Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 10
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 Krabbameinsfélagsins JK Vegalengd 3,5 og 7,0 km. Verður í Reykjanesbæ fimmtudaginn 6. júní2002 kl. 19. Skráning þann dag á skrifstofunni Hringbraut 99, Keflavík kl. 13-17 og kl. 18.301/ið Sundmiðstöðina Sunnubraut. Allir fá bol og viðurkenningapening. Verðlaun og happdrætti. Suðurnesjabúar, setjum þátttökumet. Styrktaraðili: íslandsbanki j Ferðalausnir ehf. er fyrirtæki á Akureyri sem rekur upplýsinga- bókunar og verslunarvefinn www.visit.is. Við hjá Ferðalausnum óskum eftir að semja við tengilið eða samstarfsaðila í hlutastarf til að kynna vefinn fyrir ferðabjónustuaðilum og handverksfólki á sínu svaeði, afla efnis um áhugaverða staði og uppfaerslu vegna breytinga. Æskilegt er að viðkomandi þekki til ferðabjónustunnar og hafi einhverja þekkingu á tölvuvinnslu. Upplýsingar gefur markaðsstjóri í síma 460 5715 eða með tölvupósti visit@visit.is Frambjóðendur F-Iistans í Garði, þakka veittan stuðning og traust í kosningunum þann 25. maí 2002 SKÓLAMÁL Nemendur af Suð- urnesjum lægstir í þremur fögum Einkunnir samræmdra prófa 10. bekkja voru gefnar út ídag. Nemendur af Suður- nesjum komu verst út í þremur fógum, en það eru náttúrufræði, stærðfræði og íslenska. Hæsta einkunn í stærðfræði var hjá ná- grannaskólum Revkjavíkur með 5,8 en Suðurnesin ráku lestina með einkunnina 4,9. Þetta er þriðja árið í röð sem samræmd próf koma sýni- lega illa út á Suðumesjum en nánar má kynna sér niður- stöðumar á vef námsmats- stofnunar www.namsmat.is. Þeir sem útskrifuðust eftir þennan fyrsta áfanga eru: Haukur Kristófersson, Freddý Söderberg, og Árni V. Magnússon . Þrír nemendur úr Byrg- inu Ijúka áfanga úr FS rír nemendur úr hópi þeirra sem eru í lang- tíma endurhæfingar- meðferð í Rockville, luku 1. áfanga í lífsleikni 103, 6. maí sl. í janúar hófst skólastarf í Byrginu á vegum Fjölbraut- arskóla Suðurnesja og var um að ræða nokkurs konar tilraunaverkefni. Kennt hefur verið í Rockville tvisvar í viku, mánudaga og miðviku- daga, og hafa kennararnir Marta Eiríksdóttir og Þor- valdur Sigurðsson frá F.S. séð um kennsluna undir stjórn Ólafs J. Arnbjörnssonar skólameistara. Verkefnið gekk vonum framar og þann 24. maí s.i. var svo haldið upp á útskrift þriggja nemenda í Rockville. I því til- efni kom Ólafúr J. Ambjöms- son skólameistari F.S. í Rockville ásamt kennumm, af- henti prófblöð og talaði til meðferðarhópsins, alls um 60 manns, sem var saman komin í samkomusal Rockville. Áætlað er að skólastarf hefjist aftur í september n.k., og verð- ur þá væntanlega bætt við fleiri fögum. Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins segir að skólastarfið s.l. vetur hafi haft sterk jákvæð áhrif á með- ferðarárangur þeirra sem stunduðu námið svo og á með- ferðarstarfið í heild. Þeir sem útskrifuðust eftir þennan fyrsta áfanga eru: Haukur Kristófersson, Freddý Söderberg, og Ámi V Magnús- son. Byrgið vildi nota tækifærið og þakka Fjölbrautaskóla Suður- nesja fyrir framlag þeirra til staifseminnar og fyrir ánægju- legt samstarf. Bfoiyltu í fréttaflutningi frá Suðurnesjum! Öflugasti fréttamiðill Suðurnesja er www.vf.is Vefsíðan hefur fengið nýtt útlit • Auglýsingasíminn er 421 4717 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.