Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 30
Safn Slysavarnafélagsins er í þessu húsi víð Gerðaveg í Garðinum. HYNDRRLEG SÖGUSYNING! Sjómannastofan Vör lætur ekki mikið yfir sér, þar sem hún stendur við Hafnar- götuna í Grindavík. Aðeins nokkur ár eru síðan þessi vinsæli staður var algerlega end- urnýjaður og er nú hinn huggu- legasti. Sjó- mannastofan er í eigu Sjó- mannafélags Grindavíkur, en Sigurgeir Sigur- geirsson hefur leigt hann og rekið undanfarin 10 ár. Hádegisréttur staðarins hef- ur verið gríðarlega vinsæll í mörg ár, en alltaf er boðið upp á súpu og gufusoðinn fisk með meðlæti. Sá réttur hefúr sérstaklega heillað er- lenda ferðamenn, en að sjálfsögðu er einnig fleira í boði fyrir þá sem það kjósa. Helsta vörumerki staðarins er gott úrval fisk- og sjávarrétta, en einnig er þó nokkuð úrval af kjötréttum og fleiru. Allan dag- inn er heitt á könnunni og boðið er upp á smurt brauð og kökur í kaffitím- anum. Nokkuð er algengt að félagasamtök og hópar haldi veislur í sal staðarins, sem getur tek- ið yfir 120 manns í sæti. Jafnvel hefur verið slegið upp dansleikjum á staðnum. I Minjasafn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var formlega opnaö á 70 ára afmæli Slysa- varnarfélags íslands 29. maí 1998. Safn- ið scgir sögu félagsins i máli, myndum og munum og hefur þaö aö lciöarljósi aö vera fræöandi um flesta þætti starfsem- iiniar. Á safninu má sjá ýmsa muni sem tengjasl þáttum eins og björgunarbátum og -skip- um, þyrlubjörgun, sjúkraflugi, fræðslu- starfi og fjarskiptatækini, auk slysavarna- og björgunarstarfs. Einnig má finna á safn- inu gamlan loflskeytaklefa af togaranum Geir úr Reykjavík. Oddur V Gíslason á Stað í Grindavík var aðalhvatamaðurinn að því að koma af stað slysavömum hér á landi, en hann hóf starf sitt árið 1888. Hann stofnaði in.a. bjarg- ráðanefndir í allmörgum verstöðvum og stóð aö útgáfu blaðsins Sæbjargar, sem sýnishorn eru að á safhinu. Opnunartími safnsins er alla daga kl. 13:00-17:00 og eftir samkomulagi. — Seltiörn heillar! Veiði- og útivistar- svæðið við Seltjörn hefur notið mikilla vinsælda meðal stangveiði- manna og útivistarfólks undanfarin ár, enda er þar góð aðstaða á allan hátt, m.a. til að grilla og snæða nesti. Staðsetning svæðis- ins er við Grindavíkurveg og er hún mjög ákjósan- leg, þar sem hún er mátu- lega langt frá þéttbýli, en þó í hæfilegri nálægð við golfvelli, þekktar göngu- leiðir og Bláa lónið. Veiðivon er með því besta sem gerist í Seltjörn, en vikulega er frískum og spriklandi tökufiski sleppt í vamið og er meðal ársveiði í vatninu um 5-6000 silungar og laxar. Verðlag veiðileyfa hefur verið það sama frá upphafi, en sömu rekstrar- aðilar hafa haft umsjón með Seltjöm þau 9 ár sem veiði- leyfasala hefur verið starf- rækt. Einstaklingar geta keypt dagsleyfi á staðnum, hjá veiðiverði, en fyrir stærri hópa er vissara að panta með fyrirvara. Mest veiðist á flugur, ýmis konar, þá á spún, en maðkurinn er einnig nokkuð sterkur. Staðarhaldari vill benda úti- vistarfólki að ganga snyrti- lega um skóginn og hlífa viðkvæmum gróðri. Koníaksstofa og kaffi- hús við Glóðina! Veitingastaðurinn Glóðin hefur verið starfrækt- ur í tæp átján ár, en hann stendur við Hafnar- götu 62 í Keflavík. Eigendur staðarins eru þeir Ásbjörn Pálsson, matrciöslumeistari og fyrrum vfir- matreiðslumeistari á Lækjarbrekku í Reykjavík, Bjarni Sigurðsson, matreiðslumeistari og Bjarni Gunnólfsson, framreiðslumaður. Útliti staðarins var breytt sl. vor og var hann endumýjað- ur jaíht að utan sem innan. Koníaksstofa og kaffihús eru í glerskála inn af veitingasalnum og á annarri hæðinni er veislusalur fyrir allt að 140 manns. Poppminjasafh sem hefur verið til sýnis á staðnum sl. 3 ár, var fjarlægt í vor og í stað þess hefhr verið sett upp nokkurs konar listagall- erí með sölumálverkum. Fyrmefndar breytingar miða að því að hækka gæðastuðul staðarins. Helsta aðalsmerki Glóðarinnar er ferskur fiskur, en sl. vor var tekinn í notkun nýr og glæsilegur matseðill með ýmsum klassískum réttum, auk bamamatseðils og fá allir krakkar sérstök verðlaun eftir matinn. Þá er boðið upp á fjölbreytt hlaðborð fyrir hópa, en slíkt þarf alla jafha að panta með fyrirvara. SUMARID 2000 Á BUÐUHNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.