Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 42
GOLFVELLIRNIR á Suðurnesjum Úrval golfvalla á Reykjanesi er mikið, en þeir eru fjórir talsins. 18 holu golf- völlur er í Leirunni, 13 holu völlur í Grindavík og í Sandgerði og á Vatns- leysuströnd eru 9 holu vellir. Skemmtilegir vellir bæði fyrir byrjend- ur jafnt sem lengra komna. Hólmsvöllur í Leiru, sem er að margra mad fallegasti og skemmtilegasti golfvöllur landsins, er eini átján holu völlurinn á Reykjanesi. Strandvöllur í stórbrotinni náttúrunni þar sem iðandi fuglalíf hljómar í eyrurn golfara. A Hólmsvelli er Qöld- inn allur af skemmtilegum holum og íná þá helst nefna Bergvikina, þriðja holan, þar sem margur kylfingurinn hef- ur þurft að sjá á eftir golfbolt- um til sjávarguðanna á einni erfiðustu holu landsins. I Leirunni er glæsilegur golf- skáli þar sem gott útsýni er yfir völlinn af svölunum.Veit- ingasala er í skálanum og einnig golfverslun þar sem hægt er að kaupa allt til golfiðkunar. Æfingasvæði er ekkert slor en skammt frá golfskálanum er yfirbyggt „driving range“ þar sem hægt er að æfa sveifluna og svo má ekki gleyma Jóelinum sem er níu holu völlur, sérstakiega ætlaður nýliðum. 42 SUMARBLAÐ VlKURFRÉTTA [ JÚNÍ 2002 ]

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.