Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 20
borða. Þama nærðust bæði hestar og menn. Hestunum fannst voða gott að bragða á söltu grasinu í flæðarmálinu. Þegar allir höfðu étið á sig gat var ferðinni haldið áfram. Nú var að fara yfir brautina umferðarþungu. Ég var nú hálfkvíðin að það mundi ekki takast en viti menn, allt gekk eins í sögu. Þar komu þaulreyndir hesta- menn og samstilling hópsins vel með aðstoð eiginkonu Óla sem veifaði til bíl- stjóranna á brautinni og sýndu þeir okkur tillitssemi. Nú var ys og þys að baki og við tók tignarlegt „tungl- umhverfi” Reykjaness. I fyrstu var hraunið allsráð- andi í umhverfinu en svo grænkaði það þegar innar dró. Riðið var í gegnum Höskuldarvelli og þaðan inneftir. Lækir komu nú í ljós og há fjöllin sem maður sá eitt sinn aðeins í fjarska frá brautinni voru nú beint fyrir framan mann. Falleg sjón. Að kvöldi var numið staðar við Krókamýri sem er rétt við Vigdísarvelli. Þar voru hestarnir settir inn í gamlar réttir og rafmagns- girðing strengd utan um þá því réttimar héldu illa. Þama komu akandi og færðu okkur veitingar makar þeirra Óla Gumm og Guðnýjar, þau Halla Guðmundsdóttir og Hafsteinn Snæland. Það var ljúft að renna niður matnum og hvilast. Annars er skrítið að mér famist ég ekkert verða svo svöng á hestbaki. Við drukkum ís- kalt vatn í lækjum og maður varð einhvem veginn saddur af öllu súrefninu í hreinu loftinu. Þessa nótt gistu Óli Gunn og bróðir hans í tjaldi á staðn- um. Óla finnst ekkert til- tökumál að sofa á milli þúfna undir berum himni þegar hann er á ferðalagi með hestana sína. Það gerir hann oft. Hann er svoddan náttúrubarn þessi drengur. Það er eflaust einungis fyrir harðasta fólk að fylgja honum effir þegar hann ferð- ast eins og hann langar. Þá er jafnvel riðið í marga marga klukkutíma án hvíld- ar. Hann hefur mikið úthald og þarf nánast enga hvíld. Náttúran engu lík Frá Krókamýri var haldið af stað daginn eftir og riðið sem leið lá yfir fjöll og fímindi. Ég átti í mesta basli með uppáhalds hestinn rninn sem vildi alls ekki bera mig upp eitt fjallið. Þessi hesta- stelpa er frekar smávaxin og létt meri. Hún heitir Ögmn og það er afskaplega mjúkt að ríða á henni. Henni fannst knapinn sjálfsagt allt of þungur í brattanum. Svo knapinn varð að gefa sig og fara af baki og teyma hestinn upp. Þessu næst skipti ég um hest og reið á Píu frænku hennar sem er sterkbyggðari. Pía kvartaði ekki baun! Riðið var inn á milli fjalla og útsýnið kom manni sífellt á óvart. Þar var bæði grátt umhverfi, mosavaxið eld- gamalt hraun og svo græn engi. Stór vötn og heit hvera- svæði komu í ljós þegar við vorum komin á Krísuvíkur- svæðið. Tignarleg sjón þegar við sáum fuglalífið í Krisu- víkurbjargi. A hvítasunnu- dag endaði ferðin í ísólfs- skála í Grindavík. Daginn eftir hélt reksturinn áfram og lauk í Vogum og svo út á Mánagrund fyrir Óla og hestana hans. Ferðalagið tók

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.