Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 21.11.2002, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 21.11.2002, Qupperneq 12
47. tölublað • fimmtudagurinn 21. nóvember 2002 TÍMAMÓT HJÁ SAMKAUP HF. Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri opnaði Samkaup 18. nóvember 1982. Til hliðar má sjá mynd af Samkaup á fyrstu dögum markaðarins eins og sjá má á bílunum! Samkaup 20 ára Sjö ára Suðurnesjakrakkar á 7 ára afmælisdegi Samkaupa 1989. Að neðan má sjá Guðjón Stefánsson, núverandi framkvæmda- stjóra Samkaupa gæða sér á piparköku og jólaglöggi í búðinni. Samkaup átti 20 ára afmæli 18. nóvembcr sl. og fagnar því með afmælistilboðum og fleiru í afmælismánuðinum. Að sjálf- sögðu verðu afmælistertan á sínum stað á föstudag en þá mun Jóhanna Hallgrímsdóttir skera Ijúfa tertu ofan í viðskiptavini cn það hefur hún gert á hvcrju ári frá því versl- unin opnaði. Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Samkaup opnaði en opnun stórmarkaðarins þóttu mikil tíðindi árið 1982. í Kaupfélagsblaðinu sem gefið var út í tilefni opnunar Samkaupa segir að markmiðið sé að bæta verslunarþjónustu og lækka vöruverð. Bygging hússins tók rúmt ár frá þvi fyrsta skóflustungan var tekin 17. júlí 1981 en framkvæmdir hófust síðan 5. september sama ár og komu fjölmargir iðnaðar- Birgir Scheving, Kjötselsstjóri hefur stýrt kjötvinnslunni frá 1962. Með honum er Axel Jónsson í Matarlyst en hann hefur oft unnið með Samkaup í kynningum á kjöti og fleiru. Að neðan má sjá inn í Samkaup fyrir nokkrum árum en meðal nýjunga við opnunin árið 1982 var sjálfsafgreiðsla á ávöxtumog grænmeti. k * T .11 ina menn og aðilar að byggingunni en byggingameistari hússins var Sveinn Ormsson. Fyrsti verslun- arstjórinn var Kristján Hansson en hann lést fyrir nokkrum árum. Hann var jafnframt bygging- arstjóri Samkaupa. í viðtali við Kaupfélagsblaðið í nóv. 1982 sagði Kristján að ýmsar breyting- ar yrðu við opnunun Samkaupa. Síðan segir orðrétt úr viðtalsgrein við Kristján: „Hann sagði að verð á matvöru yrði ætíð á sem hagstæðustu verði og lögð yrði áhersla á að vöruúrval yrði sem mest. Þá sagði hann að kaupfélagið myndi bjóða ýmsar vörur á tilboðsverði. Hann lagði áherslu á að gott kjötborð yrði haft í versluninni og í því sam- bandi hefði verið ráðinn mjög fær matreiðslumaður og myndi hann veita viðskiptavinum ráðgjöf varðandi kjötvörukaup". Og meðal fleiri nýjunga sem Suðumesjamenn voru ekki vanir á þessum árum má nefha sjálfs- afgreiðslu á ávöxtum og græn- meti. Það er því óhætt að segja að timamir hafi breyst mikið eins og reyndar margt hjá Sam- kaupum á tveimur áratugum. A sama tíma og Samkaup opnaði fluttist rekstur kjötvinnslu Kaupfélags Suðumesja í nýtt hús Samkaupa og fékk einnig á sama tíma nafnið Kjötsel. Birgir Scheving sem hefur veitt henni forstöðu síðan 1962 er enn á sama stað! Sjö verslunarstjórar hafa gegnt því starfi á tuttugu árum Samkaupa. Sá fýrsti var eins og fyrr greinir Kristján Hansson (1982-84) en síðan komu Magnús Jónsson (1985-19888), Gylfi Kristinsson (1989-1992), Axel Nikulásson (1993-1994), Sturla Eðvarðsson (1994-1999). Núverandi verslunarstjórar eru Kristján Friðjónsson og Hörður Sigfússon en þeir hófú störf árið 2000. 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.