Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 33
A ðfangadagskvöldin
eru yndisleg og heilög
hjá mörgum fjölskyld-
um. Þá eru það hefð-
irnar sem gilda. Allt
þarf helst að vera eins
og það var í fyrra.
Okkur datt í hug að
kíkja í heimsókn til
húsmóður einnar hér á
Suðurnesjum og for-
vitnast um stússið hjá
henni á aðfangadag.
Systkinin, Bjarni, Kristjana Hanna og Jón Árni, voru að
skera út skemmtilegar tígúrur í piparkökudeig.
Ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum.
Inga vaknar snemma á aðfangadagsmorgun til að
undirbúa hátíðarkvöldverðinn.
Viðtal og myndir: Marta Eiríksdóttir
Qí
Inga Ámadóttir og Benedikt Jónsson, tannlæknir
eiga þrjú böm, þau Jón Ama, Bjama og Krist-
jönu Hönnu. A aðfangadag em allir uppteknir
við eitthvað. Inga vaknar snemma og byrjar strax
að undirbúa kvöldmatinn. Benni og bömin fara
einnig á stjá með pakka út í bæ og einhver jóla-
kort em borin út. Þegar hin hefðbundna jóladag-
skrá hefst í ríkissjónvarpinu klukkan hálf tvö þá
setjast krakkamir fyrir framan skjáinn og pabb-
inn læðist inn í herbergi, lokar á eftir sér og
pakkar inn jólagjöf handa elskunni sinni. Oft er
verið að læðupokast rétt fyrir jól með alls konar
pakka. Krakkamir koma foreldrum sínum jafn-
vel á óvart með handunnum gjöfúm úr skólan-
um. Já, jólin em engu lík.
Matseðill með sögu
Inga leggur á borð snemma um morguninn, tek-
ur fram fínasta matarstell fjölskyldunnar og
skreytir jólaborðið. Eftirvæntingin skín úr augum
bamanna sem sjá jólaborðið fínt og fallegt og
þau hlakka óskaplega til kvöldsins. Gestir láta sjá
sig með jólapakka til fjölskyldunnar og síðustu
jólakortin detta inn um bréfalúguna.
Inga segist njóta þess að undirbúa matinn og
sýður kartöflumar snemma dags.
Fjölskyldunni finnst best að hafa brúnaðar kart-
öflur með kjötinu og grænmeti. I forrétt hafa þau
alltaf spergilsúpu. Eftirrétturinn er algjör perla,
ævagömul hefð úr fjölskyldu Benna. Hann kall-
ast Hrísalammi en heitir auðvitað með réttu Ris a
la mande og kemur frá ömmu hans Margréti Ag-
nesi Helgadóttur.
,,Þessi réttur hefur verið á jólum svo lengi sem
Benni man eftir sér,“ segir Inga. „Amma hans
fékk þessa uppskrift frá Danmörku og bömunum
fannst nafnið vera Hrísalammi og hefur þcssi
réttur alltaf verið nefndur því nafni og er einung-
is búin til á jólum. Það verður að nota River rice
hrísgrjón í réttinn. Tímasetningin verður að vera
rnjög nákvæm og það verður að hræra á sérstak-
an hátt. Á meðan amma hans Benna lifði bjó hún
alltaf til risastóran pott af Hrísalamma og gaf
allri fjölskyldunni. Þá var farið á aðfangadag til
ömmu að sækja eftirréttinn í skál og þá átti ein-
ungis eftir að þeyta rjóma og bæta út í eftir
smekk og möndlu. Með þessu fylgdi alltaf
krækiberjasaft sem hún hafði einnig búið til um
haustið. Amma Magga hafði aldrei viljað gefa
neinum uppskriftina frá sér á meðan hún lifði því
hún hefur liklega ekki viljað sleppa þeirri hefð að
fá að búa til eftirréttinn handa allri fjölskyldunni.
Benni benti ömmu Möggu á að enginn kynni að
gera réttinn og það væri ekki hægt að uppskriftin
færi með henni í gröfina og bað því um upp-
skriftina hjá henni áður en hún dó sem hann og
fékk. Eg hef svo útfært uppskriftina enn frekar
með heitri karamellusósu. Benni var ekkert voða
hrifinn fyrst þegar hann kom heim til foreldra
minna á aðfangadagskvöld og bragðaði gtjóna-
grautinn okkar. Honum fannst vanta allt bragð
og vildi ólmur leyfa okkur að smakka á
Hrísalamma ömmu Möggu. Eftir þá smökkun
hefur hann einnig innleitt Hrísalamma í fjöl-
skyldunni minni. Við viljum ekki annað á að-
fangadag.
Síðasta klukkutímann fyrir kvöldmat fara allir í
fjölskyldunni í jólabað og gera sig klára. Ná-
kvæmlega klukkan sex setjumst við öll við mat-
arborðið ásamt gestum okkar, sem eru bróðir
minn, kona hans og stundum foreldrar mínir. Þá
er hlustað á hátíðarmessu á gömlu gufunni og
allir em í hátíðarskapi. Eftir kvöldmat er gengið
frá en bömin fá að opna einn lítinn pakka strax
til að létta aðeins á spennunni. Þegar búið er að
ganga ffá þá setjumst við öll við jólatréð og
bömin lesa á pakkana. Kvöldið líður svo með
kvöldkaffi og heimatilbúnu konfekti.
Á jóladag hefur alltaf verið hefð fyrir því í fjöl-
skyldu Benna að fara í messu í Innri-Njarðvíkur-
kirkju klukkan ellefu um morguninn. Mamma
hans Kristjana Kjeld var ættuð þaðan og hefur
þessi hefð ríkt síðan hún var og lifði. Það er nota-
leg stund á jóladagsmorgun."
Lesendur fá nú uppskriftir að matseðli fjölskyld-
unnar á aðfangadag sem em útfærðar að hætti
Ingu:
FORRETTUR
Uppbökuð spergilsúpa;
Smjör og hveiti brætt í potti
nota safann úr spergildósinni (Green gigant)
þynnt með uppleystum grænmetiskrafti
rjóma bætt út í og spergli síðast.
AHALRÉITUR
Svínahamborgarahryggur látinn liggja í rauðvíni í pottinum
frá morgni þar til klukkan er fjögur en þá er vatni bætt
í pottinn og hryggurinn soðinn í eina klukkustund.
-Hrærður gljái
úr ananassafa, púðursykri og grófkornuðu sinnepi.
Þessu er penslað á hrygginn og hann bakaður
í opinni skúffu á 180°C í 30 mínútur.
BRUNAÐAR KARTOFLUR
Sykur bræddur í hrúgu á pönnu,
hrært saman þar til allt er bráðnað.
Þá er rjómi hrærður saman við og heilar
smáar kartöflur steiktar í sykurbráðinni.
SÓSAN
smjör og hveiti brætt í potti
kjötsoðinu bætt út í og bragðbætt með rjóma.
Borið fram með blönduðu grænmeti
og fersku rjómalöguðu ávaxtasalati.
KFIIRRKTTUR
borin fram með heimatilbúnu
krækiberjasafti
Hrísalammi (Ris a la mande)
River rice hrísgrjón soðin upp í vatni
en síðan er mjólk bætt út í
heilar vanillustangir settar út í
(en áður er skatið innan úr þeim og
það einnig sett ofan í pottinn)
þeyttur rjómi settur út í eftir smekk og ómissandi mandlan.
Heit karamellusósa höfð með.
Verðlaun í boði fyrir heppinn finnanda möndlunnar!
Verði ykkur öllum að góðu og gieðileg jól!
JDLABLAB
VÍKURFRÉTTA
2 D 0 0
33