Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 66
Keflavíkurverktakar
ngibjörg og Adda Guðrún fyrir framan dúkkuhúsið
með fínu Barbie-dúkkurnar sínar.
HETJUSAGA
- framhald
„Fyrsta orðið sem hún sagði
við mig var „pabbi“, segir
Gylfi Jón og andlit hans ljómar
jjegar hann rifjar upp þessa
stórkostlegu stund. „Svo kom
þetta bara aftur.“
Þegar Ingibjörg byrjaði að tala
vissi enginn hvort það væri
eitthvað á bakvið orðin, hvort
hún jiekkti foreldra sína í raun
og veru.
„Við spurðum hana út úr og
komumst að því að hún vissi
hvað hún væri að segja, hún
þekkti okkur“, segir Gyða
brosandi og lítur á Gylfa Jón.
Ingibjörg er er ennþá að læra
en hún þurfti að læra allt upp á
nýtt. Hún fór strax í iðjuþálfun
og sjúkraþjálfun og gengur
rosalega vel, enda dugleg stel-
pa. „Við viljum nota tækifærið
og þakka hinum fjölmörgu
sem hugsuðu til okkar í veik-
indunum, fyrir stuðninginn.
Einnig viljum við þakka öllu
starfsfólki Landspítalans sem
kom að hjúkrun Ingibjargar
fyrir frábær störf. Það er krafta-
verk að hún hafi náð sér svona
vel og okkur finnst við vera
ótrúlega heppinn. Það var stór
stund hjá okkur þegar hún fór í
skólann í fyrsta skipti eftir
veikindin. Við bjuggumst ekk-
ert endilega við að hún gæti
það aftur. Hún stendur sig eins
og hetja. Hún er ennþá í fram-
för en það er talað um að það
taki a.m.k. ár að ná þeirri fæmi
sem hún hafði áður. Veikindin
hafa fært okkur öll nær hvort
öðru og við höfum lært að vera
ekki að ergja okkur á smáatrið-
um. Við erum hamingjusöm
með að hafa hvort annað og
bömin okkar. Þessi lífsreynsla
hefur kennt okkur að það skipt-
ir kannski ekki öllu máli hvaða
spil maður fær á hendi í lífinu,
heldur hvemig maður spilar úr
þeim spilum sem manni eru
gefm.“
farsælt komandi
Raftækjavinnustofan Geisli.
Stúdíó Huldu
Nesprýði ehf.
6B
JÚLABLAB
VÍKURFRÉTTA
2 0 D 0