Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 14
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 HREYSTI Óli Thord setti met í þrekprófi slökkviliðsins OlafurThordersen, bæj- arfulltrúi og stjórnar- maður Brunavarna Suðurnesja, tók tilboði Sig- niundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra, á dögunum um að þreyta nýtt þrekpróf fyrir slökkviliðsmenn B.S. Prófið er uppbyggt með tilliti til slökkviliðsstarfa og mælir bæði styrk og þol þeirra. Sig- ríður Kristinsdóttir eigandi b'kamsræktarstöðvar Perlunnar stjórnar þrekprófi Slökkviliðs B.S. Sigmundur slökkviliðsstjóri tók síðan áskorun Olafs og þreyttu þeir kappar prófið undir liarðri stjóm og nákvæmri tímamæl- ingu Sigríðar í Perlunni. Styrkt- arprófið, sem byggir á upphíf- ingum, armbeyjum, þríhöfða- armbeyjum, magaæfingum og réttstöðulyflu fór fram í Perlunni og stóðu þeir kappar sig með ágætum og uppfýlltu lágmarksákvæði prófsins. Að því loknu var haldið í Reykjaneshöllina en þar vom þeir klæddir í Reykköfunar- búnað slökkviliðsins, eða sam- tals 20 kg. búnað, sem endur- speglar búnað Reykkafara B.S. I þrekprófinu, sem byggir á að ljúka 4,8 km. göngu með 20 kg. á bakinu innan tiltekins há- markstíma, náði Ólafur forskoti á Sigmund og kom hann í mark á undan Sigmundi. Ólafur lauk því þrekprófinu á tæpum 26 mínútum en Sigmundur á rúm- um 28 mínútum. „Eg er mjög ánægður með út- komuna þó að skemmtilegra hefði verið að vinna Ólaf, en þessar niðurstöður endurspegla það að Ólafur er í mjög góðu líkamlegu formi og vel hæfur líkamlega til slökkyiliðsstarfa. Þessi frábæri tími Ólafs slær tíma Ingvars Georgssonar út sem var besti tími B.S. til þessa, eða 27 mínútur og 30 sek. Þetta framtak Ólafs er rnikil hvatning fyrir okkur slökkvi- liðsmenn og okkur stjómendur slökkviliðsins til að gera betur. Það er virkilega gaman og hvetjandi fyrir okkur að sveit- arstjómaimenn sýni mikilvægu málefni sem þessu svona á- huga. A ámnum hefur Ólafur átt ákveðið fmmkvæði í því að slökkviliðsmenn hafa frjálsan aðgang að öllum líkamsræktar- stöðvum í Reykjanesbæ," sagði Sigmundur Eyþórsson í samtali við Víkurfréttir að loknu prófínu. Sjómannamessa í Ytri Njarðvíkurkirkju kl. n.oo Skemmtisigling fyrir yngri kynslóðina í fylgd með fullorðnum í boði Moby Dick frá Gróf. Björgunarsveitin fylgir bátnum eftir. Siglingin hefst kl. 13:30 Reykjaneshöllin, dagskrá hefst kl. 15:00 Stutt og hnitmiðuð ræðuhöld Sjómenn heiðraðir Harmonikkuleikur Reiptog milli liða Tvær gerðir af koddaslag Alvöru keppni í sjómanni - Vegleg verðlaun Björgunarsveitin Suðurnes verður á staðnum Ýmislegt óvænt fyrir börnin Bílasýning Kynning á hnefaleikum í boði Hnefaleikafélags Reykjanes og BAG Siglingafélagið Knörr kynnir starfsemi sína Sportköfunarskóli íslands kafar eftir ýmsum sjávarlífverum á laugardaginn og sýnir afraksturinn í körum við innganginn. Sérstök kynning á starfsemi Sportköfunarskóla íslands. Skemmtilegar uppákomur Bátasafn Grims Karlssonar, Sjómannadagurinn í Duushúsum. Á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní, verður sýningin Bátafloti Gríms Karlssonarj Duushúsum opin frá kl. 11.00-18.00. Viðar Oddgeirsson og Árni Johnsen hafa unnið myndband þar sem Grímur segir frá og lýsir bátunum. Myndbandið verður látið rúlla allan daginn. Einnig yerða harmonikkuleikarar í safninu og leika þeir sjómannalög. í tilefni dagsins er öllum gestum boðið frítt inn og eru bæjarbúar hvattir til að koma og skoða þessa þessa frábæru sýningu. Frítt inn milli 11:00 -18:00 Verðtaun fyrir þann sem leggur flesta í sjómanni er matur fyrir tvo á Kaffi DUUS og hvalaskoðun fyrir tvo með Moby Dick. Kaffi DUUS - Sjómannadagskaffi Sjómannadagsmatseðill eftir kl. 18:00 Bakkavör Saltver ^ ÓSK KE-5 STAFNES Happasæll Vísir, félag skipstjórnar- Verkalýðs- og manna á Suðurnesjum sjómannafélag Keflavlkur og nágrennis Sjjéws)ÖlllíiJ3)(dagli!JD1JiHJM /' Reykjanesbæ, sunnudaginn 2. júní 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.