Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 48
m. ^ Jónsmessu- töfrar í Bláa lóninu Jónsmessunótt er ein mest töfrandi og ævintýralegasta nótt ársins. I tilefni Jóns- messunnar verður Bláa lón- ið opið til kl 01:00 sunnu- daginn 23.júní. Einnig er boðið upp á Jóns- messugöngu á fjallið Þor- björn sem er staðsett í næsta nágrenni við Bláa lónið. Gangan er árlegur við- burður og eykst fjöldi göngufólks nteð ári hveiju. Lagt verður af stað kl 20:00 frá Sundlaug Grindavíkur og er hópurinn væntanlegur í Bláa lónið um kl 23:00. KK mun fara með göngu- fólki á Þorbjörn og taka lagið þegar á toppinn er komið. Sætaferðir vegna göngunnar eru frá BSI kl 19:15 og frá Keflavík (SBK) kl 19:30. Rúturnar fara til baka kl 00:30 Jónsmessudagskráin er sam- vinnuverkefni Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Á síðustu tveimur árum hafa Steinþór Jónsson, hótelsgóri á Hótel Keflavik, ogjón Þór Maríus- son felagi hans gert tilraunir með hvalaskoðun- ar- og skemmtiferðir á sæþotum. Kalla þeir æv- intýrið “Kick ferðir” enda fatt sem jafnast á við hraða ferð á sæþotu á fallegum Faxaflóanum með hvali og fugla í návigi. Hótel Keflavík býður í dag uppá fjórar sæþot- ur, þijár þriggja manna að gerðinn Sea DoollOhp og eina tveggja manna Kawasaki 85hp. Aðstaða fýrir sæþotur og þurr-galla er hjá Sportköfunarskóla Islands í Grófinni og er hún til mikilar fýrirmyndar. „Mikilvægt er að að- staða fýrir gesti sé góð þar sem allir þurfa að vera í þurrgalla, hafa björgunarvesd, skó, hjálm og fl. og má segja með sanni að þetta ævintýri væri ekki mögulegt nema vegna aðstoðar hers- höfðingja Bláa hersins, Tómasar Knútssonar", sagði Steinþór og bættí við að öryggismál væru í hávegum höfð og hefði fýlgdarbátur verið með í flestum ferðum, sérstaklega þegar um nýja aðila er að ræða. I dag er Hótel Keflavík eina fýrirtækið í heim- inum sem býður uppá hvalaskoðun á sæþotum og hér er því um að ræða mikið frumkvöðla- starf. Þar sem ánægja þeirra sem þetta hafa pru- fað er gríðarleg telja felagarnir, Steinþór og Jón Þór, að stutt sé í að aðrir taki þessa hugmynd upp, jafnvel hér á Islandi og hafa þeir þegar heyrt hugmyndir á þá leið. Segir Steinþór að gaman sé að finna nýjar leiðir til afþreyingar en Hótel Keflavík hefur verið leiðandi í nýjungum i ferðaþjónustu um árabil. Auk hvalaskoðunarferða bjóða “Kick ferðir” uppá skoðunarferðir með Berginu að Garð- skagavita en þar er að finna mörg skemmtileg björg og iðandi fuglalíf. Á Garðskagavita er hægt að skoða gamla gufukada frá skipsköðum fýrri tíma. Þá hafa felagarnir í hyggju að bjóða uppá ferðir að Eldey frá Sandvík en slík ferð kallar á gott sjólag og mikinn undirbúning. Að sjálfsögðu er hægt að fara hvert sem er og þá eru skíðin keyrð á þann stað sem best hentar að leggja út frá. Þá er bara fýrir alla sem vilja fa meira út úr líf- inu að hafa samband við þá á Hótel Keflavík og kanna möguleika á ævintýraferð lifs síns. Einnig er hægt að fa frekari upplýsingar á www.kef.is. i ÓKEYPIS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.