Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 12

Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 12
3. MARS 1994 Hvað er framundan / nýju bæjarfélagi? Á næstu mánuðum munu fara fram víðtækar breytingar í stjórnun hins nýja sveitarfélags. Yfirstjórn sameinast strax en nokkur ttmi getur liðið þar til allar nauðsynlegar breytingar verða komnar til fram- kvænda. Ibúarnir munu ekki finna miklar breytingar, því þjónusta við ibúana mun ekki minnka frá því sem nú er, heldur frekar aukast. Þetta breytingatímabil verður sjálfsagt erfitt fyrir stafsfólk sveitarfélag- anna því fjölmörgum spumingum verðu ekki unnt að svara þar til ný bæjarstjórn tekur við. Nýjar reglur, samþykktir og endurskoðaðir samningar. Bæjarstjórn verður að semja nýja bæjrmálasamþykkt þar sem kveðið er á um tjölmörg mál s.s. réttindi og skyldur bæjarfulltrúa, nefndarkerfi, fundarsköp, fjármál og staifs- mannamál. Taka þarf allar núgild- andi reglur sveitarfélaganna, sam- þykktir og samninga til endurskoð- unar. Það verður eflaust tímafrekt starf en nýtt sveitaifélag tekur við réttindum og skyldum gömlu sveit- arfélaganna. Starfsmennirnir eru í mismunandi stéttaifélögum og skoða þarf launakjör þeirra sem vinna samsvarandi störf því ekki er boðlegt annað en að greiða þeim sömu laun. Fljótlega verða skrif- stofur, tæknideild og áhaldahús sveitarfélaganna sameinuð. I fram- tíðinni spara í útgjöldum á þessum stofnunum í kaupum á tækjum, áhöldum og hugbúnaði. Vatns- veitan er sameiginlegt fyrirtæki en getur sameinast rekstri ásbaldahúss og þarfnast ekki lengur sérstakrar stjómar en gæti fallið undir „tækniráð". Nýtt skipulag. Skipulag bæjarins þarf að skoða út frá nýjum forsendunt. Eg tel eðlilegast að byrjað verði á því að byggja svæðið milli Ytri-og Innri- Njarðvík. Við Helguvík er gott svæði fyrir iðnað og í Höfnum er fjölmargir og spennandi möguleikar til útivistar sem hlúa þarf að. Eitt dæmi um smámál sem er samt sem áður mikilvægt.er spurningin um það, hvort við getum í nýju sveit- arfélagi verið með fleiri en eina götu með sama nafni. Skólamól. í skóla og leikskólamálum verð- ur lítil breyting nema í yfirstjóm. Líklegt er að málefni leikskólans mani "er flutt undir stjóm skóla- r. e: lar en þau hafa fallið undir 'tjó n félagsmálaráðs undanfarin ár. Menningarmál. Nýja bókarsafnið að Hafnargötu 57 getur þjónað öllum íbúunum sem upplýsingamiðstöð en áfram verða skólabókasöfn við skólana. Huga þarf að því hvernig unnt sé að færa þjónustuna nær fólkinu t.d. með bókabíl. Tónlistarskólana þarf að reka í nálægð við grunnskólana en leysa má sameiginlega kennslu þeitra sem lengra eru komnir í námi s. s.nteð nýbyggingu. íþróttir. Eg tel að íþróttahreyfingin ásamt bæjaryfirvöldum ættu að skoða ♦ Drífa Sigfúsdóttir íþrótta- og æskulýðsmálin út frá nýjum forsendum og vinna saman áætlun um framtíðaruppbyggingu. Skoða þarf sérstaklega byggingu á íjölnotahúsi. því margar íþrótta- greinar búa við ófullnægjandi að- stöðu. Aukin þjónusta fyrir aldraða. Með sameiningunni bætist við ný þjónusta fyrir eldri borgara í Njarðvík og í Höfnum. Sem dæmi má nefna að dagdvöl og þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða, sem reknar eru í Keflavík standa nú öll- um íbúunum til boða. Sama gildir um aðgang að 28 leiguíbúðum og 39 hlutdeildaríbúðum sem ætlaðar eru eldri borgurum. Það er ánægjuleg tilhugsun að hægt verði nú að brjóta niður múrana milli sveitarfélaganna og íbúar svæðisins eigi aðgang að sömu þjónustu. Almenningssamgöngur. Hægt er að ná fram góðum ár- angri í almenningssamgöngum með því að lagfæra áætlunarferðir vegna skólaaksturs innan sveitar- félaganna. Með því tækist að bjóða íbúunum góða þjónustu án mikils tilkostnaðar. Eg tel mikilvægt að strax verði hafinn undirbúningur að slíku alnmennings-samgöngukerfi. Atvinnumól. I atvinnumálum falla niður hindranir sem voru milli sveil- arfélaganna á þessum sameiginlega atvinnusvæði. Baráttan við at- vinnuleysisdrauginn heldur áfram en með sameinuðu afli eins stórs sveitarfélags. Auknar kröfur verða gerðar til vinnumiðlunar varðandi skráningu, ráðgjöf og atvinnuleit, þess vegna aukast umsvif vinnu- miðlunar og líklegt er að sú þ usta verði flutt til. Óska eftir óframhald' .di stuðningi. Þeir punktar sem hér . settii á blað eru eins og h .rjir aðrir minnispunktar og .igan veginn tæmandi um þau v^rkefni sem fyrir liggja. Vinnan við fjölmörg þessara verkefna er hafir. en önnur bíða síns tíma. Vandasumari verkefni hafa bæjarfulltrúar varlc fengist við en að vinna að sameiningu sveitar- félaganna. E.: hef gengt starli bæj- aifulltrúa s.l. átta ár og tekið þátt í mótun samféivgsins. Eg vil leggja mitt að mörkum til að sinna þessum málum og gef kost á mér í 1. sæti í prófi iöri framsóknarmanna sem fram fer n.k. laugardag. Með fyrirfram þökk og von iwi góða þáltlöku. Drífa Sigfúsilóttir Þú getur valið um 4 gerðir samlokubrauða * ÞRIGGJAKORNA * HEILHVEITIBRAUÐ .'i'. 'i' RISTABRAUÐ* SOJABRAUÐ Munið okkar glæsilegu fermingartertur. Pantið tímanlega. Nýja Bakaríið Hafhargötu 31 ■ Sími: 11695 ^ihhhhhhhhhhhhhhhí HHH^HHHhíIBHIÍ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.