Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 18
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 30. maí 2002 stuttar F R É T T I R Keflavík og Njarðvík æfa saman í sumar Vegna framkvæmda á gólfi í sal A í íþróttahúsi Keflavíkur munu körfuknattleikslið Kefla- víkur og Njarðvíkur bæði æfa í Ljónagreyfjunni þ.e. í íþrótta- miðstöð Njarðvíkur í sumar. Á næstunni verður borað í gólf A-sals til þess að koma fyrir töppum sem lagðir verða undir nýtt parket. Fimleikaiðkendur verða einnig að færa sig um set í júní en þá munu þeir æfa i íþróttahúsinu í Heiðarskóla. Unnið er að frá- gangi á loftræstingu í sal B og einnig verður sett upp millihurð fyrir gryfju, segir i frétt á vef Reykjanesbæjar. Frauðplast og burðarvirki brann Slökkviliðsmenn réðu niður- lögum elds i nýbyggingu við Vatnsnesveg í síðustu viku. Eldurinn var í frauðplasti í kjallara og einnig brann eitt- hvað af burðarvirki undir gólf- plötu ásamt flekamótum. Sig- mundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri, sagði tjónið vera á um 50 fermetra svæði í kjallara hússins, sem nú er að rísa við Vatnsnesveg. Lent með hjartveikan mann í Keflavík Vél fiugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf sjö á laugar- dagskvöld vegna hjartveiks manns um borð. Vélin var á leið frá París i Frakklandi til Atlanta í Bandarikjunum þegar óskað var eftir leyfi til að lenda henni í Keflavík. Sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðumesja og læknir frá Heil- brigðisstofnun Suðumesja voru kallaðir til. ÚRSLIT KOSNINGA F-listinn heldur meirihluta í Garðinum F-listinn í Garði heldur meirihluta og hefur fjóra menn í hreppsnefnd eftir sveitarstjórnarkosningarnar. I-list- inn tók mann af H-listanum og fær inn tvo menn. H-Iistinn hafði tvo en fékk einn mann inn í kosningunum. F-listinn fékk 346 atkvæði, H-listinn 150 at- kvæði og I-listinn 182 atkvæði. Grindavík II I Framboð Atkvæði Hlutfall Fj. fulltrúa B-listi 388 29,8% 2 D-listi 431 33,2% 2 S-listi 481 37,0% 3 Auð og ógild 19 Greidd atkv. 1.319 Á kjörskrá 1.543 Kjörsókn 85,5% Fulltrúar: B-listi, Framsóknarflokkur. Hallgrímur Bogason, Dagbjartur Willardsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur. Ómar Jónsson, Sigmar Eðvarðsson. S-listi, Samfylkingar. Hörður Guðbrandsson, Garðar Páll Vignisson, Ingibjörg Reynisdóttir. Sjálfstæðisflokkur og K-listi saman í meiriö hluta í Sandgerði Sjálfstæðisflokkurinn og K-listi, listi óháðra og Samfýlkingarinnar skrifuðu í gærdag undir samning um sameiginlegan meirihluta í bæjarstjóm Sandgerðis fyrir komandi kjörtímabil. Sjálfstæðismenn fengu einn mann kjörinn en K-listi 3 menn. K-listi var í meirihluta á seinasta kjörtímabili. SigurðurValurÁsbjamarson, ráðinn sveitastjóri í Sandgerði verður áfram bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. Sandgerði //'*» I Framboð Atkvæði Hlutfall Fj. fulltrúa B-listi 193 23,6% 2 D-listi 117 14,3% 1 K-listi 348 42,5% 3 Þ-listi 161 19,7% 1 Auð og ógild 0 Greidd atkv. 819 Á kjörskrá 894 Kjörsókn 91,6% Fulltrúar: B-listi, Framsóknarflokkur. Höskuldur Heiðar Ásgeirsson, Ester Grétarsdóttir. D-listi, Sjálfstæðisflokkur. Reynir Sveinsson K-listi, Óháðir borgarar samfylkingin. Óskar Gunnarsson, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Ingþór Karlsson. Þ-listi, Sandgerðislistinn. Ólafur Þór Ólafsson. Gerðahreppur IIVÍKU* | Framboð Atkvæði Hlutfall Fj. fulltrúa F-listi 346 51,1% 4 H-listi 150 22,2% 1 l-listi 181 26,7% 2 Auð og ógiid 23 Greidd atkv. 700 Á kjörskrá 787 Kjörsókn 88,9% Fulltrúar: F-listi Framfarasinnaðir kjósendur. Ingimundur Þ. Guðnason, Einar Jón Pálsson, Guðrún S Alfreðsdóttir, Gísli Heiðarsson. H-listi, Sjálfstæðismenn og frjálslyndir. María Anna Eiríksdóttir. l-listi, Óháðir borgarar. Arnar Sigurjónsson, Sveinn Magni Jensson. Meirihlutinn heldur í Grindavík Meirihluti Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna heldur velli í Grindavík og fá bæði framboð tvo menn inn. Samfylking fékk 3 menn. >í Grindavík greiddu 1319 at- kvæði sem féllu þannig að B- listi Framsóknarflokks fékk 388 atkvæði og tvo menn, D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 431 at- kvæði og tvo menn og S-listi Sam- fylkingarfélags Grindavíkur fékk 481 atkvæði og þrjá menn í bæjarstjórn. Vatnsleysustrandarhreppur //% Framboð Atkvæði Hlutfall Fj. fulltrúa H-listi 263 57,5% 3 T-listi 116 25,4% 1 V-listi 78 17,1% 1 Auð og ógild 0 Greidd atkv. 457 Á kjörskrá 525 Kjörsókn 87,0% Fulltrúar: H-listi Listi óháðra borgara. Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson. T-listi, Listi fólksins. Eiður Örn Hrafnsson. V-listi, Áhugafólk um velferð Vatnsleysustrandarhrepps. Halldóra Baldursdóttir. Öruggur sigur H-listans í Vogum Jón Gunnarsson og hans fólk á H-listanum í Vogum á Vatnsleysuströnd vann ör- uggan sigur í sveitarstjórnarkosn- ingunum sl. laugardag. Alls greiddu 463 atkvæði í kosning- unum. Þrír seðlar voru auðir og þrír ógildir. H-listinn hlaut I 263 atkvæði eða 57% og þrjá I menn í hreppsnefnd. T-listinn hlaut 116 atkvæði eða 25% og einn mann. Þá hlaut V- listinn 78 atkvæði eða 17% og einn mann. 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.