Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 24
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ;; maður vikunnar Kallinn á kassanum hef- ur verið töluvert í sviðs- Ijósinu upp á síðkastið, en eins og lesendur Víkur- frétta vita skoraði hann á Hjálmar Árnason alþingis- mann að boða til opins borgara- fundar um læknadeiluna. Kallinum hafa borist fjölmörg skeyti þar sem honum er þakkað fyrir það að koma læknadeilunni á nýtt stig. En fáir þekkja Kallinn og vegna þess er hann maður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Kallinn á kassanum Fædd/-ur hvar og hvenær: Trúnaðarmál Atvinna: Pistlahöfúndur Maki: Enginn Börn: út um allt Hvaða bækur ertu að lesa núna? Lyfjahandbókina, kvótahand- bókina og bókina hans Ama. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þcgar þú vaknar á morgnana? Ég fæ alltaf góðar hugmyndir að pistlum á morgn- ana. Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Ég vildi ekki fyrir nokkum mun breyta um starfsvettvang, en ég neita því ekki að ég væri til í að fá tækifæri tii að skrifa pistil í The New York Times. Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir? Skrifa pistlana mína og lesa kvótahandbókina. Hvað fer mest í taugarnar á þér, og hvers vegna? Dugleysi og minnimáttarkennd sveitarstjómar- og stjómmálamanna. Ef þú værir bæjarstjóri einn dag, hverju myndir þú breyta? Mér finnst Ami standa sig mjög vel og hvet hann áfram í því góða starfi sem hann er að vinna. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Les allan lesendapóstinn sem mér berst. Hvað finnst þér mikilvægt að gera? Það er mikilvægt að veita ráðamönnum á Suðumesjum aðhald og þeir þurfa svo sannarlega á því að halda. Þeir em við stjómvölin í umboði kjósenda, þannig að þeir komast ekki upp með allt - þeir þurfa að vita af því og Kallinn á kassanum mun sjá um að láta þá vita. Hvað er mcð öllu únauðsynlegt í lífl þinu? Suðumesjaf.. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta rætast? Já, já, ég vil sjá Áma Sigfússon sem þingmann Suðurkjördæmis og ráð- herraefiii Suðumesjamanna. Ég bíð rólegur í fjögur ár. Gætir þú lifað án síma, sjónvarps, og tölvu? Nei, já, já. Ég myndi skrifa pistlana á klósettpappír ef því væri að skipta. Hvað er mikilvægasta heimilistækið á heimili þínu, og hvers vegna? Kaffikannan - ég þamba kaffi. Lífsmottó? Kallinn á kassanum hlífir engum og enginn er óhult- ur. Hjördís Birna Hjartardóttir, Ný-ung Þetta er náttúrulega deila á milli lækna og nkisvaldsins sem á ekki að bitna á bæjarbúum. Erla Ósk Jónsdóttir, Ungó Mér list ekki nógu vel á þessa deilu. Grái Kötturinn - Nýr sýningasalur í Keflavík Opnaður hefúr verið nýr sýning- arsalur til húsa að Hafúargötu 18 í Keflavík. Salurinn er hugsaður til útleigu fyrir listamenn og aðra sem vilja koma verkum sínum á ffamfæri. Salnum fylgir stór út- stillingargluggi og hægt er að fá hann leigðan til lengri eða skemmri tíma í senn. Allar upp- lýsingar veitir Magnús í síma: 696-5091. Sýning verður haldin á verkum Magnúsar Guðjónssonar og Gunnars Geirs í húsi Gráa Katt- arins ffam til áramóta. Þar er að finna verk eftir listamennina og verður ekki annað sagt en sú sýn- ing sé mjög forvitnileg enda fær- ir menn þar á ferð og eru allir listaunnendur hvattir til að kíkja við. Opnunartími sýningarinnar er ffá kl. 14:00 - 18:00 alla daga nema sunnudaga. Magnús sýnir verk sem unnin eru í gijót og smíðajám og eru það allt sérstæð verk. Listamað- urinn sækir m.a. fyrir- myndir í hijóstrugt fjöruborð og gróður þess. Þá eru þama verk sem túlka sýn listamannsins á mannlífið og margt fleira. Magnús sem er sjálffnenntaður, hefúr m.a. sótt teikninámskeið hjá Einari Hákon- arsyni. Þess má til gamans geta að Magnúsi var boðið að vera með í Vestnorrænni handverks- sýningu i Laugardalshöll, dagana 20. - 24. nóvember, og þáði hann að sjálfsögðu það boð en þar er að frnna handverk fólks ffá ýms- um löndum. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lágmyndir ffá ýms- um tímabilum á ferlinum. Gunn- ar hefúr haldið nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistar- manna. Gunnar Geir var við nám i Myndlistarskóla Reykjavikur, hjá Hringi Jóhannessyni ásamt þvi að sækja námskeið í Noregi 1978. Verk eftir kappann er m.a. að finna á Listasafúi alþýðu og Listasafni Borganess. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. VIKUR T opjt) Hjálmar Árnason fær lof vikunnar fyrir að hafa tekið áskorun Kallsins á kassanum svo fljótt og örugglega sem hann gerði. Góður þingmaður það! Njarðvíkingar fyrir að vera búnir að vinna tvo leiki í röð. Hlaut að koma að því. Óli Thord. fær lof fyrir að hafa farið til Kúbu í afslöppun, en það mátti cnginn vita af því. LASTIÐ Hjálmar Arnason fær last vikunnar fyrir að leyfa Helgu Valdimarsdóttur ekki að tala. Foreldrar sem senda börnin sín án endurskinsmerkja út í umferðina. Það er svo lítið mál að næla endurskinsmcrki í börnin. Drífið í því. Sýslumannsskrifstofurnar og OLÍS verslunin í Njarðvík fyrir að hafa lokað i hádeginu. Á hvaða öld lifa þeir? SKRIFIÐ! Víkurfréttir hvetja Suðurnesjamenn til að skrifa lesendabréf til birtingar hér á síðunni. Verið málefnaleg og stuttorð. Frábiðjum okkur deilumálum eða meiðandi umræðu. Víkurfréttir Grundaivegi 23 260 Njarðvík eða pc@vf.is Lesendabréf og aðsendar greinar berist fyrir hádegi á mánudögum til Víkurfrétta. ;; fimm á förnum vegi Elísabet Leifsdóttir, Aðalstöðin Mér finnst þetta bara ömurlegt. Hörður Kristinsson, Baldur Friðriksson, Bogga-Bar Biðskýlið Njarðvík Mér finnst þetta alveg skelfilegt. Þessi deila bara verður að leysast. 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.