Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 30.05.2002, Blaðsíða 27
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 30. maí 2002 Sumarstuð í Stapa Mega-ball verður haldið í Stapanuni á laugar- dagskvöldið. Þar verð- ur sumarstemming af bestu gerð með hljómsveitinni Millj- ónamæringunum og stór- söngvurunum Bjarna Ara, Ragga Bjarna og í fyrsta sinn hjartaknúsaranum Páli Rósin- krans. Dansleikur þessi er haldinn af tilefni 10 ára afmæl- is Milljónamæringanna og er búist við meiriháttar salza stemmingu því Milljónamær- ingarnir er talin ein besta hljómsveitin á landinu í dag. Bogomil Font átti því miöur ekki heimangengt frá Ameríku í þetta sinn en stemmingin verður án efa góð þrátt fyrir það. Þess má geta að sjómenn og makar þeirra eru boðnir sérstaklega velkomnir á þenn- an dansleik af tilefni Sjó- mannadagsins á sunnudaginn. Nú ættu allir að vera búnir að jafha sig eftir Bergásballið góða og mæta aftur í fjörið í Stapan- um, því aldurstakmarkið er 25 ár á þessum stórdansleik. Ýkt púkó í Frumleikhúsinu Besm vinir bamanna undanfarin ár, þeir Gunni og Felix em öllum kunnu- gir fyrir vandað og skemmtilegt bamaefni. Hver man ekki eftir þeim félögum úr „Stundinni okkar“ í sjónvarpinu, geis- ladiskunum ,Jólin (eru alveg að) koma“ og „Landkönnuðir", bílakasset- tunum „Úti að aka“ eða núna siðast í gervi hundanna Trausts og Tryggs ? Diskamir um þá ágætu félaga og vini þeirra í Rakkavík em nú orðnir 21 og hafa fara farið inn á þúsundir heimila vitt og breitt um landið. Þá hafa myndbandsspólur með þeim Gunna og Felix einnig ratað inn á fjölmörg heimili landsmanna. Gunni og Felix hafa nú ákveðið að láta gamlan draum rætast og fara í Islandsför; skemmti- og skemmtunarferð hringinn í kringum landið. Þeir félagar ætla að leggja í hann 3. júni og skemmta bömum á nokkrum vel völdum stöðum á landsbyggðin- ni. Ferðin hefst á Akranesi og endar 18. júní á Akureyri þar sem hundrað ára afmæli Lands- bankans á Akureyri verður fag- nað, en það er einmitt í samvinnu við Landsbankann sem ferðin er farin. A hvetjum þessarra staða verður komið við í útibúi Landsbankans kl. 14.00 ogþar geta bömin hitt þá félaga sem ætla að kynna og kenna á bama- vefbankans; Aurapúkavefmn. Að auki geta bömin lagt smá upphæð inn á reikning í bankanum og fengið þá nýjan geisladisk með þeim félögum sem ber heitið „Ykt púkó“. Seinna um daginn, kf. 17.00, halda Gunni og Felix síðan bar- naskemmtun í samkomuhúsi bæjarins. Leitast verður við að hafa skemmtunina með fjölbreyt- tu sniði. A dagskrá verða töfrabrögð og grinatriði „a la“ Gunni og Felix og svo syngja þeir félagar lög af diskinum „Ýkt púkó“. Þeir félagar munu ekki láta sig vanta í Keflavík en þeir munu koma hingað þriðjudaginn 4. júní. Sýning þeirra verður í Frumleikhúsinu ki. 17:00. Miðaverð er kr. 1000,- ensys- tökini fá 20% „systkina-afslátt". Gróðrastððin Glitbrá Strandgötu 22, Sandgerði Tré, runnar, sumar- blóm og fjölær blóm Pottar og ker í miklu úrvali og margt fieira. 15% afsiáttur af blómum fyrir eldri borgara. Gleðilegt sumar! OpiÖ Mánudagá - laugardaga kJ. J3-2J sunnudaga 13-18 Símar: 868 1879 og 868 8405 Auglýsingasíminn 421 4717 Munið minningarkort Orgelsjóðs Keflavíkurkirkju. Myndlistasumarið 2002 Félag niyndlistamanna hélt aðalfund inn 16. maí s.l. og voru eftirtaldir kosnir í stjórn: form. Hjördís Árnadóttir, ritari Hermann Árnason, gjald- keri Ingiberg Jóhannsson, með- stjórnendur Þóra Jónsdóttir og Jóhann Ingi Grétarsson. Megin verkefni félagsins er að gera myndlist sýnilega í bæjarfélag- inu og skapa áhugafólki um mvndlist tækifæri til námskeiða og sýninga. í sumar er opið gallerý í Svarta pakkhúsinu þar sem allir félagar geta verið með verk til sölu. Það er opið alla daga frá 13 - 17 og þar getur fólk fengið myndir í öllum stærðum og gerðum á góðu verði eftir yftr 20 myndlistamenn. Myndlistasmiðjur fyrir börn I sumar stendur Félag myndlista- manna í Reykjanesbæ fyrir mynd- listanámskeiðum fyrir börn í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í Keflavík. Námskeiðin verða alls þrjú fyrir mismunandi aldurshópa á tímabil- inu 1. - 15. júlí tvo tíma á dag, virka daga og lýkur með sameigin- legri sýningu allra hópanna. Áhersla verður lögð á að gera námskeiðin lifandi og skemmtileg og m.a. gert ráð fyrir vettvangsferð í tengslum við þau verkefni sem hver hópur er að vinna. Myndlistasmiðja fvrir 7-8 ára Kl. 13:00 til 15:00 Krakkamir búa til hljóðfæri úr ýmsum efhivið (t.d. pappamassa), spreyta sig á munsturgerð ofl. Myndlistasmiðja fyrir 9-10 ára Kl. 10:00 til 12:00 Krakkarnir kynnast grimugerð á liðnum öld- um fram á okkar dag og búa til grimur úr ýmsum efnivið og skrey- ta. Myndlistasmiðja fyrir 11-14 ára Kl. 16:00 til 18:00 Krakkamir læra ýmsar aðferðir við þrykk- myndagerð t.d. límþrykk, mónó- þrykk, pappaþrykk ofl. og prenta sínar eigin myndir. Kennarar á öll- um námskeiðunum verða mynd- listakennaramir íris Jónsdóttir og Vignir Jónsson. Verð á hverju námskeiði er kr. 4.500,- og er allt efni innifalið í verðinu. Þá hyggst félagið taka virkann þátt í Ljósanótt með sviðuðu sniði og s.l. sumar. Malbik Open Laugardaginn 8. júní milli kl: 13-17. Fótboltamót fyrir 25 ára og eldri Það sem er í boði: • Frábær aðstaða á gervigrasinu fyrir neðan Grunnskóla Njarðvíkur, • Grillveisla • Skemmtileg verðlaun í lok móts • Búningaaðstaða og heitir pottar í íþróttamiðstöð Njarðvíkur. • Árlegt mót. Allir velkomnir Þátttökugjald er 1.000,- kr á mann. Upplýsingar og skráning er hj' Ásmundi, sími 823 2538, Agnari, sími 861 1871 og Trausta, sími 897 6678. Munið að skrá ykkur tímanlega. VÍKURFRÉTTIR • 22. tölublað 2002 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.