Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 8
 yovo V/SA ALHEIMS- STYRKTARAÐILI r IHöfnum stendur ganialt frystihús sem breytt hefur verið í sæfiskasafn. Safnið inniheldur allar helstu fiskateg- undir sem fínnast utan við Is- landsstrendur, sem og nokkurt safn uppstoppaðra íslenskra fugla, en þeir standa á kletta- syllum sem settar hafa verið upp í safninu. Vinsælustu sjáv- ardýr safnsins eru m.a. steinbít- ur, þorskur, krabbar og skjald- bökur, en þau tvö síðast nefndu er gestum safnsins heimilt að snerta á og hefur það vakið mikla lukku, sérstaklcga hjá ungu kynslóðinni. Fyrir miðju safni stendur um 100 ára gam- all árabátur s.k. „Færeyingur“, en hann var áður notaður sem hvalveiðibátur. Ein aðalástæða þess að safhið er staðsett í Höfnum er sú að bor- holur eru bakvið saftiið þar sem er stöðugt rennsli af hreinum, smitfríum sjó, sem síast hefur í gegnum þykk hraunlög. Þetta gerir það að verkum að í fiska- búrum safnsins er alltaf hæfílega saltur og kaldur sjór og því lifa sjávarlífverumar í safninu góðu lífí við kjöraðstæður. Á vetrum hefur verið mikið um heimsóknir frá skólum og leik- skólum úr nærliggjandi byggðar- lögum, en elstu nemendumir hafa fengið að velja sér sjávardýr til að kryfja og skoða í smásjá sem er í eigu safnsins. Á sumrin er safnið vinsælt af ferðamönnum, íslenskum jafnt sem erlendum og koma þá ýmist einstaklingar eða hópar. í anddyri safnsins er minjagripa- sala sem er mjög vinsæl af ferða- mönnum, þá sérstaklega erlend- um, en þar eru handunnir munir úr fískroði, leðri, gleri og lopa. V/SA V/5A ALLT SEM ÞARF! . Veitingastaöurinn Jenný við Bláa lónið liefur verið mjög vinsæll nieðal ferðamanna allt frá því hann var stofn- aður árið 1989. Staðurinn hefur verið í eigu Jennýar Jónsdóttur síðan vorið 1998, en sonur hennar, Birgir, er vfirmatreiðslu- meistari staöarins, sem tekur um 120 manns í sæti að jafnaði. „Mikið af þeim gestum sem sækja staðinn koma beint úr Bláa lóninu, enda helur þaö þott nota- legt að setjast hér niður og slaka á yfir kvöldverði eft- ir buslið í lóninu“, segir Birgir, matreiðslumeistari. „Sérstaða okkar er sú að við eruni með mikið af heimaútbúnum rétturn og alltaf erum við með ný- bakað brauð“, bætir liann við. Matseðillinn er ann- ars mjög fjölbreyttur og ættu allir að geta fundiö eitthvað við sitt hæli, hvort sem inenn vilja einfaldan heunilismat eða höfðing- lega veislurétti. Opnunartimi eldhússins er frá 10-22 alla daga vikunnar. en fólki er aö sjálfsögðu frjálst að sitja eins lengi og það vill. Hægt er að leigja lítinn sal inn af aðalsalnum fyrir smærri veislur og önn- ur tilefni. Einnig er mögu- legt að leigja allan salinn fyrir stærri veislur, s.s. brúð- kaup. afmæli, erfidrykkjur og einkasamkvæmi, svo eitt- livað sé nefnt. SUMARIÐ 2000 Á SUÐUHNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.