Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 30
Keflavíkursigur í Eyjum Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ÍBV 1-2 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 2. umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu sl. laugardag. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu en nokkrum mínútum fyrir leikhlé sko- raði Þórarinn Kristjánsson mark fyrir Keflavík. Það var svo Guðmundur Steinarsson sem skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok eftir um 40 metra sendingu frá Jóhanni Benediktssyni. Kristján Jóhannsson miðju- maður Keflavíkurliðsins stóð fyrir sínu í leiknum eins og allt Keflavíkurliðið og sagði hann að það hefði verið mjög mikil- vægt að vinna í Eyjum. „Við byijuðum frekar illa og fengum á okkur mark snemma. Við vöknuðumu hins vegar eftir markið og spiluðum mjög vel það sem eftir lifði leiks. Eftir að við komumst yfir bökkuðum við aðeins og vörðumst og gekk það mjög vel“. Að sögn Kristjáns kann hann vel við sig í nýrri stöðu sem aftuliggjandi miðjumaður. „Að vera svona afturliggjandi hjál- par bæði vöminni og miðjunni. Þetta er ný leikaðferð hjá Kjartani og er þetta allt að smella saman“. Ykkur var spáð falli af öllum fjölmiðlum, eru þið vanmetið lið? „Það er í raun ekki óeðlilegt að okkur sé spáð falli enda erum við með lítið þekkt lið og mar- gir að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Menn ætla sér hins vegar að sýna það og sanna að þessar spár em rangar“. 9 VF-maður leiksins: Omar Jóhannsson Kristján Jóhannsson (iuðmundur Sleinars. Þórarinn Kristjáns. vj? Tilþrif leiksins: Sóknin scm gaf seinna mark Keflvíkinga. Atvinna Pizzasendlar óskast í hlutastarfá kvöldin og um helgar. Umsækjendur verða að hafa bíl til umráða. Eingöngu áhugasamir koma til greina. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur Ingólfur á staðnum eða i sima 8612050. Hafncirgötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777 Sjémanna- dagshelgin L TILBOÐ Fiskitvenna borin fram með bakaðri kartöflu, salati og dillsósu Eplakaka með vanilluís, aðeins kr. 2200,- LÉTT OG ÓDÝRT Höfum bætt við úrvali af spennandi léttum og TILBOÐ Rjómalöguð Aspargussúpa Nautafillet borið fram með bakaðri kartöflu, grænmeti og sveppasósu, aðeins kr. kr. 2900,- Borðpantanir í síma 421 8787 ódýum réttum. ILAUGARDAGUR Fyrstu sem panta borð fyrir laugardaginn fá aðgöngumiða á sjómannadagsballið með Milljónamæringunun í Stapa HAFNARGATA 62 • KEFLAVIK • SIMI 421 8787 SPORT________________ Tvö glötuð stig hjá Grindavík Grindvíkingar náðu aðeins jafntefli gegn Fram, 1-1, í Síma- deildinni sl. laugardag en leikurinn fór fram Grinda- vík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum en náðu þó ekki að skapa sér nein alvöru færi. Guð- mundur Bjarnason skoraði eina mark þeirra gulu á 3. mínútu með þruntuskoti eftir sendingu frá Scott Ramsey. Að sögn Bjama Jóhannssonar þjálfara var frekar dapurt að vinna ekki leikinn. „Við vorum ekki að spila vel og þetta voru tvö glötuð stig. Þetta er sérstak- lega sárt þar sem við vorum á heimavelli. Við þurfum smá tíma til að smella saman og ná að stilla okkar strengi og vonandi gerist það sem fyrst. Það hafa verið óvænt úrslit í fyrstu umferðunum sem sést best á þvi að fyrir 3. umferðina voru þrjú neðstu liðin þau lið sem enduðu í þremur efstu sætunum í fyrra“. Voru þið ofmetnir í spám fjölmiðla? „Ég veit það nú ekki en spár fjölmiðla eru orðnar hálfgert djók. Við getum hafa verið ofmetnir eða önnur lið van- rnetin. Fjölmiðlar virðast vera famir að reyna að vera „röff og töfF‘ í spám frekar en að láta skynsemina ráða og ég held að þessar væntingar til Grindavíkurliðsins séu ekki alveg marktækar“. Hvað er það sem Grinda- víkurliðið þarf að laga? „Við erum með svipað lið og í fyrra enda héldum við flestum okkar mönnum og höfiim bætt í hópinn. Við verðum hins vegar að beijast betur í leikjum því þetta kemur ekki að sjálfu sér. Menn sigra ekki fót- boltaleik nema að berjast og því þurfum við að reyna að blása meira lífi í okkar leik.“ © VF-maður leiksins: Guöinundur Bjamason Ólafur Ö. Bjama Sinisa Kekic vj? Tilþrif leiksins: Mark Guðmundar Bjarnasonar var glæsilcgl. Coca-Cola sigrar Fyrsta umferð Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu byrjaði 22. maí sl. með tveimur leikjum. Keflavík U23 sigraði Gróttu 1-5 á Gróttuvelli og Reynir sigraði IH 2-1 en leikurinn var í Sandgerði. Umferðin hélt svo áfram 23. mai með þremur leikjum. Víðir sigraði Deigluna 2-0 i Garði, Grindavík U23 sigraði Ulfana 5- 4 og Njarðvíkingar sigruðu Skallagrim 0-3 í Borganesi. Helgi Steinsson með vallarmet í Eyjum Helgi Dan Steinsson, golfari úr GS, setti glæsilegt vallarmet á golfvellinum í Vestmannaeyjum sl. helgi þegar hann lék völlinn á 63 höggum. Helgi varð í 1. sæti á mótinu á samtals 201 höggi en þetta var fyrsta stigamótið á Toyota mótaröðinni. Helgi setti metið á síðasta hring mótsins og tryggði sér þannig um leið frækinn sigur. Fimmtudagurinn 30. maí 2002 FOTBOLTA molar Lyn tekið í kennslustund Jóhann B. Guðmundsson og félagar í norska liðinu Lyn töpuðu mjög illa gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sl. mánudag. Leikurinn fór 5-0 fyrir Stabæk en Lyn spilaði mjög illa eins og tölumar gefa til kynna. Lyn hel- dur þó enn toppsæti deildarinnar með 21 stig. fjórum stigum á undan næsta liði. Lyn hefur tapað tveimur leikjum í deildinni og báðum mjög illa. Fyrst fyrir Rosenborg 5-1 og nú fyrir Stabæk 5-0. Grindavíkurstúlkur komu á óvart í Eyjum Grindavík sigraði ‘IBV, 0-1, í Símadeild kvenna i knattspymu á sunnudag. Það var nýr leik- maður Grindavíkurstúlkna, Karen Penglase, sem skoraði markið úr vítaspymu á 25. mínú- tu. Þetta eru mjög góð úrslit fyrir Grindvíkinga sem sjá fram á erfitt sumar enda með mjög ungt lið. Grindavík er með þrjú stig eftir tvo leiki í deildinni. Suðurnesjaliðin á góðu skriði Víðir sigraði Skallagrím 2-0 sl. mánudag í 2. deild karla í knattspymu en leikurinn fór fram á Garðsvelli. Þetta var annar sigur Víðis í jafn mörgum leikjum í 2. deild og em þeir í 1. - 3. sæti í deildinni ásarnt Njarðvík og HK. Njarðvikingar sigmðu Tindastól 2-1 á fostudag. Tindastóll komst yfir á 14. mínútu en stuttu síðar jafnaði Eyþór Gunnarsson leikinn. Eyþór skoraði svo sigur- markið á 20. minútu en Njarðvíkingar voru óheppnir að vinna ekki stærri sigur þar sem Sævar Gunnarsson misnotaði vítaspyrnu og Eyþór misnotaði dauðafæri á ótrúlegan hátt. í 3. deildinni sigraði Reynir, Gróttu 4-1 í skemmtilegum leik í Sandgerði. Þetta var fyrsti leikurinn í B-riðli 3. deildar og eru Reynismenn eina liðið með stig í riðlinum og sitja því í efsta sæti. RKV tapaði í grófum leik RKV tapaði 5-1 fyrir Haukastúlkum í 2. deild kvenna í knattspymu i kvöld en leikurinn fór fram í Hafnarfirði. Haukar leiddu 3-0 í hálfleik og voru miklu sterkari aðilinn en í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum. Það var Hulda Jónssdóttir, fyrirliði RKV, sem skoraði mark gestanna úr aukaspyrnu en það kom ein- faldlega of seint. RKV-stúlkur léku nranni færri síðustu 35 mínútur leiksins eftir að Nínu Osk Kristinsdóttur var vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk. Haukastúlkur spiluðu mjög gró- fan leik sem varð til þess að þrír leikmenn RKV liðsins fóm mei- ddar af leikvelli og var t.d. ein stúlkan send á sjúkrahús. Að sögn Huldu, fyirliða RKV, var dómarinn vægast sagt skelfilegur og í raun til háborinnar skammar. 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.