Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 31.05.2000, Blaðsíða 6
Til að bæjarfélög geti verið til, þarf fólk. Fólk sem býr á svæðinu, notar þar þjónustu og hefur þar atvinnu. En hvernig á að sýna fólki að eitt svæði sé vænlegri kostur umfram annan? MOA. Hún hefiir það hlut- verk að beita sér fyrir at- vinnuþróun, veita upplýs- ingar, aðstoð og ráðgjöf þeim sem búa á svæðinu, en einnig öðr- um sem vilja kynna sér kosti Suðurnesja en helstu kostir þeirra eru íjöl- breytt atvinnu- starfssemi, hátt þjónustustig og eftirsóknar- verður staður til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur. „Staðan á Suð- umesjum í dag er sú að at- vinnuleysi er vart mælanlegt, 0,8% sem er svo lítið að þar er fyrst og fremst um að ræða fólk sem er að skipta um vinnu, svo flestir eru ekki lengi inni á atvinnuleysisskrá", segir Olafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri MOA. „Fyr- irtæki hafa verið að stækka og ný komið á svæðið og það má segja að nú vanti okkur fólk til að fylla þær stöður sem nú þegar eru fyrir hendi og meginverk- efni okkar felast í því að fjölga íbúum.“ Ódýr orka og nálægð við flugvöllinn Ólafur segir sérstöðu Suð- umesja felast í nægri ódýrri orku og nálægð við flug- völlinn. Hvert sveitarfélag á Suðumesjum þarf þannig að draga ftam sérstöðu sína og þau hafa verið að gera það. „Vogar á Vatnsleysu- strönd stóðu fyrir öflugu markaðsátaki þar sem gnægð góðra byggingalóða hafa verið boðnar og Grind- víkingar hafa dregið sína sérstöðu frarn einnig. Þá hafa Sandgerðingar auglýst að undanförnu og dregið fram sérstöðu hafnarinnar. Við lítum hins vegar á svæðið sem eitt atvinnu- svæði og þannig á ekki að skipta máli hvort fólk vinn- ur í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Meginmarkmið okkar er að byggja upp samfélag og þjónustu á þeim hraða sem við ráðum við.“ Hátt þjónustustig Uppbyggingin hefur verið hröð á Suðumesjum undan- farin misseri og Ólafur seg- ir hana jafnvel hafa farið fram úr björtustu vonurn. „Við erum kannski að lenda í því sama og Norðmenn, sem hafa mikla atvinnu en vantar fólk til að sinna henni. Þeir sem em að flytja af landsbyggðirmi ættu að skoða nánar þá kosti sem bjóðast umfram höfitðborg- arsvæðið. Hér er nánast allt sem stórborgin býður upp á, en ekki sami umferðar- þungi. Það tekur álíka lang- an tíma að aka frá Hafnar- firði til Reykjanesbæjar og það tekur að aka úr vestur- bænum í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Við getum boðið gott samgöngukerfi, góða skóla og stöðugt minnkandi biðlista á leik- skóla, en þetta em allt atriði sem skiptir nýja íbúa miklu máli, svo og þá sem nú þeg- ar búa á Suðurnesjum. Mikil fjölgun íbúa getur verið mjög dýr fyrir sveitar- félag þar sem ráðast þarf í kostnaðarsamar fram- kvæmdir, eins og byggingu skóla, leikskóla o.s.frv. Til þess að geta haldið uppi háu þjónustustigi þarf að vera jafhvægi á milli fjölg- unar íbúa og verklegra ffamkvæmda á þeim hraða sem sveitarfélagið treystir sér til.“ Næg atvinna á Suðurnesjum Á Suðumesjum er starfandi Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar,

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.