Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 stuttar FRETTIR Kærður fyrir líkamsárás Lögreglunni í Keflavík hefur borist ákæra vegna líkamsárás- ar sem átti sér stað í Reykjanes- bæ um miðja síðustu viku. Hjólabrettaæðið heldur áfram í Reykjanesbæ Nýir hjólabrettapallar voru sett- ir upp í Innri-Njarðvik i síðustu viku íýrir neðan leikskólann Holt. Krakkamir í Innri-Njarð- vík sendu beiðni til Iþrótta-og tómstundarráðs um gerð slíkra palla og höfðu þau skrifað und- ir undirskriftarlista sem fylgdi með. Ekki hefur verið tekin á- kvörðun um formlega vígslu á hjólabrettapöllunum en upp- setningin var í samráði við krakkana þar. Kostnaður, með undirvinnu o.fl., var um tvær milljónir króna. Lyklarnir af kjör- kössunum úti í bæ! Skondin staða kom upp í í- þróttahúsinu í Njarðvík við talningu atkvæða í sveitar- stjómarkosningunum. Þegar átti að fara að telja síðustu at- kvæðin upp úr kjörkassanum kom í ljós að lyklamir af köss- unum vom ekki til staðar. Þeir höfðu gleymst úti í bæ! Formaður kjörstjómar brást fljótt við og var snöggur að sækja lyklana, þannig að taln- ing gæti haldið áfram i Ljóna- gryfjunni. B Sl B FRÉTTIR www.vf.is Glænýsíða á Netinu! FRÉTTIR Reykjanesbær Framboð Atkvæði Hlutfall Fj. fulltrúa B-listi 872 13,4% 1 D-listi 3.386 52,0% 6 S-listi 2.154 33,1% 4 Auð og ógild 104 Greidd atkv. 6.516 Á kjörskrá 7.683 Kjörsókn 84,8% Fulltrúar: B-listi, Framsóknarflokkur. Kjartan Már Kjartansson. D-listi, Sjálfstæöisflokkur. Árni Sigfússon, Böövar Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Steinþór Jónsson, Þorsteinn Erlingsson, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir. S-listi, Samfylking, Jóhann Geirdal, ÓlafurThordersen, Guðbrandur Einarsson, Sveindís Valdimarsdóttir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í kosningum í Reykjanesbæ: Árni Sigfússon næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ samkvæmt loka- tölum sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru á laugardag.. Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut 51,96% atkvæða og sex bæjar- fulltrúa af 11 og vann einn af Framsóknar- flokki. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 872 at- kvæði eða 13,38% og einn mann kjörinn og S-listi Samfylkingarinnar 2154 atkvæði eða 33,06% og fjóra menn. Auðir og ógild- ir seðlar voru 104 eða 1,6%. Alls greiddu 6.516 manns atkvæði í Reykjanesbæ eða 84,81% af þeim sem voru á kjörskrá. ODDVITARNIR TJA SIG UM URSLITIN Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hlaut hreinan meirihluta í kosningunum á laugardag. Framsóknarflokk- urinn missti einn mann úr bæjarstjórn en Samfylkingin stendur í stað og heldur fjór- um mönnum inni. Næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður Árni Sigfússon en hann mun formlega taka við bæjarstjórastólnum 18. júní. Víkurfréttir ræddu við oddvita flokkanna eftir að úrslit lágu fyrir. Árni Sigfússon „Eg er hæstánægður með niður- stöðumar. Þetta þýðir það að við getum framfylgt stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna sem við höfúm kynnt og munum við standa við okkar orð í baráttunni. Ég átti alls ekki von á þessu, við lögðum von- ir við fimmta mann en þetta er mjög góður árangur og vil ég koma á framfæri þökkum til allra kjósenda og einnig þeirra sem stóðu með okkur í þessari baráttu,“ sagði verð- andi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigrfús- son, í samtali við Víkurfréttir. Kjartan Már Kjartansson „Ég vil óska Sjálfstæðismönnum til hamingju með sigurinn. Það er ljóst að bæjarbúar hafa fallist á að veita Sjálfstæðisflokk fúllt umboð til að stýra bæjarfélaginu. Þetta em að vissu leyti vonbrigði fyrir okkur en Framsóknarflokkurinn er elsti flokkur landsins og hefur gengið í gegnum margt, og því erum við hverrgi af baki dottnir“. Kjartan vildi að lokum koma á ffamfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg fyrir Framsóknarflokkinn í þessum kosn- ingum. Jóhann Geirdal „Stjórnmálamenn verða að geta tekið kosningum. Það væri óæski- legt ef við gerðum það ekki því niðurstaðan er vilji kjósenda og því verðum við auðvtiað að virða það. Ég vil auðvitað óska Ama til hamingju með úrslitin. Eitt er þó víst að þetta verður örlagaríkt fyrir Framsóknarflokk. Að lokum vil ég þakka ölllum þeim kjósendum sem kusu okkur en samstaða hópsins og andi var til fyrirmyndar. Stærsti sigur- inn finnst mér þó vera hin öfíuga hreyfing ungra jafnaðarmanna sem var rnjög ötul í starfi og flokkur með slíka hreyfingu ungs fólks á bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði oddviti Samfylkingar- innar Jóhann Geirdal. ÚRSLIT í MINNI SVEITARFÉLÖGUNUM Úrslit sveitarstjómarkosninganna i öðrum sveitar- félögum á Suðumesjum en Reykjanesbæ er að finna aftar í Víkurfféttum í dag. Þar er greint ffá útslitum í máli og á mynd- rænan hátt. Einnig má nálgast upplýsingar um sveitarstjómarkosningamar á www.vf.is , Útgefandi: U||l| in Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, : * IIVwR Grundarvegi 23, 260 Njarðvík FRETTIR Stmi 421 4717 (10 linur) • Fax 421 2777 Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: Timarit Víkurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Vikurfrétta. Ritstjóri og ábm.: Pált Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson sjabbi@vf.is, Snorri Birgisson snorri@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Stefan Swales stefan@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.