Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 35
Vogar er lítið, kyrrlátt þorp, mitt á milli Keflavíkur og Reykjavíkur, en það tekur um 20 mínútur að aka í hvora átt sem er. Bláa lónið er einnig að- eins spölkorn í burtu. Gistimöguleikar Þeir sem vilja staldra við í Vogun- um geta gist á tjaldstæðinu, sem staðsett er á bak við íþrótta- miðtöðina, eða í Stóm- Vogaskóla, en þar er boðið upp á svefnpokapláss. Hægt er að panta gist- ingu í síma 424-6720. Hola íhöggi Ferðamenn geta fundið sér ýmislegt til afþrey- ingar í Vogum. Sundmið- stöðin er opin alla virka daga ffá kl. 7:30-22:00 og um helgar frá kl.l0:00- 16:00, síminn er 424-6545. Golfklúbbur Vatnsley sustrandar er staðsettur við Kálfatjamarkirkju á Vatnsleysuströnd, en þangað tekur að- eins örfáar mínútur að aka eða hjóla. Þetta er án efa einn af skemmtilegri 9 holu völlum landsins, en síminn þar er 424-6529. í næsta nágrenni við golfvöllinn er Staðarboig sem er merkilegt mannvirki hlaðið um aldamótin 1900. Gönguleiðir em margar og skemmti- legar í nágrenni Voga og er nærtækast að minna á ævintýrakort það sem ferðamála- samtök Suðumesja gáfu út fyrir ekki mjög svo löngu síðan. Fyrir svanga ferðamenn Eftir langan göngutúr og sund- sprett getur fólk sest inná veitingastaðinn Mamma Mía, Iðndal 2, og fengið sér eitthvað gott að borða. Þar er boðið uppá pizzur og grillmat. Staðurinn er opinn ffá miðvikudegi til sunnudags, ffá kl. 17:00-23:30. Þarer einnig hægt að kaupa ýmis konar skyndibita og drykki. Síminn er 424- 6700. Þess má geta að í sama húsi er hárgreiðslu- stofan Kallistó, heilsugæsla og útibú ffá Apóteki Keflavíkur. Hraðbúð Esso er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 07:30 - 23:30 og sunnudaga kl. 10:00 - 23:30. Þar fást allar helstu nauðsynjavörur ásamt bensíni, olíum og gasi. Síminn á Esso er 424-6631. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar við Voga. Þá er hægt að setjast niður í skemmtilegum trjálundi i bænum eða anda að sér sjávarloftinu við höfnina. Ljósmyndir: Silja Dögg Gunnarsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.