Víkurfréttir - 03.03.1994, Qupperneq 14
14
3. MARS 1993
VlKURFRÉTTIR
Lokað
Lokað verður þriðjudaginn 8. mars frá
kl. 13 til 16 vegna jarðarfarar Magnúsar
Jónssonar, Suðurgötu 12.
KOSY
HAFNARGÖTU 6 - SÍMI 14722
Grunnskóli Njarðvíkur:
Eldri borgurum
boðið í heimsókn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda'
faðir, afi og langafi
MAGNÚSJÓNSSON
frá Hvammi Höfnum
Suðurgötu 12, Keflavík
sem lést 28. febrúar á Sjúkrahúsi Kefla-
víkurlæknishéraðs, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 14:00.
Helga Jónsdóttir
Sigríöur Magnúsdóttir Jóhannes Guömundsson
Hilmar Magnússon Jórunn Garöarsdóttir
Sigurbjörg Magnúsdóttir Guðmundur Hjörleifsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við
andlát litlu dóttur okkar og barnabarns
MARGRÉTAR RÓS HENNINGSDÓTTUR
Sólveig Björgvinsdóttir
Inga María Henningsdóttir
Björgvin Hansson
Henning Olafsson
Ólafur Sigurjónsson
Lára Ingimundardóttir
Eldri borgurum í Njarðvík
verður boðið í heimsókn í
Grunnskóla Njarðvíkur nk.
föstudag, 4. mars.. Heimsóknin
hefst kl. 10:30. Eldri nemendur,
þ.e. 8.-10. bekkingar, hafa und-
irbúið heimsóknina og sjá um
skemmtiatriðið á nýjum sal skól-
ans.
Tengsl eldra og yngra fólks
hafa minnkað nokkuð hin seinni
ár. Nemendur vilja snúa þeirri
þróun við. Þeir vilja styrkja
tengslin og þess vegna vilja þeir
Brids
Sveit Jóhannesar Sigurðssonar
heldur enn forystunni í Spari-
sjóðsmótinu, sem er aðalsveitakeppni
félagsins. Lokið er 6 umferðum af 9
en raðað er eftir Monrad. Staða efstur
sveita er nú þessi:
Jóhannes Sigurðsson...126
Gunnar Guðbjörnsson...118
Gísli ísleifsson......98
Grindavíkursveitin....97
Þorgeir Ver Halldórsson .... 95
Garðar Garðarsson.....95
I sjöundu umferð spila saman: Jó-
hannes Sigurðsson og Grinda-
víkursveitin, Gunnar Guðbjörnsson
og Gísli Isleifsson, Þorgeir V. Hall-
dórsson og Reynir Óskarsson, Garðar
Garðarsson og Gylfi Pálsson,
Kvennasveitin og Kolbeinn Pálsson,
Karl G. Karlsson og Radnver Ragn-
arsson, Gunnar Sigurjónsson og
Arnar Argrímsson. Sjöunda umferðin
verður spiluð nk. mánudagskvöld.
Spilað er í Hóel Kristínu kl. 19.45.
Stjórn félagsins vill minna á nám-
skeið Einars Jónssonar um helgina.
Hver dagur er sjálfstæður þannig að
ekki er nauðsynlegt að mæta í öll
skiptin.
Varnarliðið:
Tölvunarfræðingur/
Kerfisfræðingur
Húsnæðisstofnun Flotastöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til starfa tímabundið til
30. september 1994.
Starfið felst í kerfisgreiningu á núverandi vinnuferli, gera tillögur
um breytingar og stjórna og taka þátt í framkvæmd þeirra. Um er
að ræða Novell-nettengd kerfi, nærnet og fjarvinnslu og stefnt að
fullri tölvuvinnslu allra verkþátta að svo miklu leiti sem eðlilegt
getur talist.
Yfirumsjón með verkinu verður í höndum tölvudeildar Varnarliðs-
ins.
KRÖFUR:
Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðingur með sem víðtækasta
reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar.
Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með samskipti við
annað fólk.
Góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað.
Umsóknir skulu berast til ráðningadeildar varnarmálaskrifstofu,
Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, ekki síðar en 14. mars nk.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað auk þess sem starfslýsing
liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur.
bjóða eldri borgurum í heim-
sókn.
Nemendur hafa sent boðskort
til íbúa í Njarðvík sem eru 67 ára
og eldri. Rétt er þó að undirstrika
að allir eru velkomnir þó yngri
séu.
Ætlunin er að syngja saman og
kaffi verður á könnunni. Þá er
þeim gestum sem vilja boðið að
ganga í stofur eftir sameiginlega
skemmtun á sal skólans, en dag-
skráin þar stendur í um eina
klukkustund.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
Alþjóðlegur bænadagur
kvenna í Keflavíkurkirkju verður
föstudaginn 4. mars kl. 20:30.
Allar konur eru velkomnar.
Rúmlega 100 ár eru liðin frá
því að kona ein í öldunga-
kirkjunni í Bandaríkjunum
gekkst fyrir bænadegi til þess að
biðja fyrir inntlytjendum, sem
margir.áttu í sárri neyð. Þessi
dagur var haldinn árlega og
margar kirkjur slógust í hópinn.
Upp úr I890 boðuðu konur til
bænadags fyrir kristniboðið og
fram til ársins 1919 voru haldnir
þessir tveir bænadagar. Þá var
starfið sameinað í Alþjóðlegan
bænadag kvenna og ákveðið var
að fyrsti föstudagurinn í mars
yrði bænadagur kvenna um allan
heim.
Gömlu og nýju dansarnir
verða haldnir í KK-salnum 5. mars kl. 22-03.
Teningarnir sjá um fjörið og dúndrandi stemmn-
ingu. Nú mæta allir hressir á síðasta dansleik
vetrarins.
Sjáumst,
Þingeyingafélagið
Ath! Síðasta spilakvöld vetrarins verður nk.
sunnudag.
Aðalfundar-
boð
Verkstjórafélag Suðurnesja heldur aðal-
fund þriðjudaginn 8. mars 1994 og hefst
hann kl. 20:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagar! Mætið vel, það verður heitt á
könnunni.
Stjórnin
Atvinna í boði
Njarðvíkurbær auglýsir eftir ungu fólki til
starfa að liðveislu við fatlaða ein-
staklinga.
Með liðveislu er átt við persónulegan
stuðning og aðstoð sem einkum miðar
að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d.
aðstoð til að njóta menningar og félags-
lífs.
Æskilegt er að viðkomandi reyki ekki,
séu orðin 19 ára og hafi bifreið til um-
ráða.
Upplýsingar veitir undirritaður á bæj-
arskrifstofunni, Fitjum eða í síma
16200.
Félagsmálstjórinn í Njarðvík