Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 2
VELKOMIN Á REYKJANES Það gerist hér suður með sjó að er á Reykjanesskagamm þar sem hann teygir sig lengst í suður að Atlantshafshryggurinn skríður upp á land og Evrópa ogAmeríka ná saman. Það er að sjálfsögðu ekki tilviljun að á þessum skaga hefur mótast tnjög nútímalegt og alþjóðlegt samfélag sem er þess virði að kynnast. Við Suðurnesjamenn viljum bjóða þér í heimsókn til að upplifa þær breytingar sem hér hafa orðið á flestum sviðum mannlifsins. Sjón er sögu ríkari. Tækifæmm til afþreyingar hefurfjölgað árflrá ári og auðvelt að bjóða upp á hentugarferðir stuttar jafnt sem langar. Það er t. d. aðeins um 20 mínútna aksturfrá Hafnaflrð í GoKart brautina í Reykjanesbæ, Bláa- Lónið í Grindavík eða skógaflerð í Sólbrekkuskóg. Það er ekki mikið lengra í bátasafnið í Duus húsum í Reykjanesbæ, Fræðasetrið í Sandgerði og sjóminja- og slysavarnasafn í Garðinum.Að skreppa hingað ogfá sér steik er tilvalið enda úrval veitingastaða og gistirými næg ef þafl Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Sagan er ríkur þáttur í mannlflnu hér sem annarsstaðar og ber þar sérstaklega að nefna kirkjusöguna. Suðurnesin geyma einhveijar fallegustu kirkjur landsins og em flmni þeirra reistar á 19. öld. Þessar kirkjur heita Kálfatjarnarkirkja, Njarðvíkurkirkja, Útskáiakirkja, Hvalsneskirkja og Kirkjuvogskirkja. Sálmaskáldið okkar Hallgrímur Pétursson fékk sitt fyrsta brauð í Hvalsnessókn og minnisvarðar em um kenni- mennina Jón Þorkelsson Thorchillius og Sveinbjörn Egilsson í Innri-Njarðvík svo eitt- hvað sé nefnt. Ég vil þakka aðstandendum þessa ferðablaðs j'yrir vandaða vinnu ogfjölþœttar upplýsingar um það sem hér má sjá. Effrekari upplýsinga erþöfl er hœgt að leita í upplýsingamiðstöð ferðamanna hjá SBK í Reykjanesbœ, BláaLóninu í Grindavík eða Leifsstöð. Vertu hjartanlega velkomin, ég vona að þú njótir þess sem hér er boðið uppá og komirfljótt afltur. Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. ■ 1 VWUR FRÉTTIB Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Grundarvegi 23 Njarðvik • Sími: 421 0000 • Fax: 421 0020 Netfang: vf@vf.is • Ritstjóri: Páll Ketilsson • Netfang: pket@vf.is • Umsjón með útgáfu: Hilmar Bragi Bárðarson • Netfang: hbb@vf.is • Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson • Netfang: franz@vf.is • Auglýsingar: Kristín Gyða Njálsdóttir og Jófríður Leifsdóttir • Blaðamenn: Snorri Birgisson • Netfang: snorri@vf.is • Sævar Sævarsson • Netfang: sjabbi@vf.is • Útlitshönnun: Hilmar Bragi Bárðarson • Hönnunarstjóri: Kolbrún Jóna Pétursdóttir • Netfang: kolla@vf.is • Hönnunardeild: Stefan Swales • Netfang: stefan@vf.is • Skarphéðinn Jónsson • Netfang: skarpi@vf.is • • Hönnun, myndvinnsla, umbrot og prentskrár: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi ehf. 2 SUMARBLAÐ VÍKURFRÉTTA [ JÚNÍ 2002 ]

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.