Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 55

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 55
Leikskólamál í Reykjanesbæ til umræðu í bæjarstjórn: HjaHatún virðnr heilsdansskdli —c farsœtt íwmanái ár. SPöfSam samsfiptin J J • aannu sem er að Cíða. farsœíi Homanáí ár (iófáum vicisfiiptin á (iinum árum. Sigurður Markússon og fjölskylda. Málefni nýja leikskól- ans í Njarðvík, Hjallatúns, voru til umræðu á fundi bæjarstjóm- ar Reykjanesbæjar fyrir stuttu. Skóla- og fræðsluráð hafði lagt til að skólinn verði heilsdagsskóli, að uppsagnar- frestur á vistunartíma verði 3 mánuðir og að opnunartímar skólans yrðu skoðaðir m.t.t. bættrar þjónustu. Bæjarráð samþykkti tillögurnar á fundi 16. nóvember sl. en bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu ráðsins um upp- sagnarfrest aftur í bæjarráð en hinar tillögurnar voru samþykktar. Kristmundur Asmundsson (S) sagði að ef Hjallatún yrði heils- dagsskóli, sem talið er mun betra fyrir bömin, þá yrði að endurskoða fyrirkomulag í hin- um skólunum þar sem þjónusta skólanna yrði að vera sambæri- leg. Kristmundur mótmælti til- lögu ráðsins um að lengja upp- sagnarfrest úr einum mánuði í þrjá mánuði og sagði að það gæti komið sérstaklega illa nið- ur á t.d. einstæðum mæðrum og efnaminna fólki sem væri í ótryggri vinnu. „Auðvitað myndi þetta skapa meiri stöð- ugleika fyrir reksturinn en ég tel að hagsmunir neytenda vegi þyngra“, sagði Kristmundur. Hann lagði til að tillögu um lengdan uppsagnarfrest yrði vísað í bæjarráð og var það samþykkt. Hvað varðar að end- urskoða opnunartíma leikskól- ans, þ.e. starfsdaga, sumarlok- anir o.fi., sagðist hann styðja þá tillögu því þjónusta leikskólans yrði að fara saman við hags- muni atvinnulífsins. Kristján Gunnarsson (S) tók undir með flokksbróður sínum og bætti við að það væri „skepnuskapur" af hálfu stjóm- valda ef uppsagnarfrestur yrði lengdur í þrjá mánuði. Kristján sagðist einnig telja að það yrði íþyngjandi fyrir fólk ef einung- is yrði boðið upp á heilsdags- vistun. „Fólk hefur kannski ekki þörf fyrir eða efni á heils- dagsvistun, en tekur samt plássið því annað er ekki laust", sagði Kristján. Ellert Eiríksson (D) sagði að heilsdagsvistun væri hugsað sem tilraun en í byrjun mun verða boðið upp á syeigjanleg- an vistunartíma. „Eg held að þetta muni koma vel út en fólk sem er t.d. að bíða eftir heils- dagspiássi, en er með börnin sín á öðmm leikskóla, getur þá fært sig yfir á Hjallatún og þá losnar um leið pláss annars staðar fyrir böm sem ekki þurfa heilsdagspláss“, sagði Ellert. Hann taldi þarft verk að endur- skoða opnunartíma og koma þar með betur til móts við íbúa. „Margir hér á svæðinu vinna vaktavinnu. Opnunartíminn 8- 16 hentar því oft illa og fólk þarf þá oft að leita tii dag- mæðra og ættingja til að fylla í eyðumar. Ég tel því alls ekki óraunhæft að skoða betur hvort einn leikskóli geti haft annan opnunartíma en hinir og þjón- ustað íbúana betur. Mér finnst þetta góð tillaga hjá ráðinu og skref í að aðlaga okkur að raunverulegum aðstæðum“, sagði Ellert. Björk Guðjónsdóttir (D) tók undir orð Ellerts og sagði þess- ar tillögur tvímælalaust vera leið inní nútímann. „Sam- kvæmt því sem ég kemst næst er auðveldara að fá starfsfólk á heilsdagsdeildir. Fólk mun geta fært sig á milli skóla eftir því hvort það er að sækjast eftir heil- eða hálfsdagsvistun. Mér finnst að við eigum að prófa jtetta í einum skóla til að byija með og endurskoða opnunar- tíma, þannig að íbúar geti verið sáttir við hann“, sagði Björk. Lausar stöður lögreglumanna Lausar eru til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna við embætti sýslumannsins í Keflavík. Umsóknum skal skilað til sýslumanns, Jóns Eysteinssonar. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn, veitir nánari upplýsingar um stöðurnar. Uinsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Keflavík, 4. desember 2000. Sýslumaðurinn í Keflavík, Jón Eysteinsson, Vatnsnesvegi 33, Keflavík. JÓLABLAB VÍKURFRÉTTA 2 □ 0 0 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.