Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 18
Það er engin nátt- úrufegurð á Suð- urnesjum. Ha, eng- in? Bara að grínast! Jú, það er sko heilmikil nát- túrufegurð á Suðurnesj- um. Flest okkar sitja þó í bíl sem keyrir býsna hratt framhjá fjallahringnum við Reykjanesbrautina og sjáum aldrei neitt inn á milli fjalla. Hestamaöur- inn mikli ÓIi Gunn í Njarðvík, (stundum kall- aður „Sá besti”) fer um hverja hvítasunnuhelgi í ferðalag á hestum sínum um Reykjanes. Óli þekkir þetta svæði eins og fing- urna á sér. Hann þekkir öll örnefni og veit um bestu og öruggustu rciðleiðirnar þarna. Hann fer oftast einn með nokkur hross um hvítasunnuna, stundum tíu til tólf hross. Hann er engum líkur þegar kemur að hestum og hestarnir hans hlýða honum í einu og öilu. Nema auðvitað þeir sem hafa sjálfstæðan vilja en þannig hesta finnst honum einnig gaman að kljást við. Rekstur hrossa frá Mánagrund Óli gerði undanþágu þetta árið og hleypti útvöldum eðalvinum rneð sér í hesta- ferðina um fjöllin blá. Þetta fólk voru bæði þaulreyndir hestamenn og nýgræðingar í hestamennsku m.a. grein- arhöfúndurinn Marta Eiríks- dóttir. Stemmningin í ferð- inni var afar skemmtileg og slegið var á létta strengi. Ferðalagið hófst um kaffi- leytið á föstudeginum frá hesthúsinu hans Óla á Mánagrund. Frá Vogum kom hestakonan mikla, Guðný Snæland og hjálpaði til við reksturinn. Lagt var af stað með nokkra lausa hesta og riðið var inn í Voga með viðkomu í Innri-Njarðvík en þar bættist Gummi Sigurðs. söngvari í hópinn með sína fjóra hesta. I Vogum voru allir hestarnir settir inn í girðingu og látnir hvílast til morguns. í Vogum er lítið skemmtilegt hestamanna- samfélag og þar fengum við notalegar móttökur hjá Tobba og Önnu Lind. Morguninn eftir var lagt af stað með tuttugu og þrjú hross. Óli Gumm hesta- maður úr Vogunum og Gunni Gunn úr Reykjavík (bróðir Óla Gunn) komu með í ferðina ásamt Hreini, ellefu ára gömlum syni Gumma Sigurðs. Knapar voru því sjö talsins í ferðin- ni. Megnið af hestastóðinu fékk að riða frjálst í upphafi ferðar og var unun að horfa á hestagleðina í þeim. Þeir spörkuðu affurendanum upp í loft og hneggjuðu í frelsinu sínu. Þegar reksturinn var kominn yfir Reykjanes- brautina þá var nánast öllum hestum gefið frelsi. Knapar voru vinsamlegast beðnir að ríða aftan við stóðið eða ffarnan við það. Reyndustu hestamennirnir í hópnum sáu til þess að hestamir færu hveigi. Það var tignarleg sýn þegar maður leit aftur og sá stóðið hlaupa fijálst á eftir okkur. Það er makalaust hvað hestarnir fylgja straumnum eftir. En þetta gera þeir. Auðvitað fór stundum einhver hesturinn út úr stóðinu og hinir fylgdu á effir en að mér læddist sá grunur að alvöru hestamenn hefðu bara gaman af því. Þá fengu þeir nefnilega tæki- færi til þess að hleypa hest- inum sínum og reka hina hestana aftur inn í okkar hóp. Þá vorum við virkilega í kúrekaleik! Þeir segja mér gárungarnir að svona fer- ðalag með fijálst stóð jafhist á við mánaðartamningu á ótömdu. Þess vegna vorum við einnig með ótamin hross í ferðinni. Stundum tók Óli Gunn sig til og reið ótömd- um hestum i ferðinni. Ótemjumar reyndu að beij- ast á móti honum og pijóna með hann sem sat eins og límdur í hnakkinn. Þeir urðu þá að beygja af og gefa sig Óla á vald. Svona ferðalag er gífúrleg þjálfún fyrir alla hesta og auðvitað fólk líka. Með hestastóð yfir Reykjanesbrautina Frá Vogum var riðið í Kúagerði. Þar kom Hulda Pémrsdóttir, eiginkona Óla Gunn og gaf öllum að

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.