Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR Dræm veiði hjá neta- bátum Dræm vciöi hcfur vcrið hjá netabátum í haust og scgja sjómenn aö vertíðin í ár sc með því vcrra scm þeir hafi kynnst. Víkurfrcttir slógu á þráð- inn til Hilmars Magnússon- ar skipstjóra á Stafnesi KE- 130, en hann var að veiðum á Eldeyjarboða: „Það hefur verið trekt maður minn,“ sagöi Hilmar og sagði að þeir heiðu litið verið á sjá upp á síðkastið vegna fisk- leysis: „Við fengum 6 tonn af ufsa í morgun og 9 tonn í gær en meira er það ekki. Þetta er verra en venjulega og þetta er svona hjá flestum netabátum hér á suðurströndinni," sagði Hilmar í samtali við Víkur- fréttir. Atvinnu- lausum fjölgar um fimm á viku jr Iiok október sl. voru 258 einstaklingar skráðir at- vinnulausir samkvæmt tölum frá Svæöisvinnumiöl- un Suðurnesja og er þetta mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra, en þá voru 101 einstaklingur skráðir atvinnulausir á svæðinu. Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Suðurnesja sagði í samtali við Víkur- fréttir að mikil aukning hefði átt sér stað síðustu vikur: „A mánudag voru 352 ein- staklingar skráðir atvinnu- iausir á Suðurnesjum. At- vinnuleysistölurnar hækka um 5 einstaklinga á viku að meðaltali, en hafa ber í huga að þetta er erfiðasti tíminn hvað þessi mál varðar. Við bjuggumst við lægð, en ekki svona djúpri. Við reiknum með að atvinnuleysistölumar fari hækkandi fram að ára- mótum, en þá koma t.d. upp- sagnir Byko til fram- kvæmda," sagði Ketill í sam- tali við Víkurfréttir. DAGLEGAf'- Pnfn»iMET|MU 6 FRÉTTIR OG MENNING Forval um klappar- losun og sjóvarna- garða samþykkt Erindi Hafnasamlags Suðumesja um að heimilað verði að auglýsa forval til að taka þátt í lokuðu út- boði vegna losunar á klöpp í Helguvík, landfyllinga og gerð sjóvamagarða í Keflavík og Njarðvík var samþykkt í bæjar- ráði Reykjanesbæjar i siðusut viku. Klöppin verður losuð af lóð í Helguvík þar sem fyrirhugað er að byggja stálpípuverksmiðju en nú stendur yfir fjármögnun á því verkefni. Þrjár íbúðahæðir ofan á Sportbúð Óskars? Skúli J. Bjömsson, fyrir hönd eigenda Hafhargötu 23 i Kefla- vík hefur spurst fýrir um það hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ hvort heimilað verði að breyta 2., 3. og 4. hæð að Hafnagötu 23 í íbúðir. Bygginga- og skipulags- nefnd Reykjanesbæjar hefúr tek- ið erindið fýTÍr. Nefndin tekur vel í að húsnæðinu verði breytt í í- búðir. Svalir á byggingunni á þeirri hlið er snýr að Hafnargötu (tarf að skoða nánar, segir í fúnd- argerð nefhdarinnar. Hvolpurfannst á Reykjanesbraut Þessi litli hvolpur fannst á Reykjanesbraut, til móts við Go-kart brautina sl. sunnudag. Hvolpurinn var tíl aö byrja með í góðu yf- irlæti á iögreglustöðinni í Keflavík, en síðan var farið með hann á hundahótelið á Hafurbjarnarstöðum. Hvolpurinn er meö ól um hálsinn og Ijóst cr að hann hefur ákvcðið að fá sér göngutúr, einn út í hinn stóra hcim. An efa vill hann komast hcim til fjölskyldu sinnar. Þeir sem þekkja þennan litla hvolp er bent á að hafa samband við hundahótelið á Hafúrbjamarstöðum eða lögregluna í Keflavik. Lögreglan lokaði skemmtistað Afostudagskvöld lokaði lögrcglan í Keflavík skemmtistað í Rcykja- nesbæ vegna ófullnægjandi mannahalds. Að sögn Jó- hannesar Jenssonar, lög- reglufulltrúa í Keflavík, var búið að hafa ítrekað sam- band við leyfishafa unt þessi mál: „Þegar lögregla kom á staðinn kom í Ijós að dyra- verðir voru undir aldri, auk þess sem leyfishafi var ekki á staðnum. Það var búið að hafa ítrekað samband við leyfishafa og óskað eftir því að hann bætti úr þessum. máluni. En það var ekki gert og þess vegna var gripið tii þess ráðs að loka staðn- um,“ sagði Jóhannes í sam- tali við Víkurfréttir. Víkurfréttir hafa fengið stað- fest að um skemmtistaðinn N1 bar sé að ræða. Staðurinn mun hafa opnað aftur sólarhring síðar eftir að hafa tekið á sínum málum. Fiskmarkaður Suðurnesja: Salan á síðasta ári tæplega 3 ISjávarfréttum kemur fram að mikil hækkun á fiskvcröi iiafi einkennt viðskiptin á fiskmörkuðum iandsins áriö 2001. Heildarmagnið minnkaði úr 98 þúsund tonnum í 95 þús- und tonn eða um 3%, en þrátt fyrir það jókst söluverðmætið um 26%, úr 11,6 milljöröum króna í 14,6 milljarða. Mcðal- verð á öllum fisktegundum árið 2001 nam samanlagt 153,90 kr/kg. samanborið við 114,29 kr/kg árið 2000. Hækk- un meðalvcrös milli ára var 35%. A síðustu misserum hafa fisk- markaðir í landinu verið að sam- einast í tvær stórar blokkir. Ann- ars vegar er Fiskmarkaður Breiðafjarðar sem er langstærsti markaðurinn en á árinu 2001 var heildarsala markaðarins 36.700 tonn. Hinsvegar er Fiskmarkaður Suðurnesja (FMS), en um ára- mótin 2001/2002 sameinuðust Fiskmarkaður Hornafjarðar og Fiskmarkaður Suðurlands í Þor- lákshöfn, Fiskmarkaði Suður- nesja, en áður hafði Fiskmarkað- urinn í Hafnarfirði runnið inn í FMS. Auk þess starfrækir FMS fiskmarkað á ísafirði og í Bol- ungavík. Heildarsala þessara markaða á árinu 2001 nam 35.100 tonnum að verðmæti 5.140 milljónum króna. Fiskmarkaður Suðumesja er ann- ar stærsti fiskmarkaður landsins. Ef litið er á sölutölur markaðar- ins frá árinu 1997 kemur fram að salan á því ári nam í tonnum talið 29.296 tonnum, árið 1998 voru seld 26.580 tonn, árið 1999 nam salan 23.697 tonnum, árið 200 vom seld 20.948 tonn og í fyrra nam salan 18.094 tonnum. Ef magnið er borið saman við verð- mæti í milljónum króna kemur fram að verðmætið hefúr aukist verulega þrátt fyrir samdrátt í magni. Árið 1997 nam verðmæti seldra afurða hjá Fiskmarkaði Suðurnesja 2.187 milljónum króna, árið 1998 nam verðmætið 2.414 milljónum, árið 1999 nam verðmætið rúmlega 2,5 milljörð- um og árið 2000 var verðmætið 2.344 milljónir. í fyrra var verð- mæti seldra afurða FMS rúmlega 2,8 milljarðar króna. I samtali við Fiskifréttir sagði Ragnar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri FMS að markmið- ið með sameiningu markaðanna sé að stuðla að hagræðingu í yf- irstjórn og aukinni hagkvæmni með samnýtingu eigna: „Upp- gjör fyrir Fiskmarkað Suðumesja á árinu 2001 er töluvert hagstætt. Að vísu hefur seldur afli sums staðar farið minnkandi, einkum á Suðumesjum þar sem samdrátt- urinn frá fyrra ári er 800-1000 tonn, en á móti kemur að veruleg hækkun á fiskverði hefur orðið þess valdandi að afkoma Fisk- milljarðar markaðar Suðurnesja og dóttur- félaga hans er mjög góð.“ Að sögn Rangars er það ekkert iaunungarmál að fiskmarkaðam- ir hefðu á árinu 2001 ekkert síður en á árunum þar á undan, misst viðskipti vegna aukinnar til- hneigingar hjá útgerðum til að selja aflann beint til þeirra fisk- verkenda sem geta útvegað þeim kvóta sem gengur upp í fiskverð- ið: „Okkur er ekki leyft að gera upp við útgerðarmanninn á sömu forsendum og fiskverkanir kom- ast upp með að gera. Við gjöld- um þess að vinna fyrir opnum tjöldum. Eðlilegast væri að fisk- markaðarnir skiluðu útgerðar- manninum peningunum fyrir fiskinn og það væri síðan á hans ábyrgð að gera upp við sína sjó- menn. Samningar sem bundnir eru í lög kveða hinsvegar á um að gert skuli upp á löglegu upp- boðsverði. Það kemur oft fyrir að FMS er beðinn um að lána mönnum fyrir kvóta, en það er skýr stefna okkar að hafha slíkri fyrirgreiðslu. Við höfum einu sinni fengið á okkur dóm vegna þessa og tökum ekki þátt í því framar, enda teljum við það ekki hlutverk okkar. Þessi þróun í átt til aukinna beinna viðskipta er hinsvegar eitt mesta áhyggjuefni fiskmarkaðanna til framtíðar því hún dregur fra okkur viðskiptin."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.