Víkurfréttir - 16.12.1999, Síða 32
SUÐURNESJAFO
L K
„ Við millilentum í Kairó eins
og gert var á leiðinni út. Þeg-
ar vélin kom inn til lendingar
sáum við hina frægu
Pýramída mjög greinilega.
Þá spurðu margir:
„Hvert á að fara næsta ár??
Þannig endaði ferðasaga mín
til Kenya í fyrra, sem birtist í
Jólablaði Víkurfrétta 1998.
Svarið við spurningunni
fékkst fljótlega eftir síðustu
áramót þegar Samvinnuferð-
ir-Landsýn ákváðu að næst
skyldi leiðin liggja til lands
Pýramídanna, Egyptalands. I
þetta skiptið fóru Samvinnu-
ferðir-Landsýn í tvær ferðir
sem hvor um sig stóð í viku.
Sú fyrri var frá 5.-12. nóv. og
hin síðari, sem farin var í
samstarfi við M-12 klúbb
Stöðvar 2, stóð frá 13.-20.
nóv. í báðum ferðunum var
dvalið á tveimur stöðum; í
höfuðborginni Kairo og í
Luxor sem er um 1000 km
sunnar í landinu. I báðum
ferðum var dvalið á glæsileg-
um hótelum og auk farar-
stjóra Samvinnuferða-Land-
sýnar, naut hópurinn leið-
sagnar innfæddra farar-
stjóra frá hinni þekktu ferða-
skrifstofu Thomas Cook.
Skemmst er frá að segja að
báðar ferðirnar tókust mjög
vel og þeir tæplega 800 land-
ar, sem í þær fóru, skemmtu
sér konunglega.
Landið.
Aðeins um 4% Egyptalands er
gróið land og um 96% því
eyðimörk. Gróna svæðið sam-
anstendur fyrst og fremst af ár-
bökkum Nílar og má segja að
áin sé lífæð landsins. Landa-
mæri Egyptalands markast af
Miðjarðarhafinu í norðri, Súd-
an í suðri, Jórdaníu í austri og
Líbýu í vestri. Sinai eyðimörk-
in er hluti af Egyptalandi og á
milli hennar og þess hluta
landsins sem tilheyrir Afríku
liggur Rauða hafið.
Þjóðin.
Egypska þjóðin samanstendur
af ýmsum þjóðflokkum. Fjórð-
ungur þjóðarinnar er kristinn
en þrír fjórðu eru múslimar.
Múhameðstrúin setur sinn svip
á daglegt líf. Víða má sjá konur
klæðast svörtum kjólum með
blæjur fyrir andlitinu og fólk
snúa sér í átt að Mekka í bæna-
gjörð. I landinu er stéttaskipt-
ing mikil.
Einhverjir hafa það mjög gott á
rneðan stór hluti þjóðarinnar
býr við mjög bág kjör. Félags-
leg þjónusta af hálfu hins opin-
bera er lítil og atvinnuleysi
mikið.
Úlpur, snjóbuxur, hanskar,
útivistarfatnaður, dún úlpur.
Derhúfur og Hanskai
OZON
Tískufatnaður, anorakar,
buxur, peysur
Úlpur, húfur, útigallar
á börn og ungbörn