Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 28
SJámífotolmi skoðaður og Mustoð á hvallna! Hvalstöðin, eða Whale Waching Centre, gerir út frá Grófinni í Kefiavík og er í samstarfi við Kaffi Duus. Hvalstöðin býður upp á fjölbreyttar ferðir í kringum Reykjanesskagann, þ.á.m. hefðbundnar hvala- og fuglaskoðunarferðir auk ýmissa sérferða, sem fólk getur pantað eftir eigin höfði. Boðið er upp á kvöldferðir út í Garðsjó til að sjá sólina setjast handan við Snæfellsjökul og einnig hai'a sjóstangaveiðiferðir notið mikilla vinsælda. Boðið er upp á slíkar ferðir hvenær sem veður leyfir. Að veiðiferð lokinni er síðan hægt að slá upp grillveislu og grilla aflann á Kaffi Duus, en það stendur við smábátahöfnina þar sem komið er í land. Mb Gestur er afar vel búinn til skoðunarferða, en hann tekur allt að 38 manns. Hlý og rúmgóð setustofa er um borð, þar sem 12-15 manns geta slakað á og notið útsýnisins, en hún er einnig kjörin fyrir fundahöld. Þá er grill- og eldunaraðstaða um borð, svo hægt er að grilla aflann úr sjóstangaveiðinni jafnóðum. Við réttar aðstæður er hægt að skoða hafsbotninn og lífríkið í sjónum með neðansjávarmyndavél sem er um Sorð í bátnum. Einnig eru þar hlustunartæki sem gera fólki kleift aö hlusta á hljóð hvalanna. Hvalaskoðunarferðir eru famar alla daga vikunnar fram til 30. september, en lagt er af stað í þær kl. 12:15 og 15:45. Fyrir hvalaskoðunarferðirnar býðst fólki að vera sótt á hótel í Reykjavík, en einnig er farið frá B.S.Í. daglega kl. 10:30 og 14:30. Ljósmyndir Hvalstöðin í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.