Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 30. maí 2002 stuttar F R É T T I R Sinubrunar í Svarts- engi og við Lónið Slökkviliðinu í Grindavík hefur að undanfömu borist útköll vegna sinubruna í Svartsengi og í kringum Bláa Lónið. Ás- mundur Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Grindavík sagði i samtali við VíkurfTéttir í morgun að honum fyndist mjög líklegt að þama hefðu ferðamenn verið að kveikja í sinu, þóhafi það ekki fengist staðfest. Ásmundur sagði einnig að það væri alltof títt að sinueldur blossi upp í kringum þessi svæði yfir sum- artímann. Þegar kveikt er í sinu er fuglalíf í mikilli hættu og er því mjög ó- æskilegt að kvekja í sinu hvort sem það er fjær þyggðarlagi eður ei. Skrautlegir boðberar sumars! Sumarið er að koma með full- um krafti. Gróðurinn hefur tek- ið mikinn kipp síðustu daga og flest tré em orðin græn og fólk er jafhvel farið að slá garða sína. Það eru einnig fleiri vor- boðar á ferðinni þessa dagana. Þessi fluga brosti við vorinu þegar Ijósmyndari Víkurfrétta var í návígi við hana með myndavélinni. Sem betur fer var gler á milli flugu og ljós- myndara, enda flugan ekki sak- leysisleg að sjá. Tveimur bifreiðum stolið í Reykjanesbæ Tveimur biffeiðum var stolið í Reykjanesbæ í síðustu viku. Um kiukkan níu á miðviku- dagskvöldið var bifreið stolið í Njarðvík. Lögreglumenn í Hafharfirði urðu síðan bifreið- arinnar varir við Öldugötu í Hafnarfirði og náðu bílþjófnum á hlaupum. Þá var bifreið stolið þar sem hún stóð í lausagangi fyrir utan hús í Keflavík. Eigandi bílsins hafði bmgðið sér frá í nokkrar mínútur, en þegar hann ætlaði að vitja um bifreið sina að nýju var hún horfin. Bíllinn fannst nokkm síðar og vegfarandi gat gefið greinargóða lýsingu á þeim sem var á bílnum. Hann reyndist ölvaður. Fréttir af www.vf.is TÍR undirritar samninga upp á 26 milljónir Tómstunda- og íþrótta- ráð Reykjanesbæjar undirritaði fyrir helgi santninga sem TÍR hefur gert við hin ýmsu félög og klúbba. Ráðið hefur sam- þykkt að gera 19 samninga við aðila sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi í Reykja- nesbæ og voru tólf þeirra undirritaðir í Skátahúsi Heiðabúa í gærkt öld. Búið var að undirrita sjö samn- inga áður, en það vom samn- ingar við knattspymudeildimar í Keflavík og Njarðvík um rekstur íþróttasvæða. Samning- ar um umsjón öskudags- skemmtunar við foreldrafélag Tónlistarskólans. Samningur um húsaleigustyrk við Pútt- klúbb Suðumesja og samning- ur við Björgunarsveitina vegna þrettándabrennu og flugelda- sýningar. Álls hljóða samningar TIR upp á 26 milljónir en þá var einng ákveðið að afhenta Jóhanni R. Kristjánssyni fjárstyrk vegna undirbúngs hans og þátttöku á Heimsmeistaramótinu í borð- tennis sem fram fer í Taiwan nú í sumar. Þá hefur ráðið einnig undirritað aðra samn- inga sem tengjast verkefnum ráðsins, meðal annars við lög- reglumenn í Keflavík urn eyð- ingu vargfugls og samning um eyðingu minka og refa. Alls hljóða samningar TÍR upp á 26 milljonir en þá var einng ákveðið að afhenta Jóhanni R. Kristjánssyni fjárstyrk vegna undirbúngs hans og þátttöku á Heimsmeistaramótinu í borð- tennis sem fram fer í Taiwan nú í sumar. Myndir: Gísli Jóhannsson spurning! Hefur þú tekið þátt í skoðanakönnun vikunnar á www.vf.is ? 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.