Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 20
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 ^ Söngnámskeið í V Reykjanesbæ Dagný Jónsdóttir söngkennari og Sigríður Aðalsteinsdóttir óperu- söngkona halda söngnámskeið í Reykjanesbæ fyrir byrjendur og lengra komna dagana 10.-21. júní nk. Námskeiðið byggist á einkatímum ^ í raddtækni og túlkun. /^Skráning og upplýsingar ^ W eru í síma 868 9858. Dagný Jónsdóttir lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2001. Sigríður Aðalsteinsdóttir lauk prófi sem óperusöngvari frá Tónlistarháskólanum íVínarborg 2000. fl Reynsla-þekking-fágun TRAUSTUR auglýsingamiðill! FRÉTTIR Unga fólkið nýtur góða veðursins og hjólhestar og aðrir farkostir hafa verið teknir fram úr geymslum og bílskúrum. Þessir krakkar voru í allt búnir þegar Ijósmyndari smellti af þeim mynd á gatnamótum Hátúns og Aðalgötu í Keflavík. Vegfarendur eru beðnir um að gæta sín á börnunum í umferðinni. VF-mynd: Hilmar Bragi Knattsf/ ■ TEíTUR r™ totorá toppnum! | Mugfrelsi] Jonánn fiygur fi^ii Gl^5jrbteW Konukvöldin Baðfatatískan 12 S/íXJfi UM FÓT60LTANN uPPgíör Ellerts í liðveislu óskast Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í liðveislu með fötluðum börnum og börnum með sérþarfir. Um er að ræða hlutastarf, 4 til 8 tímar í viku, og er vinnutími sveigjanlegur. Hlutverk liðveitanda er að veita þjónustuþega sínum persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og auka félagslega færni hans. Æskilegt er að umsækjandi sé orðinn a.m.k. 18 ára. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar í síma 423 7555. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sandgerðisbæjar Tjarnargötu 4, fyrir 10. júní 2002. TIMARIT VÍKURFRÉTTA TRYGGÐU ÞER EINTAK STRAX! SANDGERÐISBÆR Kjartan Már Kjartansson skrifar: AÐ L0KNUM KOSNINGUM Að loknuni sveitarstjórn- arkosningum vil ég byrja á því að þakka þeim sem trúðu á mál- stað okkar framsóknar- manna og veittu okkur atkvæði sitt í kosningunum sl. laugardag. Eg vil einnig þakka þeim ijölmörgu sem kornu að undirbúningi kosn- inganna með einum eða öðr- um hætti, frambjóðendum og öörum flokksmönnum. Skýringar Margir hafa reynt að skýra hvers vegna ekki tókst betur til en raun ber vitni. Ég held að á því séu margar skýringar. Þær helstu eru auðvitað vantrú kjós- enda á listanum, vantrú kjós- enda á stefnuskrá okkar og rógsherferð hinna flokkanna gegn mér persónulega og mín- um störfum sem starfsmanna- stjóra Flugþjónustunnar Kefla- víkurflugvelli. Ég hef heyrt ó- trúlegar sögur sem um mig hafa verið sagðar í kosninga- baráttunni og vona að þeir sem þær spunnu séu ánægðir með árangurinn og að þeim líði nú betur. Heiðarleg barátta af okkar hálfu Ég er ánægður með hvemig við framsóknarmenn höguðum okkar kosningabaráttu. Við lögðum áherslu á jákvæðan málflutning og gættum okkar á því að eyða ekki orku í að tala illa um hina framboðslistana. Ég hef trú á að slík jákvæð orka skili meiru til lengri tíma litið. Erfiður tími framundan Niðurstöður kosninganna benda til þess að bæjarbúar hafi ekki haft trú á því sem við ffamsóknarmenn höfðum ffam að færa. Á því kjörtímabili sem ffamundan er verður á brattan að sækja. Það er mikil breyting að fara ffá því að vera leiðandi afl í helstu málaflokkum og til þess að eiga ekki fulltrúa í helstu neffidum og ráðum. Það er því erfiður tími ffamundan fyrir okkur ffamsóknarmenn í Reykjanesbæ. Við munum nota hann til þess að endurskoða okkar vinnubrögð og stefnum ótrauðir að því að ná fýrri stöðu í næstu kosningum. Að lokum óska ég Sjálfstæðis- mönnum til hamingju með ár- angurinn og vona að þeim fam- ist vel í stjómun bæjarins. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða en einnig veita nauðsynlegt að- hald þegar þess gerist þörf. Kveðja Kjartan Már Kjartanssun bæjarfulltrúi framsóknar- nianna í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.