Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 14
Verið velkomin á vinnustofu mína að Heiðarbi'ún 14 í Keflavík. Halla Haraldsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt i samsýningum bæði innanlands og utan. Frá 1978 hefur Halla verið af og til, fyrst við nám og seinna störf á hinu virta gler-og mosaikverkstæði Dr. H. Oidtmann i Þýskalandi, sem er eitt elsta sinnar tegundar þar i landi. Tugir gler- og mosaikverka eru eftir Höllu á hinum ýmsu stöðum um allt land og erlendis. Halla hefur hlotlð ýmsar viðurkenningar m.a. var hún valin listmaður Keflavíkur 1993. Vélsleðaferðir o;> fljótasigl- ingar eru nicðal |jess seni A- ferðir bjóða uppá, en einnig er hægt að sérpanta ferðir. Fyrir- tækið er í eigu Geysis-vélsleða- ferða og Bátafólksins. Fljótasiglíngar á Hvítá Friðrik Arnason, framkvæmdastjóri A-ferða, sagði að það væri búið að vera brjálað að gera, — það sem af er sumri. „Vinsælustu ferðirnar hjá erlendum ferða- mönnum eru vélsleða- ferðir á Mýrdalsjökul og Gullfoss og Geysis ferðir. Islendingar fara einnig mikið í vélsleðaferðir á Mýr- dalsjökul og í bátaferð- ir á Hvítá“, segir Frið- rik og bætir við að fólk liafi verið mjög ánægt með ferðirnar og það sýni sig best á því að flestir íslendingar sem koma, eru að koma í annað og þriðja skip- ti. Spennufíklar fá sitt A-ferðir eru með ferðir fyrir alla, jafnt að sumri sem vetri og af mis- munandi erfiðleikastigum. I boði eru fjölbreyttar pakkaferðar, m.a. göngu- ferð niður með Glym í llvalfirði, sem er hæsti foss á Islandi, vélsleða- ferðir á Mýrdals- og Langjökul og fljótasiglingar á Hvítá og Jökulsá eystri og vestari í Skagafirði. „Við erum líka meö ferðir fyrir spennu- fíkla eins og „Beinbrjóturinn" (The Bonebreaker), en þá er fariö niður Jökulsá eystri á gúmmíbátum, sem er oft sögð vera kraftmesta fljótasigl- ingaá í Evrópu", segir Friðrik og kalt vatn rennur milli skinns og hörunds á blaðamanni við lýsinguna. Á hundasleða yfir Hellisheiði FjölskyIdufólk getur líka fundið skemmtilegar ferðir við sitt hæfi. A-ferðir bjóða t.d. upp á hundasleða- ferð á Mýrdalsjökli á sumrin, en sú ferð er far- in yfir Hellisheiði á vet- urna. Einnig er boðið upp á jeppaferðir í Þórs- mörk, Landmannalaug- ar, og um Krísuvík en þá er endað í Bláa lóninu. Klettaklifur og rallýbíla- akstur heillar marga og nokkurra daga vélsleða- ferðir og gönguskíöaferðir er að finna á löngum lista A-feröa. „Við erum að byggja nýjan skála við Langjökul, Kjalarmcgin. Þar kemur til með að vcrða svefnaðstaða fyrir 20-30 manns, og matsalur fyrir 100 manns. Skálinn mun breyta heil- miklu fyrir okkur, því þama verður frábær aðstaða", segir Friðrik og ít- rekar að ekkert mál sé að taka vió séróskum um ferðir ef um hópa er að ræða. Pöntunarsíminn er 588-0880, fax: 588-1881 og netfang: ato- urs@atours.is AUGLÝSING SUMARID 2000 A SUÐUHNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.