Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 20
Viðtakandi: Lesendur Víkurfrátta Tveir ungir piltar úr Njarðvíkunum settust niður og skiptust á tölvupósti. Útkoman var hókin Svartiskóli. í frétt frá Æskunni, sem gefur hókina út, kemur fram að bókin sé ætluð unglingum til skemmtunar og laus við að leggja þeim lífsreglurnar. Sagan fjaliar um Jakob sem kominn er í heimavistarskóla og fetar í fótspor bróður síns. Honum þykja skólareglurnar, kennar- ar og aðbúnaður ekki með þeim hætti sem hann lielst kysi. Sem betur fer hefur hann tölvu við höndina og sendir skeyti í ýmsar áttir. Silja Dögg Gunnarsdóttir hafði samband við rithöfundana, Olaf Sindra Olafsson, 17 ára og Ragnar I*ór Pét- ursson, 24 ára og bað þá um að segja sér frá tilurð og innihaldi bókarinnar. Ekki reyndist unnt að fá þá saman í viðtal þar sem OIi var staddur á Akureyri og Ragnar í Reykjavík. Við- talið fór því fram á Netinu og birtist lesendum í tölvu- skeytastfl, rétt eins og bókin. Segið aðeins frá sjálfum ykkur. Oli: Ég er fæddur á Akureyri 1983, en bjó á á Suðumesjum frá 4 ára aldri, bæði í Höfnum og Njarðvík, þar til ég flutti norður til að fara í MA. Ég er á öðm ári þar, á félagsfræðibraut. Ég er líka að vinna á myndbandaleigu með skóla, þess vegna fór ég ekki heim í verkfallinu. Svo er líka nóg að gera hér, og mér líkar mjög vel á Akureyri. Ragnar: Ég er sem sagt 24 ára. Fæddur á Akureyri og bjó þar til 11 ára aldurs. Flutti þá á Suðumesin og gekk í Njarðvíkurskóla. Eftir gmnnskólann fór ég norður á vetuma til að ganga í MA en kom heim á sumrin og vann þar. Eftir stúdentinn kenndi ég í tvo vetur, á Tálknafirði og á Akureyri, og fór svo í heim- speki í Háskóla íslands og er nú á lokaári þar. Með skólanum vinn ég svo á sambýli og tek eina og eina ferð sem leiðsögumaður hjá A-ferðum. Um hvað er bókin? Oli: Bókin er um Jakob, 16 ára strák úr Reykjavík sem ákveður að fara í heimavistarskóla úti á landi. Bókin er svo samansafn tölvupósta frá honum til vina, for- eldra og annarra. I þessum bréfum er hann svo bara að segja frá því sem á daga hans drífur í skólanum, en það er ansi ntikið. Hún var einungis skrifuð til að vera fyndin og er því hálfgerður farsi. Hvenær og hvernig kviknaði hugmyndin að því að gera bók? Oli: Hugmyndin kviknaði í raun aldrei, því við vomm ekki meðvitaðir um að við væmm að gera bók. Ég var á Akureyri, og Ragnar í Reykjavík, og við höfum alltaf haldið góðu sambandi, m.a. í gegnurn tölvupóst. Mér datt svo í hug að við gætum byrjað að skrifa eitthvað í sameiningu, sögu eða eitthvað, og við féllumst á þetta form. Ég skrifaði nokkur fyrstu bréfin í bókinni, sendi honum, og svo tók hann við, og svo koll af kolli, þang- að til við vomm búnir að gera öllu fyrsta skólaárinu hans Kobba skil. Við gerðum þetta allt í gegnum tölvu- póst, og þetta tók ekki nema einhverjar tvær vikur, rétt fyrirjólin 1999. Ragnar: Að gera bók, hmmm... Satt að segja hefur okkur langað að gera bók ansi lengi. Bara svona til að gera bók, bókarinnar vegna. En hugmyndin að þessari bók varð til dálítið öðmvísi. Ég var fyrir mitt leyti síst af öllu að hugsa urn að þetta yrði bók þegar við byrjuð- um að skrifa hana. Það var í október í fyrra sem Oli sendi mér fyrstu bréfin í bókinni og þar sem ég var í prófum í Háskólanum var ég meira en lítið tilbúinn að skrifa nokkur bréf til baka (og taka mér þá pásu frá lestrinum). Þegar á leið vom bréfin orðin tæplega tvö hundruð og til var orðin bók. Hvernig gekk að fá hana útgefna? Ragnar: Hrikalega auðveldlega. Óli sendi Áma Áma- syni hjá Æskunni fyrirspum um möguleika á útgáfu. Ámi hvatti hann til að senda handritið inn, sem og hann gerði. Þeir lásu það og leist vel á. Við gerðum smávægilegar betrumbætur, skiluðum endanlegu hand- riti og gerðum útgáfusamning. Þetta var auðveldara en ap fá gluggasæti í flugvél. Óli: Við emm mjög ánægðir með að hafa fengið Æsk- una til að gefa hana út. Við fengum að hafa frjálsar hendur með allt sem við kom bókinni, þ.á.m. útlitið á henni, sem er okkar verk. Hvernig gengu skriftirnar? Ragnar: Ótrúlega vel. Allt sem Óli sendi mér var svo hryllilega fyndið að ég gerði mitt besta til að gjalda líku líkt. Ég milli, og svo annað sem enginn skilur, ekki einu sinni við. Ragnar: Við höfðum sent hvor öðrum sögur, Ijóð og fleira allt haustið. Þetta var af sama meiði. Bara gam- an. Hitt er svo annað mál að eftir því sem stjómmála- heimspekin varð leiðinlegri, jreim mun meiri hluta af deginum notaði maður í Svartaskóla. Það fóm oft margir póstar á milli sama daginn. Oft’ langt fram á nótt. Hver voru viðbrögð fjölskyldu og vina, þ.e. þegar þið ákváðuð að semja bók, eða vissi enginn hvað þið voruð að bralla? Óli: Við sögðum engum frá jressu. Við vomm í raun bara að skrifast á, ekki að skrifa bók, þannig að það var ekki frá miklu að segja hvort sem er. Það var ekki fyrr en seinna að fjölskyldan frétti þetta, og fékk að lesa upphaflega handritið.FIestir aðrir em að fá að lesa þetta í fyrsta skipti núna. Ragnar: Um jólin (minnir mig) prentuðum við nokkur eintök út og gáfum nokkmm útvöldum, árituð og allt. Sú útgáfa er nokkuð öðmvísi en endanlega gerðin. Allir sem lásu létu vel af, en við tók- um það mátulega alvarlega. Það þótti síð- an ósköp eðlilegt þegar fólk frétti af væntanlegri útgáfu. Það reyndi allavega enginn að telja okkur ofan af uppátækinu. Betra að fa sprakk úr hlátri í hvert sinn sem ég fékk frá honum póstinn og því var bæði gaman og auðvelt að skrifa. Auk þess var indælt að geta hætt að lesa um stjóm- málaheimspeki 20. aldar til að skrifa bókina. Einbeittuð þið ykkur algerlega að bókinni? Óli: Við gerðum þetta bara í fritíma okkar. Ragnar var á fullu í prófum í Háskólanum og var að vinna, og ég var sömuleiðis í skóla og vinnu. Við litum aldrei á þetta sem vinnu, við vomm aðeins að þessu okkur til skemmtunar, og þetta var skrifað handa okkur. Það er því margt þama sem er kannski einkahúmor okkar á Hafið þið fengið einhver viðbrögð eftir að hún y kom út? Óli: Þau viðbrögð sem við höfum fengið hafa verið rnjög góð. Flestum virðist þykja bókin áhuga- verð, og þeir sem hafa haft fyrir því að lesa hana hefur öllum þótt hún mjög fyndin. Kannski finnst félögum mínum héma hún fyndnari en öðmm, því þeir kannast við margt sem í henni er, og kannski eru þeir bara að vera kurteisir, en ég hef alla vega bara heyrt gotteitt um hana. Ragnar: Öll viðbrögð hafa verið jákvæð. Svo virðist sem allir sem á annað borð lesi bókina hafi gaman af henni. Enda á hún ekki að vera eitt uppblásið listaverk sem lesa þarf með tilheyrandi lotningu. Þetta er fyrst og fremst skemmtisaga og sem slík virðist hún hafa virkað. Ég get auðvitað ekki talað fyrir mig en allt sem Óli skrifaði er bæði fyndið og vel heppnað. Við ákváð- um strax í upphafi að selja okkur ekki eins og einhverj- ar portkonur. Við höfum ekkert reynt til að fá athygli. Óli var t.a.m. bara 16 ára þegar hann skrifaði hana og hann á síst minnihlutann í bókinni. Við gerðum bókina og allt sem henni hentar eins og við vildum hafa það, ekki þannig að það fengi mesta athygli og viðbrögð. En viðbrögðin hafa samt orðið nokkur, og öll góð. Nú bíð ég bara eftir bókadómunum. Mikið væri nú gaman ef við værum tættir í sundur. Það væri betra að fá dauðadóm en einhveija yfirlætisfulla velgju urn sniðuga bók hjá greyjunum sem eflaust myndi skemmta tölvukynslóðinni. Jakk! Stefnið þið á að skrifa fleiri bækur? Óli: Það er eiginlega ekkert ákveðið enn. Við eigum svo sem nógan efnivið í fleiri bækur, og núna nýlega byrjuðum við að skrifa nokkur bréf í Svartaskóla 2, bara svona til að sjá hvort viðfangsefnið væri enn áhugavert. Útkoman var bara nokkuð áhugaverð, svo hver veit nenia Svartiskóli II komi út fyrir næstu jól:). En ef við skrifum eitthvað verður það vegna þess að okkur langar til þess og frnnst það skemmtilegt. Það kemur ekki til mála að ég fari að skrifa einhverja klass- íska unglingasögu um stelpu sem er hópnauðgað um verslunarmannahelgina og fer svo í dópið. Það er til svo maigt skemmtilegra til að skrifa um, og ég held líka að fólk sé komið með leið á þessum sígildu „ung- lingabókmenntum", sem f flestum tilfellum eru ein- faldlega móðgun við unglinga og bókasmekk jreirra. Það má svo sem vel vera að Ragnar stefni á að skrifa „Kysst og knúsað", eða eitthvað í jreim dúr, en mér finnst það samt mjög ólíklegt:). Ragnar: Við stefnum allavega ekki á að gera það ekki. 20 JÓLABLAE VÍKURFRÉTTA 2 □ □ D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.