Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 20.06.2002, Blaðsíða 44
REYKJANESBÆR Ahugaverðar gönguleiðir Reykjaneshryggurinn er kannski ekki þekktasta náttúruparadís Islands en þar er hins vegar náttúran engu lík. Reykjanes^allgarðurinn í öllu sínu veldi með fjöll eins og Keilir, tignarlegt fjall í miðju hrauni, þar sem umhverfið milli fjallanna minnir helst á tunglið. Umhverfið er grá- leitt og þar er gamalt mosavaxið hraunið í samspili við græn engi. Sandvík og svæðið þar í kring er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir vini og vandamenn að koma saman og njóta náttúrufeg- Gönguleiðir og aðrar náttúruparadísir eru vel merktar á korti í miðju blaðsins og þargetur fólk áttað sig betur á hvað er að finna á svæð- inu og hvar staðirnir eru staðsettir. urðar í góðu veðri. Þar er flott strönd þar sem m.a. er hægt að fara í strandblak og fleiri strandleiki ásamt ýmsu öðru. Hafharbergið er mjög tignarlegt og þar er fjölskrúð- ugt fuglalífið í miklum blóma í hrauninu og klett- unum. Þar er einn besti fhglaskoðunarstaður á suðvesturhorninu og þar er stutt 40m gönguleið sem orðin er mjög vinsæl hjá göngufólki. Ymis hverasvæði eru á Reykjanesinu, s.s. Gunnu- hver. A Reykjanesvitasvæðinu eru ýmsar merktar gönguleiðir út á Reykjanestá og að Skálafelli og einnig ftáValarhnúk út á Onglabrjótsnef þar sem hægt er að fara í stuttar gönguferðir í fallegri og skemmtilegri náttúru en þess má geta að á Reykja- nesinu er mikið um merktar gönguleiðir s.s. Presta- stigur, Skipsstígur og Skófallavegur sem eru mjög vinsælar leiðir. A Stafnesinu, frá Hvalnesi að Básendum sem er forn verslunarstaður frá tímum einokunarverslunar, má sjá rústir af húsum og festingar polla sem festir hafa verið i klappirnar þar sem verslunarskipin voru fest. Bergið í Reykjanesbæ er einnig dæmi um fallegt útivistarsvæði og í góðu veðri er þaðan ómótstæði- legt útsýni til höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru bara lítil dæmi um náttúrufegurð Reykja- ness og væri hægt að telja upp endalaust af stöðum, s.s. Bláa lónið, Garðskaga þar sem er §ara með hvít- um sandi og einnig mætti nefna Hópsnes í Grinda- vík og Þorbjörn, ffá fjallinu sést vitt yfir Reykjanes- ið o.fl. staði. Prestastígur á Reykjanesi (Ólafur Sigurgeirsson, grein sem birtist í „handriti" fyrir ferð sem farin var um svæðið á vegum Ferðamannafélags íslands) 1785. Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum §ölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafhinu er þó líkleg að með prestakallalögum ffá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þegar þessi forna þjóðleið er farin ffá Höfhum liggur leiðin ffá Kalmansgörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugsvörðugjá og siðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fýlgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. A vegi okkar verður þá nýlegur vega- slóði sem er tilkominn vegna lagningar ljósleiðara. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi. Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagijót hefiir verið tint úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið ver- manna af Suðurlandi, sem sóttu sjó ffá Höfhum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda, þótt þeir hafi einnig farið sjóleiðina, en á 17. og 18. öld urðu þeir að sæta því í nokkra ára- tugi að sækja verslun þangað sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skip- skaða sem urðu þar á fyrri hluta 17. aldar. Þá hefur Sigvaldi Sæmundsson póstur verið þarna á ferð á leið sinni mifli Básenda og Grindavíkur en hann var fýrsti póstur senr ráðinn var með skriflegum samningi til póstferða árið Hafifir voru fýrr á öldum blónfiegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikifl búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stór- fellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kot- vogi, en hann gerði út þijú skip á árun- um 1870 - 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heinfilismanna. Ketill var meðal auð- ugustu manna landsins á sinum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorftina ogjárngerðarstaði í Grindavík. Landkostum hefur á síðari árum hrak- að mjög í Höfiium vegna sandágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haugsendar, sem fóru snemma í eyði. Haugsendar voru nfilli Kirkjuvogs og Merkisness, tún þar voru mikil, húsaskipan vegleg og myndarlega búið. Sagnir um manifiíf þar lifa í gönflum húsgangi: A Haugsendum er húsavist sem liöldar lofa. Þar hefur margur glaður gist, og gleymt að sofa. I seirnfi tið er farið að nefha þessa fornu þjóðleið Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimild- um. Geir Bachmann lýsir þeim þjóð- leiðum sem fiá Grindavík liggja í sókn- arlýsingu fiá 1840. Hann nefhir með nafifi fýrstu þijá aðalvegi yfir hraunin en segir svo:“Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarveg- ur má kallast, liggur upp frá Húsatóft- um í útnorður ofan í Hafitirnar og er hann sá einni sem héðan farinn verður þangað”. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefhir ekki með nafifi. SUMARBLAÐ VlKURFRÉTTA [ JÚNÍ 2002 ] 44

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.