Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 efiii innan grunnskólans - bömin að fyigjast með afrakstri eigin verka. Þetta er að takast núna. Við hjá Skógræktarfélaginu höf- um farið í alla skólana og tekið málið upp með kennurum. Skóg- rækt verður tekin inn í námsskrá grunnskólans. Heiðarskóli er til dæmis þegar búinn að leggja gmnn að þessu með söftiun námsgagna og hefur hafið rækt- unarstarfið. Með skógrækt er hægt að kenna hin ýmsu svið nátturvísindanna. Ein planta sem fylgst er með getur skapað óend- anlegt hugmyndaflug varðandi námsefni. Eg hlakka til að sjá þetta ganga upp“. Sjúkrahúsið á marga möguleika á að þróast Þegar umræðan berst að sjúkra- húsinu er Konráð á heimavelli. „Hér sé ég marga möguleika og ef maður fær eldmóð með sér, sem sér þetta sömu augum, þá er þessi keppni, sem maður er alltaf að heyja, auðveldari. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðumesja er tvíþætt. Heilsugæslan starfar samkvæmt lögum. Þar fer fram grunnþjónusta við alla og vissu- lega er ágæti hennar háð starfs- fólkinu. Hér hefur mikið unnist á síðustu ámm og lögð hefur verið áhersla á ný verksvið. I heima- hjúkrun er t.d. frábært starf unnið af heilsugæslunni. Fólk erþar þjónustað á sínum heimilum og markmiðið að halda því heima VÍ KU RFRÉTTA-VIDTALIÐ eins lengi og hægt eri‘. í dag eru um átta manns sem sinna heima- þjónustunni sem á mikið sam- starf við sjúkrahússviðið. „Sam- setning lækna við fyrirtækið hef- ur aldrei verið eins góð. Megin- þorri þeirra eru nýútskrifaðir læknar erlendis frá. Þeir hafa mikla þekkingu og koma með ný viðhorf og tíðaranda. Andrúms- loflið er yndislegt á stofnuninni og hér er gott að starfa. Innan Heilbirgðisstofhunar Suðumesja er engin andúð eða veggjatal. Tíðarandinn er sá að hér em menn hreinir og beinir og hver leggur sitt til“. Eftirsótt sérfræðiþjónusta -Sérffæðiþjónusta á Heilbrigðis- stofhun Suðumesja hefur getið sér gott orð. Við heyrum reglu- lega af einstaklingum utan svæð- is sem koma hingað til að sækja sérþjónustu? „Sérfræðiþjónustan byggir á einstaklingum sem velj- ast til að sinna henni og þeim orðstír sem hver og einn skapar og því umhverfi sem sérfærði- þjónustan er starfrækt í, í því mikla framboði sem er á sér- ffæðiþjónustu í landinu. Sérffæð- ingar em sjálfstæðir og þeir velja hvar þeir starfa, hvort sem er úti í bæ eða á stofhunum. Fólk getur valið um sérffæðiþekkingu hvar sem er. Við emm í samkeppni og ítrustu kröfur em gerðar til okkar um gæði. Það er auðvelt að nálg- ast þessa sérfærðiþjónustu annars staðar. Það er ffamtiðarmarkmið okkar á Heilbrigðissofnun Suð- umesja að hlúa að því sem við emm að gera. I dag er mikið um að fólk leiti hingað annars staðar aflandinu-þaðervel. - Hvaða þjónustu er fólk að sœkja hingað? „Það er mikið um háls-, nef- og eymaaðgerðir hér. Læknirinn er líka með stofu í bænum og hefur skapað sér orðspor sem dregur fólk hingað suður með sjó. Þá er nýkominn bæklunarlæknir sem vinnur bæði hér og í Fossvogi. Hann er nýfluttur ffá Svíþjóð og hans orðstír er langt umffam þessa svæðis. Þvagfæraskurð- læknir hefur nú starfað hér í ár og em umsvif hans stöðugt að aukast. Starfandi skurðlæknir hefur getið sér gott orð vegna á- kveðinna aðgerða sem hann ffamkvæmir. Þá hafa konur verið að koma annars staðar ffá vegna kvensjúkdómavandamála, m.a. vegna þvaglekavandamála. Við höfum verið að gera aðgerðir hér, fyrstir allra á Islandi, sem flestir í heiminum em að aðhyllast í dag. Fjórtán af hundraði kvenna em með þvaglekavandamál og þær koma hingað víða af landinu til að leita sér hjálpar. Þetta er á- kveðin þjónusta sem sóst hefur verið eftir og við getum veitt". Hliðiö að umheiminum er rétt hjá okkur í máli Konráðs kemur ffam að innan Heilbrigðisstofnunar Suð- umesja fer ffam starf sem hægt er að bjóða miklu fleirum. „Það er hægt að útfæra sérffæðiþjón- ustuna,“ segir Konráð. „Hliðið að umheiminum er rétt hjá okkur. Heilbrigðisþjónusta hér er ódýr- ari en í flest öllum öðrum vest- rænum löndum. Þá er fjölbreytt þjónusta í kring. Heilsuhælið í Hveragerði og að sjálfsögðu Bláa lónið. Við eigum að geta gert miklu betur í dag en við erum að gera og þetta hefur margfeldisá- hrif. Við drögum til okkar fleiri menntaða menn og konur. Sköp- um meiri atvinnu og ímynd okk- ar eykst,“ segir Konráð. - Hvernig markaðssetjum við okkur elendis? „Fyrst þarf að vinna verkið hér heima, skapa umhverfið. Starfs- umhverfi skurðstofiinnar í dag er óásættanlegt. Ein skurðstofa í sæmilegu standi og önnur fyrir minniháttar aðgerðir sem ekki þarfhast svæfingar. Við notum sömu uppvöknun fyrir þá sem eru að koma úr aðgerð og þá sem eru að koma í aðgerð. Við höfiim hins vegar búið við þetta ástand lengi og pínulítið sætt okkur við það. Það er ekki gott að koma með bam í aðgerð og mæta öðru með kokslöngur eða ælandi sem er að koma úr aðgerð. Við viljum oft bera okkur saman við aðra. Akranes er ágætt dæmi. Þar hefur heiibrigðisþjónustan byggst upp mun markvísara. Þar hafa margir eldhugar starfað. A meðan við vorum að kljást við ó- einingu innan stofhunarinnar, ríkti þar tíðarandi sem ég finn fyrir að er að byggjast upp hér í dag. Akumesingar em ófeimnir að segja að þeir ætli að byggja upp bestu fæðingardeild á land- inu. Þeir em stolltir af skurðstof- unum sínu. Þetta getum við líka gert“ segir Konráð og bætir við: „Þegar þessari uppbyggingu er lokið þá forum við út í umheim- inn. Þá bjóðum við bandarískum þegnum að koma til íslands og fá bót meina sinna. Það er ekkert sem hindrar okkur. Það em óend- anleg tækifæri í þessa átt. Við getum markaðssett okkur eins og Bláa lónið. Við emm samkeppn- ishæf en á lægra verði. Við fáum fleira menntað fólk hingað og mannauður mun aukasf‘. Möguleikar D-álmunnar miklir - Hvað þarf aó gera til að þessir draumar verið aó veruleika? „Ég horfi til 3. hæðar D-álmunn- ar um að þar verði byggðar tvær skurðstofiir. Menn innanhúss em samhljóma en ráðamenn verða að samþykkja það. Við verðum að kanna jarðveginn á meðan við bíðum. Kannski væri rétt leið að tala við MOA að markaðssetja sjúkrahúsið og kanna hæfa leið á meðan ákvarðanir verða teknar. Konráð talar um að byggðar verði tvær skurðstofur, þar af önnur sérstaklega fyrir bæklunar- aðgerðir og sú þriðja minni. Starfsaðstaða fýrir starfsfólkið verði einnig bætt til muna en í dag er hún 9 ferm herbergi þar sem áhöld em þvegin, sótthreins- uð og pakkað um leið og starfs- fólkið er að nærast, allt á þessum fáu fermetmm. Fólk beinlínis sit- ur hvert á öðm. „ Við þurfum að geta tekið á móti fólki og skilað af okkur fólki á sæmandi hátt. Þetta er hægt að gera á 3. hæð- inni. Það var búið að hanna hana sem hjúkrunarrými fyrir aldraða, en í dag er beðið eftir endanlegri ákvörðun um nýtingu hennar. Konráð sér hins vegar fyrir sér að það rými sem i dag er undir skurðstofuna og starfsemi hennar verði nýtt sem hjúkrunarrými, þannig að að það minnkaði lítið þótt hluti af 3- hæðinni yrði nýtt sem skurðstofurými. - Hvaða þýðingu Itefði þetta fyr- ir samféiagið? „Jákvætt umtal, stoltari bæjarbú- ar og sóst væri eftir bæjarfélag- inu. Við fengjum fleira starfsfólk og annað aðgengi að heilbrigðis- yfirvöldum. Ráðherra gerði ný- lega samning um ákveðið magn aðgerða á Akranesi. Hér er einnig þekkingin en aðstöðuna skortir. Við þurfum að vinna grunnvinnuna sjálf. Hér höfum við þegar skapað algerlega nýtt umhverfi með tilkomu D-álm- unnar. Neðri hæðin með nýrri aðstöðu til sjúkraþjálfunar, rann- sókna og endurhæfingar. Stoð- þættimir eru allir til staðar. Það er ekkert sem hindrar okkur. Við erum að fara úr 20 ferm. herbergi með sjúkraþjálfun í fullkominn þjálfunarsal og einstaka þjálfun- arlaug. 10.000 kr. greiddar tíl hafn- fiskra mæðra Að öðrum málum hér innan stofnunarinnar. Þú hefur sett fram athygliverðar hugmyndir varðandifœðingardeildina ? „Útávið hefttr fæðingardeildin verið það sem talað er um á sjúkrahússviðinu. Umönnun á sjúkradeild er hins vegar til mik- illar fyrirmyndar en störfin þar eru unnin hljóðlátlega. Þau eru annars eðlis. Mikill sómi er af ummönnun hjúkrunarfólks við lok lífs, enda ósjaldan sem því berst þakklæti fyrir. Fæðingar- deildin lifir í ákveðnum hilling- um og deildin mikið lofiið. Þegar fæðingar voru flestar voru þær 306, síðan 266 árið eftir og hefur farið fækkandi. 20% kvenna sem hér nýta þjónustuna fæða í vatni. Það er einstakt og hvergi eins margar vatnsfæðingar á landinu. Ég vil gjaman sjá 350 til 400 fæðingar hér á ári. Það myndi skapa minni sveiflur, því fæð- ingastarfsemin er sveiflukennd. Við höfum jú ekki fengitíma! Við viljum meiri stöðugleika og minni sveiflur. Sú hugmynd hef- ur komið ffarn að við ættum að markaðssetja deildina og horfum til Hafnarfjarðar. Við þurfum að skapa okkur orðstír þar og tengsl við Hafharfjörð. Hvemig væri að bjóða hveijum Hafhfirðingi 10.000 kr. fyrir að fæða á Suður- nesjum? Eitthundrað konur úr Hafharfirði kosta eina milljón. Það er ekki neitt. Hvað fáum við í staðinn? Við fáum jákvætt umtal, ef vel tekst tiL Margfeldis- áhrifin em mikil. Við erum ekki að gera Hafhfirðinga að féþúfu, heldur bjóða þjónustu af gleði. Markmiðið er að gera okkar stöðu sterkari. Ef við vinnum okkar heimavinnu verða áttimar tvær Ef við hins vegar gerum það ekki þá liggur leiðin bara í aðra áttina. Við getum vel fengið fólk hingað suður til að sækja sína þjónustu. Hvað er ein milljón króna á hveijar hundrað konur? Þetta er djörf hugmynd en vel þess virði að framkvæma hana. Það er einmuna lið innan þessara veggja og jákvætt starfsfólk. Það hafa opnast möguleikar með stærra húsnæði. Viðhorf fólks hefur breyst mikið. Hokurbú- skapnum er að ljúka. Við erum að mennta hjúkntnarfólk og lækna. Við emm full af stolti. Ég vil að fólk í bæjarfélaginu sé stollt af þessari stofnun. Fyrir utan sinn tilgang krefst fyrirtækið mikils mannafla og veitir þar með mörg störf. Mér finnst al- mennt aðlaðandi fyrir þetta bæj- arfélag að breyta ímynd sem á landsvísu, hefhr verið verið nægjanlega jákvæð. Takist það fyllist maður stollti. Það er eftir- sóknarvert að taka þátt í slíku starfi. Þegar hingað kemur mað- ur sem býður öllu bitginn, hefur víðtæka reynslu og kann aðferð- arffæðina jrá finnst mér ég hafa ástæðu til að fylgja honum. Hans jákvæða viðhorf fellur mér best“, segir Konráð Lúðvíksson að end- ingu. VÍKURFRÉTTIR • 22. tölublað 2002 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.