Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 36
Eitt er það fyrirtæki
á Suðurnesjum sem
óhætt er að segja að
hafi öðrum fremur mark-
að tímamót hvað varðar
uppbyggingu á ferða-
mannaiðnaði á svæðinu en
það er að sjálfsögðu Hita-
veita Suðurnesja. Engan
gat órað íyrir því þegar
lagt var af stað með
virkjunarframkvæmdir
með það fyrir augum að
sjá Suðurnesjamönnum
fyrir yl inn á heimilin, að
ein afleiðingin yrði stærsta
ferðamannaparadís Is-
lands og sér ekki enn fyrir
endann á uppbyggingu
þeirri sem átt hcfur sér
stað frá stofnun fyrir-
tækisins. Hitaveita Suður-
nesja leitast ekki aðcins við
að virkja orkuna úr iðrum
jarðar til upphitunar og
rafmagnsframleiðslu,
heidur og einnig að ieggja
sitt af mörkum tii cflingar
sem og uppbyggingar á
hinum ýmsu þáttum sam-
félagsins á Suðurnesjum“,
segir Þorsteinn Jónsson
kynningarstjóri sem hefur
starfað hjá fyrirtækinu á
annað ár og sér um að
kynna og upplýsa almenn-
ing um starfsemi H.S.
Mikið lagt upp úr
umhverfismálum
í Svartsengi
Orkuverið í Svartsengi hefur
verið vettvangur óteljandi
kynninga, bæði á starfssemi
fyrirtækisins sem og sam-
félaginu á Suðumesjum og
hafa einstaklingar jaiut sem
fyriræki á Suðumesjum
notið góðs af því. Stjórn-
endur H.S. gerðu sér strax í
upphafi grein fyrir þörf á
aðstöðu til móttöku slíkra
gesta með byggingu mót-
tökusalar í orkuverinu þó
menn háfi kannski ekki gert
sér grein fyrir þeirri gífur-
legu aukningu sem verða
myndi á þeim vettvangi.
Þorsteinn segir orkuvers-
byggingar, sérstakt umhverfi
orkuversins, ósnortið um-
hverfi, jarðífæði þess og
gróðurfar, hreint loft og
ffumkvæði Hitaveitu Suður-
nesja í nýtingu saltrar jarð-
guftt til hitunar, raforku-
ffamleiðslu og iðnaðar og
ekki síst aukaafiirð orku-
versins, sem kom raunar
öllum á óvart, Bláa lónið,
með sína dulúð og lækn-
ingamátt, hafa á hveiju ári
laðað að tugþúsundir gesta í
Svartsengi. Þorsteinn segir
H.S. leggja mikið upp úr
þeim þáttum er lúta að
umhverfismálum og að
fyrirtæki starfi i sátt við
umhverfið og bendir m.a. á
að viðamiklar rannsóknir á
svæðinu sem staðið hafa
yfir allt ffá stofnun
fyrirtækisins.
Eldborg kemurtil sögunnar
Svo fór að gamli móttöku-
salurinn var orðinn of lítill
og á hátíðarfundi stjómar
H.S. þann 28. Desember
1994, vegna tvítugsaffnælis
hitaveitunnar var ákveðið að
efna til opinnar samkeppni
um hönnun byggingar sem
þjónað gæti vel því hlutverki
að vera vistlegt mötuneyti
fyrir starfsmenn H.S. og
áhugaverð aðstaða til kynn-
ingar á orkuverinu í Svarts-
engi, starfsemi Hitaveitu
Suðumesja og náttúm og
sögu svæðisins. Eldborgin í
Svartsengi sem tekin var í
notkun þann ö.mars 1998 er
afsprengi þeirrar ákvörð-
unar. Hugmyndin að gjánni
má segja að hafi orðið til
strax og ákveðið var að
hefjast handa við byggingu
Eldborgar. Þar má ffæðast
um myndun og mótun
íslands, orsakir og afleið-
ingar eldgosa og jarðskjálfta
auk þess sem hægt er að
setja af stað einn slíkan.
Einnig er þar að ftnna marg-
miðlunarefni með öllum
helstu upplýsingum um H.S.
og samfélagið á Suður-
nesjum. Margmiðlunarefhið
má einnig ftnna á heimasíðu
H.S. www.hs.is Allt þar til
Þorsteinn réðist til starfa hjá
fyrirtækinu sáu stjómendur
þess nær alfarið um mót-
tökur og kynningar til handa
þeim gestum sem sækja
vildu fyrirtækið heim en þar
á meðal em þjóðhöfðingjar
og fyrirmenn ýmissa ríkja
sem kynna vilja sér ffam-
sýni stjómenda ekki síður en
hugvit það sem liggur að
baki orkuverinu.
Einstæðar hraunmyndanir
Eldborgin kemur þó ekki
aðeins til með að verða þátt-
ur í eflingu ferðamanna-
iðnaðarins, því verið er að
vinna verkefni út ffá þeirri
kynningu sem ffam fer í
Eldborg en þar leggur H.S.
einnig sitt af mörkum til
eflingar á ffæðslu og þekk-
ingu núverandi sem og kom-
andi kynslóða. Erþaðvon
okkar að skólar, hvaðanæva
að, komi til með að nýta sér
þennan vettvang sem þátt í
því að kynnast sögu lands
og þjóðar betur segir Þor-
steinn. Einnig er fyrirhuguð
lagning göngustíga um
svæðið svo fólk fái betur
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson Ijósmyndari
Ur Gjánni þar sem er hægt
að upplifa jarðskjálfta.
notið þeirra einstæðu hraun-
myndana sem þar er að
finna.
IVlenningaruppákomur
Ýmsar menningamppá-
komur hafa farið ffarn í
Eldborg og nú nýverið lauk
samstarfsverkefhi milli
Grindavíkur, Bláa lónsins og
H.S. þar sem ffemstu
listamenn þjóðarinnar sem
og heimsþekktir listamenn
komu ffam. Þrír ráðstefhu-
salir eru leigðir út til funda
og námskeiðahalds og geta
fyrirtæki jafnt sem einstakl-
ingar leigt salina hjá veit-
ingamönnum og hótelhöld-
urum er sinna slíkri starfs-
semi á Suðumesjum en það
segir Þorsteinn gera heima-
mönnum kleift að sækja inn
á stærri markaði sem ekki
hefur verið hægt að sækja á
áður sökum aðstöðuleysis.
Þorsteinn segir samkeppni
fyrirtækja vera af hinu góða
en stöðug aukning í ferða-
mannaiðnaði á Suðumesjum
kallar á samvinnu allra
þeirra aðila er hlut eiga að
máli, „Til langffama skilar
það sér margfalt til baka“,
segir Þorsteinn. „Eg er hissa
á að heimamenn séu ekki
fyrir löngu sestir niður til
skrafs og ráðagerða. Suður-
nes bjóða upp á svo mikinn
fjölbrevtileika að hægt er að
setja saman lengri og styttri
ferðapakka sem hentað gætu
öllum. Bæjaryfirvöld mætúi
gjaman leggja meiri rækt
við þá þætti er lúta að
uppbyggingu ferðamála á
Suðumesjum, tækifærin
liggja allt í kringum okkur
við þurfhm aðeins að nýta
okkur þau, segir Þorsteinn
Jónsson kynningarstjóri
Hitaveitu Suðumesja.