowblow, Dagur Kári og Orri Jóns-
son fyrir Fúsa
Hrútar, Þrestir og Fúsi glíma
Kvikmyndin Hrútar er með flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár eða
13 talsins Fast á hæla fylgja Fúsi með 12 og Þrestir með 11 tilnefningar
Úr Hrútum Kvikmyndirnar Fúsi, Hrútar og Þrestir fá allar margar tilnefningar. Þær hafa allar hlotið lof gagnrýn-
enda, heima og erlendis, og sópað að sér verðlaunum á hinum ólíkustu kvikmyndahátíðum.
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
THE CHOICE 8
ALVIN & ÍKORNARNIR 5:50 ÍSL.TAL
THE BOY 10:20
THE REVENANT 5:50, 8
RIDE ALONG 2 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar