Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 25
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 30. maí 2002 Lengra skólaár í Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar Reykjanesbær sam- þykkti nýverið lengingu starfsárs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá og með næsta hausti, í samræmi við nýja kjarasamninga tónlist- arskólakennara og er þetta fyrri áfangi af tveimur í leng- ingu skólaársins á gildistíma kjarasamningsins. Þetta þýð- ir að næsta haust mun kennsla íTónlistarskólanum hefjast þriðjudaginn 27. á- gúst. Þetta kemur fram í til- kj'nningu frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á vefsvæði Reykjanesbæjar. Vegna þessa þarf að breyta inn- ritunartíma nemenda frá því sem verið hefur, á þann hátt að innritað verður nú í maí fyrir skólaárið 2002-2003. Innritun fyrir nemendur sem nú þegar eru í skólanum, verður fimmtudaginn 30. maí og föstudaginn 31. maí frá kl. 12.00 -18.00. Rétterað benda á að þeir sem ekki inn- rita sig á þessum dögum eiga það á hættu að rnissa af skóla- vist. Innritun fyrir nýja nemendur verður mánudaginn 3. júní frá kl. 12.00-18.00 Innritun fer fram á skrifstofú skólans áAusturgötu 13. Við innritun nemenda frá fýrra skólaári, skal ganga frá greiðslu staðfestingargjalds, kr. 7000,- fyrir hvem nema. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Jarðfræðiferð með Ara Trausta um Reykjanes Vetrardagskrá Miðstöðv- ar símenntunar á Suð- urnesjum lýkur á laug- ardag, 1. júní, með ferð um Reykjanes. Það er Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur sem verður farar- stjóri um eldgosa- og jarð- hitasvæðið en um það er Ari meðal fróðastu manna. Þetta er eins dags ferð sem hefst á stuttri kynningu að Skólavegi 1 í Keflavík kl. 9.00 áður en lagt verður af stað í rútuferð um Reykjanesið. Fjall- að verður um jarðskjálfta og eldgosavá. Markverðustu staðir verða skoðaðir í nýju og gömlu ljósi eins og Ara Trausta er ein- um lagið. Ekki er gert ráð fyrir rniklum göngum en betra er fyrir ferðalanga að vera á góð- um gönguskóm og hafa með sér nesti. Komið verður aftur til baka úr ferðinni um kl. 17. Enn eru nokkur sæti laus í ferðina sem kostar kr. 4000. Hægt er að skrá sig hjá MSS í síma 421 7500. Stanslausir flutningar á malarefnum úr Helguvík Vörubílstjórar íslenskra aðalverktaka höfðu í nógu að snúast í vikun- ni. Þeir stóðu fyrir lest vöru- bíla milli Helguvíkur og Kefl a ví k u r fl u g va 11 a r, þar sem þeir fluttu 25.000 tonn af steinefnum fyrir malbikun- arstöð ÍAV. Efnið verður meðal annars notað við mal- bikun flugbrauta á Keflavík- urflugvelli í sumar. Efnið var flutt til Helguvíkur frá Noregi með 166 metra löngu skipi sem ristir að auki rúma tíu metra niður. Skipið er búið fullkomnum losunarbún- aði þannig að gijótinu er dælt upp á bryggju i Helguvík og þaðan mokað á bíla. AFMÆLI Anita Ósk verður 7 ára fös- tudaginn 31. maí. Bestu kveðjur á afmælinu frá Bárði Sindri, litla bróður. Elsku Matthildur amma, til ham- ingju með 80 ária afmælið. Þín Þórunn Þann 31. maí n.k. mun þessi kynþokkafulli „ruslapoka- dansari“ halda upp á 30 ára afmælið sitt. A óskalistanum hjá honum er latex galli í svipuðum stil og ruslagallinn. Dansnemendur hans vildu nota tækifærið og óska honum til hamingju með daginn. k'ikskólastjóra vantar tímabundið. Lcikskólann Heiðarsel vantar leikskólastjóra vegna afleysinga frá 15.septembertiIvorsins2003.Umsóknarfresturertil 10.júní2002. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri, sími 4211554 og Guðríður Helgadóttir, leikskólafuHtrúi, í síma 4216 700. Umsóknir berist til: Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafuargötu 5 7, merkt: Leikskóli, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Starfsmannastjóri. IS REYKJAN ESBÆR TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVlK FSNÁ LEIGUBIFREIÐ • VÖRUBIFREIÐ • HÓPFERÐABIFREIÐ • EFTIRVAGN UKUð^ULI a.u. Némskeiðið hefst mánudaginn 3. júní kl. 18. Mikil eftirspurn er nú eftir meiraprófsbílstjórum! Hagstætt verð og góð greiðslukjör Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Skráningar í símum 581 1919,898 3810 og 892 4124 Kennt er í Sjálfsbjargarhúsinu, Fitjabraut 6c, Njarðvík. ÖKUSKÖLI sími iiHi inin i:vn?ii?gdMii LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREID HÚPBIFREID VÍKURFRÉTTIR • 22. tölublað 2002 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.