Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 31
Fimmtudagurinn 30. maí 2002 Weilíversll K-sport f góðar vi ________FRÉTTIR________ Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins í næstu viku Verslunin K-Sport - veiði- sport opnaöi nvlega versl- un sið Hafnargötu þar sem Hringlist var áður til húsa. Að sögn Sigurðar Björgs ins- sonar, eiganda K-Sport, hefur vantað veiðibúð í Reykjanesbæ í nokkurn tíma og því ákváðu liann og Birnir Bergsson, að- stoðarmaður Sigurðar í verslun- inni, að bæta úr því. „Hugmyndin með opnun þess- arar verslunar var fyrst og fremst til að þjóna Suðumesja- mönnum enda er ferlegt að þurfa að fara til Reykjavíkur til að fá veiðigræjur. Við munum keyra á betra verði en á flestum öðrum stöðum og því ætti ckk- ert að vera því til fyrirstöðu að fólk versli heima“. K-Sport - veiðisport er aðallega stangveiðiverslun og þar er hægt að fá allt íýrir stangveiðina, bæði fyrir byijendur og þá sem eru lengra kornnir. Einnig verða þeir með sjóstangveiðigræjur en það er orðið mjög vinsælt sport á Íslandi í dag. „Við erum með mikið úrval af veiðivörum sem eykst dag fiá degi. Einnig erum við með mikið úrval af allskyns gjafavörum í veiðina", segir Sigurður. Sigurður segir að ef það komi fyrir að varan sem fólk þurfi fáist ekki hjá sér muni hann reyna að redda henni, því að kostnaðar- lausu. „Við reynum að gera allt til þess að fólk þurfi ekki að þvælast til Reykjavíkur eftir hlutunum og ég vona bara að fólk taki þessu vel“. En eru þió meö einhverjar nýjungar? „Já við emm með hnýtingarborð í versluninni þar sem menn geta komið og hnýtt flugur, spjaliað saman og sagt veiðisögur og feng- ið sér kafifi. Við ætlum að bjóða þeim sem hnýta flugur upp á eins góða þjónustu og hægt er. Einnig munum við bjóða upp á tilboðs- pakka fyrir böm og flugubytjen- dur“, sögðu félagamir að lokum og héldu svo áffam að taka nýjar veiðivörur upp úr kössum. Sigurður Björgvinsson, eiganda K-Sport og Birnir Bergsson, aðstoðarmaður Sigurðar í versluninni Krabbameinsfélag Suðurnesja opnar formlega skrifstofii sína að Hringbraut 99 effi hæð i Keflavík fimmtudaginn 6. júni kl. 13 og er opið fyrir gesti þann dag til kl. 17. Suðumesjabúar eru hvattir til þess að koma og skoða og kynna sér starfsemi og aðstöðu félags- ins, Skrifstofan “þjónustumið- stöðin” verður opin á þriðjudög- um kl. 13-18 og á miðvikudög- um kl. 09-13 og eru allir suður- nesjabúar hvattir til þess að nota sér þessa þjónustu sér að kostn- aðarlausu, jafnt krabbameinsjúk- Hið árlega Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins verður fimmtu- daginn 6. júni “02. Hlaupið hefst að venju við Sund- miðstöðina við Sunnubraut, um tvær vegalengdir er að ræða, 3,5 km. og 7,0 km. Allri þáttakendur fá merktan bol og viðurkenning- arpening, sem er innifalið í þát- tökugjaldi, sem er 700 kr. fýrir 15 ára og eldri en 500 kr. fýrir 14 ára og yngri íslandsbankinn í Keflavík styrkir hlaupið m.a. með happdrættisvinningum, sem dregnir verða út að haupi loknu. lingar, aðstendendur þeirra sem og aðrir sem telja sig þurfa að nota þjónustuna eða vilja leggja henni lið á einhvem hátt. Á skrif- stofunni verður hægt að nálgast hina ýmsa bæklinga um krabba- mein, plaköt um tóbaksvamir, og mun starfsmaðurinn, Ingibjörg Þorsteinsdóttir sjúkraliði og nuddari, aðstoða hvern og einn eftir þörfúm og óskum hvers og eins, Áætlað er einnig að vera með opið hús þar sem sjúklingar og/eða aðstendendur þeirra geta komið saman í góðum félagskap, Hægt er að skrá sig i hlaupið á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Hringbraut 99 efri hæð í Keflavík sem opnuð verður formlega þann dag. Skrifstofan verður opin fýrir gesti og skrán- ingu í hlaupið kl 13-17 . Einnig er hægt að skrá sig i hlaupið við Sundmiðstöðina kl. 18.30 og hefst hlaupið kl. 19.00. Suðurnesjabúar tökum okkur saman og eflum huga og heilsu og fjölmennum í Heilsuhlaup krabbameinsfélagsins. Einnig er hægt að nálgast minn- ingarkort félagsins á skrifstof- unni en þau fast einnig á póst- húsum og apótekum á Suður- nesjum. Símanúmer skrifstofúnnar er 421 6363 og netfangið krabbsud simnet.is. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á opnunardaginn, og vonumst við eftir að sjá sem fles- ta Suðumesjabúa þennan dag. Krabbameinsfélag Suðumesja. Krabbameinsfélagið opnar skrifstofu MILLJÓNAMÆRINGARNIR ásamt Bjarna Ara, Ragga Bjarna, og í fyrsta skipti med Milljónamœringunum á 10 ára afmœli þeirra, hinn frábœri PÁLL RÓSINKRANS. SALZASTUÐ AF BESTU GERÐ! Nú mœtaALLIRísumarstudi! Sjómenn og makar þeirra boðnir sérstaklega velkomnir! Húsið opnar kl. 23.00 - Atdurstakmark 25 ár! <0^ V^()fU/j Miðaverð kr. 2.000,- Forsala aðgöngumiða í Stapa laugardag kl. 18-20. VÍKURFRÉTTIR • 22. tölublaö 2002 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.