Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 46
EKIÐ UM REYKJANESBRAUTINA Á Keflavíkurveginum - á leið suður Á ferð um Reykjanesbraut - hringtorg við Rósaselsvötn. egar ekid er um Keílavíkurveg- inn virðist fatt markvert að sjá. En ef betur er að gáð kernur annað í ljós. Þegar ekið er frá Hafhar- firði að alþjóðaflugvellinum í Keflavík birtist t.d. eftirfarandi út unr bílrúð- una: Þegar komið er á móts við álverið eru hleðslur á hraunhól á vinstri hönd. Um miðjan sjötta áratug 20. aldar kannaði Kristján Eldjárn og fleiri ganflar hleðslur í Kapefluhrauni (Njjahrauni), sem taflð er að hafi runnið á sögulegum tírna. I ljós kom að um kapellu var að ræða. 1 henni fundust ýmsir munir, sem varðveittir eru nú á Þjóminjasafninu. Kapellan var eyðilögð við framkvæmdir í byij- un sjöunda áratugarins, en var endur- hlaðin þarna svo tilvist hennar færi ekki forgörðum. Næst á vinstri hönd er starfsmannahús ISALs við Gerði, einn af gömlu Hraunsbæjunutn.Tóftir gamla bæjarins eru sunnan bústaðarins og þar liggur Gerðastígurinn upp með sunnanverðum hraunkanti Kapelluhrauns. A leið hans upp í Hrauntungurnar vestan við Krýsuvík- urveginn eru margar skemmtilegar minjar fýrrum búskaparhátta. Þá má sjá bæjarstæði Þorbjarnastaða á vinstri hönd, handan jarnarinnar. Sunnan þess liggur Alfararleiðin á Umesin, vel vörðuð og enn fjölfarin. Hægra meg- in er Straumur, listamiðstöð Hafnfirð- inga. Skammt sunnan hans sést faflega hlaðið gerði norðan við tjörn, Urtar- qörn.Tjörnin er sérstæð fýrir þær sak- ir að í henni gæti sjávarfalla. Ofan á flýmr ferskvatn og gerir það tjörnina sérstaka.Við hana vex ýntis gróður, sem annars er ekki að finna við sjávar- síðuna.Vörðurnar í hrauninu á hægri hönd er leiðin yfir að Lónakoti. Þegar komið er framhjá bæjarmarkaskiltinu má sjá Öttarstaðafjárborgina nokkuð utan vegarins vinstra rnegin. Hún hef- ur einnig gengið undir nafninu Kristrúnarborg. Skammt sunnar sjást litlar vörður á hraunhólum vinstra megin. Undir þeirn, sem er lengra frá, er Loftskútahellir í jarðfafli sunnan undir honum. Hlaðið er fýrir skútann. Hann var m.a. notaður sem geymslu- staður fýrir fiiglaveiði bænda. Frá þess- um stað má á góðum degi greina sel- in uppi i hraununum; Straumssel, Ott- arstaðasel og Lónakotssel. Utar er Hvassahraunssel.Vörðurnar framund- an vísa á sehð. Þar eru þijár tótrir og tveir hlaðnir stekkir undir holti. Best er að greina selin á vorin áður en grasið fer að grænka. Þá greina þau sig vel fra brúnu og gráu litunum í hrauninu. A hægri hönd er Bjarghellir og þá sést vel til húsanna í Hvassa- hrauni hægra megin. Nýja tímburrétt- in er við rauða braggann næst vegin- unt, en gamla hlaðna réttin er á bak við hraunhól þar sem ganfli vegurinn er hæstur skammt norðar. A vinstri hönd eru sérstæðir hraunkadar, en um gervigíga er um að ræða. Þeir hafa myndast við gasuppstreymi. Sams konar kadar, en stærri, eru sunnan Suðurlandsvegar undir Lögbergs- brekkunni. Utar í hrauninu má greina þijár spýtur. A milli þeirra er gat, Hvassahraunsbrugghellir. Hans leitaði Blönd Blöndal nflkið á bannárunum. Rétt áður en komið er að Kúagerði sjást Ifleðslur á hægri hönd. Þær eru sennilega leifar fjárborgar, eða -skjóls, en lflud hennar hefhr þegar verið fjar- lægur. A vinstri hönd er Afstapahraun. Upp i gegnum það gangaTóurnar, gróðurbelti, þar sem hrís var tekið á öldum áður.Auðvelt er að ganga um úfið hraunið upp í gegnunrTóur þessar, langleiðina upp í Sóleyjarkrika. í Kúagerði voru tvö kot, Akurgerði og Kúagerði.Vegurinn var lagður yfir það fýrrnefnda, en litíð er efdr af hinu siðarnefnda. Þó rná sjá hleðslur ef vel er að gáð. Rétt áður en konflð er að gatnamótumVatnsleysustrandarvegar sést Alfararvegurinn hægra megin við veginn. Þar liggur hann áfram út með ströndinni og heirir þá Almennings- vegur. Hólarnir við Keflavíkurveginn ffamundan heita Hrafnhólar, þar sem loftnetín eru. A leiðinni upp brekkuna sést fallegt vantsstæði á vinstri hönd og skammt sunnan þess eru hleðslur á hól,Vatnaborgin, gömul fjárborg fra Vatnsleysu. Þegar ekið er ffamhjá loff- netunum sjást tvær vörður á vinstri hönd. Þær heitaTviburar og eru hluti af vörðum er visa á Flekkuvíkursel. Röð selja eru þarna í heiðinni, alveg innan að Seltjörn við Grindavíkur- veginn. Sjá má sum þeirra ffá vegin- um, s.s. Fornusel, Auðnasel, Knarrar- nessel, Brunnastaðasel ogVogasel. Hægra megin við veginn sést Strand- arborgin vel, fallega hlaðin fjárborg, sem haldið hefur verið við.Vestan hennar liggur Þórustaðarstígur yfir veginn, en hann liggur siðan áffam upp hraunið, alveg upp á Vigdísarvelli. Hægra megin, nokkuð fjarri vegin- um, sést þúst á hraunhrygg. Þar er Breiðagerðiskrossgarður, annar tveggja krossskjólgarða á leiðinni.Vinstra megin eru Breiðagerðisslakkinn. I honum er t.d. flak þýskrar flugvélar, sem skorin var niður i byijun stríðsins. Þær sjást þó ekki fiá veginum. A hægri hönd er há varða svo til alveg við veginn. Þetta er Þyrluvarðan. Hún var hlaðin efdr að bandarísk þyrla fórst þar skammt ffá í bytjun sjöunda áratugarins. Keilir blasir vel við lang- leiðina suður efrir. Hann er nokkurs konar sérkenni Reykjaness. Handan hans má sjá Trölladyngju og Núps- hlíðarhálsinn, en sunnar er nflkill fjallsmassi, FagradalsQafl. Það er í raun heinrur út af fýrir sig. Hæsta bunga heiðarinnar ber nafiflð Þráinsskjöldur, en hann er ein stærsta hraundyngja hér á landi. Á og utan í hól á vinstri hönd má sjá hleðslur. Þær eru annaö hvort gamall nátthagi eða rúningsrétt. Ef vel er að gáð má sjá Hringinn, ganfla fjárborg, í lægð nokkuð fiá veginunt hægra megin. Best er að þekkja staðsetningu hans á þrernur vörðum er mynda þríhyrning á hraunhryggjum. Hann er í nflðju þeirra. Lengra, rétt áður en konflð er að Vogaafleggjaranum, má sjá ganfla fjárborg utan í hæð norðan vegarins, Gíslaborg. HandanVogavegarins er Gvendarstekkur, enn ein fjárborgin á þessu svæði, en þær eru a.m.k. sex talsins ffá Strandarborg að Gvendar- stekk. A vinstri hönd er klofinn grasi vaxin hóll. Þar gæri Þórusel hafa ver- ið, en það er þó óvíst. Þegar konflð er ffamhjá afleggjaranum sést vel yfir að Stapanunt á hægri hönd. Undir hon- um eru tófdr bæjarins Brekku og tvennra sjóbúða, Stapabúðar og Kerl- ingabúðar. Síðarnefnda tóftín er nteð elstu nflnjum á Reykjanesi.Við þær eru gamlir brunnar. Sést vel í Reið- skarðið þar sem ganfla þjóðleiðin lá upp á Stapann og áffam yfir til Njarð- víkur. Hún er enn mjög greinileg þarna á millum. A vinstri hönd er tré- skiltí nálægt veginum. Á því stendur “Skógfellavegur”. Það er ganfla þjóð- leiðin ffáVogum til Grindavikur, nflk- ið farin. Það sést vel á leiðinni þar sem hún liggur á milli Skógfellanna. Hafa hófar, klaufir og fætur ferðalanga markað þar djúp för í hraunklöppina. Sést yfir að Hábjalla á vinstri hönd og Snorrastaðatjarnir. Norðan þeirra er enn eitt selið, Snorrastaðasel. Nýjasel er austan vamanna. Þar þótri varla vært vegna reimleika, sem síðar yfir- færðust á Stapann. A Stapanum, við ganfla þjóveginn, á hægri hönd er gömul landmælingavarða. Ofan við hana eru leifar ganfla herspítalans, sem varð eldi að bráð. Ofar í holtinu sjást veggir, sem hlaðnir voru i atvinnu- bótavinnu unt matjurtargarða skömmu eftir aldamótin 1900. Þegar konflð er ffamhjá Grindavíkuraf- leggjaranum sést hvar ganfli vegurinn suður ril Grindavíkur hefrir legiö.Við hann á vinstri hönd eru veggir gam- allar fjarskiptastöðvar, sem aldrei varð. Vegurinn liggur síðan niður að Sel- tjörn og áfíram í gegnum hraunið. Sunnan við tjörnina er Innra-Njarð- vikursel með tilheyrandi mannvirkj- um. A hægri hönd sést Grímshóll bera hæst.Við hann liggur ganfla leið- in, nfllli Voga og Njarðvíkur. Skanunt vestar, einnig á hægri hönd, sjást tnargar hdar vörður á hraunhól, Tyrkjavörður. Ekki er vitað um tilvist þeirra. Ofar ber stóra vörðu á brún, Brúnavarðan. Neðan hennar, nær berginu, var Kolbeinsvarða, en þar voru landamerkiVoga og Njarðvíkur. Á vinstri hönd sést há varða nokkuð ffá veginum, Stúlknavarðan.Við fótst- all hennar er áletrun og ártahð 1777. Skammt vestar, einnig vinstra megin, sést nflkið mannvirki á hól. Þetta er Stóri-Krossgarður, hinn skjólgarður- inn á leiðinni. Framundan liggur forn þjóðleið frá Njarðvíkum til Grinda- víkur, Skipsstígurinn. Sunnan vegarins er því nfiður búið að girða þvert yfir þjóðleiðina svo ferðalangar verða að taka á sig nokkurn krók til austurs til þess að komast inn á hana aftur. Bæði Skipsstígurinn og Skógfellagatan eru um 16 km langar. Uppi á brekkunum gegnt herstöðinni eru hleðslur á vin- stri hönd. Þær hafa verið umhverfis bragga Bretanna, sem þarna voru svo ril út um allt í upphafi síðari heims- stytjaldar. Skömmu áður en komið er að hringtorginu eru vötn á hægri hönd, Rósaselsvötn. Norðan þeirra, nær veginum, eru tófrir Rósasels og stekkur við þær. Þegar ekið er út úr hringtorginu áleiðis að flugstöðinni má sjá móta fýrir gömlu þjóðleiðinni að Sandgerði. Hún var fjölfarin á öld- um áður, en villugjörn. A þeirri leið urðu margir úri í vondurn veðrum, flesrir á leið ffá kaupmanninum í Keflavík. A vinstri hönd eru hleðslur kjahara efdr hús Bretanna, en utar í móanum eru leifar gamallar fjárborg- ar. Framundan er svo Leifsstöð - lflið landans að annars konar nflnjum. Óniar Smári Ármannsson SUMARBLAÐ VlKURFRÉTTA IJÚNÍ 2002 ] 46

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.