Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 2
Ritstjóri: Páll Ketilsson Útgáfustjóri sumarbiaðs: Hilmar Bragi Bárðarson Auglýsingastjóri: Jónas Franz Sigurjónsson Auglýsingadeild: Kristín Njálsdóttir - Kolbrún Pétursdóttir Efnisötlun: Sigriður Hjálmarsdóttir - Silja Dögg Gunnarsdóttir Útlitshönnun og umbrot: Hllmar B. Bárðarson Grafísk hönnun/auglýsingagerð: Bragi Einarsson Skrifstofuhald: Stefanía Jónsdóttir - Aldís Jónsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: íslandspóstur og bensínstöðvar Olís um allt land Vfallcomln ffl Gleðilegt sumar. Sumarið 2000 á Suðurnesjum er okkur hugleikið í þessari sérútgáfu Víkurfrétta. Fjölmargt fróðlegt og skemmtilegt ber fyrir augu á Suðurnesjum þó svo margir sjái hér lítið annað en gróðurlausa mela og úfið hraun. í úfnu hrauninu við Grindavík er Bláa lónið, vinsælasti ferðamannastaður íslands og einstakur í veröldinni. Frá höfnum Suðumesja er líka stutt á slóðir stórhvala og öflug útgerð hvalaskoðunarbáta er frá Suðurnesjum. Söfn eru tjölbreytt og áhugaverð. I Sandgerði er merkilegt fræða- setur fyrir fróðleiksfúsa á öllum aldri. Þeir sem eiga leið út á Reykjanes ættu að koma við á sæfiskasafriinu í Höfnum með börnin og skoða þar lifandi fiska og krabbadýr. Þar eru fiskamir mjög spakir og horfast í augu við gestina! Mikil uppbygging ferðamála hefur átt sér stað í öllum sveitarfélögum Suðurnesja og í þessu blaði er reynt að draga fram allt það markverðasta þó svo upplýsingar í blaðinu séu ekki tæmandi. Við Suðurnesjafólk segjum við; það er fiölmargt áhugavert að sjá á svæðinu. Fjölskyldan getur sameinast í plmörg- um uppákomum í öllum sveitarfélögum eða jafnvel á hvalaslóðum á Faxaflóa. Við aðra lesendur sumarblaðs Víkurfrétta segjum við; velkomin til Suðumesja og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri Vikurfrétta Bláa lónið er til- valinn áfanga- staður fyrir þá sem vilja tilbreytingu frá amstri hversdagsins og endurnæra líkama og sál í einstakri hcilsulind. Að Bláa lóninu er aðeins um 40 mínútna akstur frá höfuðborgarsvæðinu og 15 mínútna akstur frá Reykja- nesbæ og Keflavíkurflug- velli. Daglegar rútuferðir eru frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík allan ársins hring. Bláa lónið er opið alla daga ársins og yfir sumarmánuðina er opið frá kl 09:00 til ld 22:00. Samspil óbeislaðrar náttúru og glæsilegra mannvirkja baðstaðarins við Bláa lónið á engan sinn líka í veröld- inni. Manngerð hrauntröð leiðir gesti um úfíð hraunið að baðstað sem sést ekki fyrr en komið er nánast alveg að honum. Byggingar falla einstaklega vel að umhverfinu og háir hraun- veggir sem umlykja svæðið veita gott skjól á öllum árs- tímum. Lónið er rúmgott og rúmar jafnt ærsl sem fullkomna slökun. Inni er laug með jarðsjó, en einnig geta gestir slakað á í vatns- gufuhelli og jarðhitagu- fubaði. Ráðstefnuaðstaða - Til að skapa, semja og læra Bláa lónið er róandi staður fyrir átakafundi, skapandi staður fyrir vinnufundi og tilvalinn fyrir þá sem vilja sýna sínar bestu hliðar í óhefðbundnu umhverfi. 1 nýju og glæsilegu hús- • n./í Cbatcait d‘Ax °gexrnlí«anida «• læsilegum sófasettum Bohcmia Metropole licesti gœðaflokkur í leðri! Fáamegt í 3ja, 2ja sceta sófum og stökum stólum. TILBOÐ verð 198.000,-stgr. verð áður 268.000,- stgr. Hæsti gteðaflokkur í leðri! Fáanlegt í 3ja, 2ja sata sófum og stökum stólum. Radgrelðslur til allt að 36 mán. Woriui^ Sími 421 1099 „0^ Hafnargata 57 • Keflavík (Flug Hóteli) Vinsælasti íenðamannastaður landsins: r SUMARID 2000 Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.