Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 55
Leikskólamál í Reykjanesbæ til umræðu í bæjarstjórn:
HjaHatún virðnr
heilsdansskdli
—c
farsœtt íwmanái ár.
SPöfSam samsfiptin
J J •
aannu
sem er að Cíða.
farsœíi Homanáí ár
(iófáum vicisfiiptin á
(iinum árum.
Sigurður Markússon
og fjölskylda.
Málefni nýja leikskól-
ans í Njarðvík,
Hjallatúns, voru til
umræðu á fundi bæjarstjóm-
ar Reykjanesbæjar fyrir
stuttu. Skóla- og fræðsluráð
hafði lagt til að skólinn verði
heilsdagsskóli, að uppsagnar-
frestur á vistunartíma verði 3
mánuðir og að opnunartímar
skólans yrðu skoðaðir m.t.t.
bættrar þjónustu. Bæjarráð
samþykkti tillögurnar á
fundi 16. nóvember sl. en
bæjarstjórn samþykkti að
vísa tillögu ráðsins um upp-
sagnarfrest aftur í bæjarráð
en hinar tillögurnar voru
samþykktar.
Kristmundur Asmundsson (S)
sagði að ef Hjallatún yrði heils-
dagsskóli, sem talið er mun
betra fyrir bömin, þá yrði að
endurskoða fyrirkomulag í hin-
um skólunum þar sem þjónusta
skólanna yrði að vera sambæri-
leg. Kristmundur mótmælti til-
lögu ráðsins um að lengja upp-
sagnarfrest úr einum mánuði í
þrjá mánuði og sagði að það
gæti komið sérstaklega illa nið-
ur á t.d. einstæðum mæðrum
og efnaminna fólki sem væri í
ótryggri vinnu. „Auðvitað
myndi þetta skapa meiri stöð-
ugleika fyrir reksturinn en ég
tel að hagsmunir neytenda vegi
þyngra“, sagði Kristmundur.
Hann lagði til að tillögu um
lengdan uppsagnarfrest yrði
vísað í bæjarráð og var það
samþykkt. Hvað varðar að end-
urskoða opnunartíma leikskól-
ans, þ.e. starfsdaga, sumarlok-
anir o.fi., sagðist hann styðja þá
tillögu því þjónusta leikskólans
yrði að fara saman við hags-
muni atvinnulífsins.
Kristján Gunnarsson (S) tók
undir með flokksbróður sínum
og bætti við að það væri
„skepnuskapur" af hálfu stjóm-
valda ef uppsagnarfrestur yrði
lengdur í þrjá mánuði. Kristján
sagðist einnig telja að það yrði
íþyngjandi fyrir fólk ef einung-
is yrði boðið upp á heilsdags-
vistun. „Fólk hefur kannski
ekki þörf fyrir eða efni á heils-
dagsvistun, en tekur samt
plássið því annað er ekki
laust", sagði Kristján.
Ellert Eiríksson (D) sagði að
heilsdagsvistun væri hugsað
sem tilraun en í byrjun mun
verða boðið upp á syeigjanleg-
an vistunartíma. „Eg held að
þetta muni koma vel út en fólk
sem er t.d. að bíða eftir heils-
dagspiássi, en er með börnin
sín á öðmm leikskóla, getur þá
fært sig yfir á Hjallatún og þá
losnar um leið pláss annars
staðar fyrir böm sem ekki þurfa
heilsdagspláss“, sagði Ellert.
Hann taldi þarft verk að endur-
skoða opnunartíma og koma
þar með betur til móts við íbúa.
„Margir hér á svæðinu vinna
vaktavinnu. Opnunartíminn 8-
16 hentar því oft illa og fólk
þarf þá oft að leita tii dag-
mæðra og ættingja til að fylla í
eyðumar. Ég tel því alls ekki
óraunhæft að skoða betur hvort
einn leikskóli geti haft annan
opnunartíma en hinir og þjón-
ustað íbúana betur. Mér finnst
þetta góð tillaga hjá ráðinu og
skref í að aðlaga okkur að
raunverulegum aðstæðum“,
sagði Ellert.
Björk Guðjónsdóttir (D) tók
undir orð Ellerts og sagði þess-
ar tillögur tvímælalaust vera
leið inní nútímann. „Sam-
kvæmt því sem ég kemst næst
er auðveldara að fá starfsfólk á
heilsdagsdeildir. Fólk mun geta
fært sig á milli skóla eftir því
hvort það er að sækjast eftir
heil- eða hálfsdagsvistun. Mér
finnst að við eigum að prófa
jtetta í einum skóla til að byija
með og endurskoða opnunar-
tíma, þannig að íbúar geti verið
sáttir við hann“, sagði Björk.
Lausar stöður
lögreglumanna
Lausar eru til umsóknar fjórar stöður
lögreglumanna við embætti
sýslumannsins í Keflavík.
Umsóknum skal skilað til
sýslumanns, Jóns Eysteinssonar.
Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn,
veitir nánari upplýsingar um stöðurnar.
Uinsóknum skal skilað á sérstökum
eyðublöðum sem fást hjá
öllum lögreglustjórum.
Konur jafnt sem karlar eru
hvattar til að sækja um.
Keflavík, 4. desember 2000.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
Jón Eysteinsson,
Vatnsnesvegi 33, Keflavík.
JÓLABLAB
VÍKURFRÉTTA
2 □ 0 0
55