Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 8
Gisting íryrir bíla og ALEX bíla-og gistihús er §öl- skyldufyrirtæki í Reykjanesbæ í eigu hjónanna Gudmundar Þóris Einarssonar og Olntu Alexandersdóttur. Alex hefur rekið i um áratug vinsælt bíla- hús við Leifsstöð þar sent fólk getur látið þrífa og geyma bil- ana sína innandyra á meðan dvalið er erlendis. Einnig er boðið upp á alla almenna við- gerðarþjónustu í samstarfi við löggild verkstæði á Suðurnesj- unr. Aö jafnaði hýsir Bílahúsið frá 350 - 500 bíla í mánuði í nýju sérhönnuðu, upphituðu húsnæði og fúll ábyrgð tekin á hvequm bíl. Fólk þarfþvi eng- ar áhyggjur að hafa af ástandi bílsins á nteðan það ferðast um heiminn. ALEX bflahúsið er með aðstöðu i komu og brott- fararsal Leifstöðvar, þar sem tekið er á móti biffeiðunum. Auk þess nýta sér margir að láta þrífa bilana. Er eigendur koma svo heint þreyttir eftir flugið biða ökutækin eftir þeirn, næst flugstöð, ný þrifiiir og fínir, ef óskað er. 1. júní sl. var svo opnaður nýr angi í rekstrinum, gistiheimili, til að koma til ntóts við óskir fólks, er ferðast hefbr um lang- an veg og vill fa að gista, á við- ráðanlegu verði, fyrir eða eftir flug. Gefst þannig tækifæri tíl að hvílast og fara síðan með stuttum fyrirvara í Leifsstöð, sent er í tveggja minútna §ar- lægð og vera þannig laus við stressið. Að sögn Guðmundar var mótelið, eins og hann kýs að kalla það, innréttað með það í huga að hafa það eins þægilegt og heimilislegt og völ er á. Þar eru sjö herbergi, tvö ^ölskylduherbergi og fimm tveggja manna herbergi og eru þau öll ntjög stílhrein og skemmtileg. 1 gistihúsinu er snyrting þar sem hægt er að fara í sturtu, þvottaaðstaða og matsalur þar sent boðið er upp á ntorgunverðarbakka, á hveij- unt degi. Þaö hefúr töluvert verið bókað á þeim stutta tima, sent opið hefúr verið og hafa ferðaþjónustuaðilar núkið spurst fyrir og kynnt sér starf- sentina. „Gistinguna reynum við að hafa hagkvæma, heim- ihslega og með þægilegu að- gengi, fyrir okkar gestí“, segir Guðmundur og bættí því við að það væri ekki eingöngu fólk sem kæmi langt að sem kæmi og gistí, heldur einnig fólk af höfuðborgasvæðinu sem vildi fa að sofa einunt tíma lengur. Boðið verður upp á pakkatilboð fyrir fólk sem gistir og lætur geyrna bflinn, auk þess að mögulegt er að fa ókeypis akstur, til og frá flug- vehinum, fyrir þá sent ekki eru á bíl. Guðmundi hst mjög vel á suntarið og er hann bjartsýnn á að fyrirtækið rnuni halda á- fram að blómstra og finnst á- nægjulegt að geta boðið upp á nýjan þátt í þessari skemmtí- legu þjónustu. Þess má geta að Alex er með heimasíðu á netinu þar sem fólk getur kynnt sér betur starfsemi fyrirtækisins. Þar er m.a. hægt á einfaldan hátt að afla sér upplýsinga um bíla- geyntslu, þrif og/eða gistíngu. Veffang: http://www.alex.is Sími:421-2800, fax:421-4285, netfang:alex@alex.is 8 SUMARBLAÐ VlKURFRÉTTA [ JÚNl 2002 ]

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.