Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1994, Page 6

Víkurfréttir - 03.03.1994, Page 6
6 3. MARS 1994 VÍKURFRÉTTIR Stærsta frétta■ og auglýsingablaðiÖ á Suðurnesjum Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. - Frétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bílas. 985-42917. - Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keflavík D-ALMA IAUGSYN Heilbrigðisráðherra hefur gefið það út að bygging D-álmu verði hafin á þessu ári, líklega í sumar. Hér er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða fyrir Suðurnesjamenn, þar sem ný þrjátíu rúma langlegudeild bætist við það sem fyrir er, ásamt end- urhæfingar- og sjúkraþjálfunardeild og viðbót við heilsugæslu. En þetta er ekki aðeins viðbót þjónustulega séð því þetta er stórmál atvinnulega séð. Margar hendur þarf við smíði bygg- ingarinnar og síðan skapar D-álman sjálf þegar hún verður til- búin 30-35 störf. Þá er ónefnd öll sú þjónusta sem þarf að kaupa af aðilum á svæðinu. í samtali við Skúla Skúlason, formann stjórnar Sjúkrahúss Suðurnesja í grein annars staðar í blaðinu kemur fram að hann telur að sameining Keflavíkur, Njarðvík og Hafna hafi haft mikið að segja í þessari ákvörðun ráðherra um að hefja bygg- ingu D-álmu á þessu ári. Nýja sveitarfélagið verður reynslu- sveitarfélag og við það eitt, fær það tækifæri til að reyna ýmsar nýjungar í rekstri. Stjórnvöld koma þannig til móts við þau sveitarfélög sem sameinast. Og kannski er þetta aðeins fyrsta „viðurkenningin“ sem hið nýja sveitarfélag er að fá'ffá stóra bróður, ríkinu. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála í nýju sameinuðu sveitafélagi á næstu mánuðum, ekki síst eftir kosn- ingar. PRÓFKJÖR EDA EKKI? Hér hefur áður verið rætt urn framkvæmd við skipan fram- boðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Leiðarahöfundur taldi þá að prófkjör væri rétta leiðin til að ákveða fram- boðslistana og hafa nú a.m.k. tveir flokkar ákveðið að viðhafa prófkjör, með skilyrðum þó. All margir hafa hins vegar verið á þeirri skoðun að stilla ætti upp í ljósi viðkvæmninnar eftir sameiningu sveitarfélaganna. Málið er hins vegar það að við- kvæmnin snýst öll um það að hlutur Njarðvíkinga verði ekki fyrir borð borinn, einungis vegna þess að í því bæjarfélagi var andstaðan mest gegn sameiningu. Það er kannski rétt að taka „mýkra“ á þessum málum nú en nauðsyn þyrfti, en er engu að síður spurning um hvort ekki sé verið að berja á lýðræðinu þcgar kannski stærstu flokkarnir ætla að gefa Njarðvíkingum eftir tvö sæti af fimm efstu. Ekki síst í ljósi þess að at- kvæðamagn Njarðvíkinga er aðeins á milli 20 og 30% í nýju sveitarfélagi. Hvað sem þessu öllu líður er mikilvægt að allir íbúar, jafnt frambjóðendur sem aðrir, vinni að því af kappi. HUGMYNDASAMKEPPNI UM NAFN Nýlega var samþykkt að láta fara fram hugmyndasamkeppni á meðal íbúa sveitarfélaganna þriggja um nafn á nýja sameinaða sveitarfélagið. Dómnefnd mun velja fimm nöfn, sem síðan verða lögð fyrir íbúa sveitarfélaganna þriggja til að velja um í sérstakri skoðanakönnun. Þetta er lýðræðisleg og góð leið til að tlnna nafn og vonandi heppnast hugmyndasamkeppnin vel og gott nafn fæst á þetta framtíðarbæjarfélag. Páll Ketilsson. S'EHL-stSmpJw tíska Ijósmyndari: oddgeir karlsson Jyrirsœtur: yngvi þór, aron, ásdís, katý og laufey EINKAKLÚBBURINN Einkaklúbbsfélagar athugið! BUBBLEFLIES spila íÞOTUNNI laugardagskvöld. 50% afsláttur allt kvöldiðfyrir einkaklúbbsfélaga. Kiddi í Hljómalind sér um diskótekið. Einnig minnum við Einkaklúbbsfélaga á sértilboð okkar á RANNI. Því hefur verið framlengt um eina viku, eða til 11. mars. TVEIR fyrir EINN ásérstökum Einkaklúbbsinatseðli og 15% afsláttur af víni með matnum. Umboðsmaður í Keflavík: Sigvaldi, s: 92-14249.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.