Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 34
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is GLEÐILEGA HATIÐ FRÉl m R Afram verður röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu Framkvæmdastjóri og stjómendur Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja (HSS) hafa undanfarið átt við- ræður viö fulltrúa hcilsugæslu- læknanna sem sögðu upp störfum við stofnunina þann 1. nóvember s.l. Viðræðumar hafa rcynst árangurslausar og hefur strandaö á kröfum lækn- anna, m.a. um að fá aksturs- tíma til og frá vinnustað met- inn til vinnutímans og kröfu um viðbótar launaflokka. Stjórnendur HSS telja sig ekki hafa lagalegan grundvöll til að semja um sérkjör af þessu tagi við læknana sem sögöu upp störfum sínum 1. nóvember s.l. og hefur þessi skilningur veriö staðfestur af heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu. Eins og kunnugt er er það kjara- nefnd sem ákvarðar heilsugæslu- læknum laun. Samkvæmt lögum um kjaradóm og kjaranefnd nr. 120/1992 skal kjaranefhd “ákvarða föst laun fyrir dagvinnu og kveða á um önnur starfskjör. Hún úrskurðar hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega. Við ákvarðanir sínar getur nefhdin tekið tillit til sérstakrar hæfni er nýtist í starfi og sérstaks álags sem starfinu fylgir... Kjaranefndin skal og taka tillit til kvaða sem störfunum kunna að fytgja, svo og hiunninda og rétt- inda sem þeim fylgja, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningar- kjara.” Stjómendur HSS hafa boðið öll- um læknunum sem sögðu upp störfhm kjör sem eru í fullu sam- ræmi við nýlegan úrskurð kjara- nefhdar um laun heilsugæslu- lækna. Ljóst er að þessi niðurstaða hefur í för með sér að áfram verður tímabundin röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu. Tek- ið skal fram að heilbrigðisstarfs- menn sem starfandi eru á Heil- brigðisstofnun Suðumesja munu áffam reyna að leysa úr vanda þeirra sjúklinga sem leita til HSS. Stjómendur Heilbrigðisstofnun- arinnar vilja þakka fómfúst starf allra þeirra sem leggja sig ffam um að greiða götu sjúklinga sem leita til HSS og mæta þannig tímabundinni röskun í þjónustu heilsugæslunnar. Sömuleiðis vilja stjómendur HSS þakka þann skilning og biðlund sem sjúklingar hafa sýnt við erfiðar aðstæður. Það er von stjómenda Heilbrigð- isstofhunar Suðumesja að læknar ráði sig aflur til stofnunarinnar og að þjónustan við sjúka komist aflur í það ágæta horf sem hún var í áður en heilsugæslulækn- amir sögðu upp. Fréttatilkynning frá fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja Lyfja á Reykjanesi # Agætu viöskiptavinir! Q^leöileg jól, þökkum viöskiptin á árinu. Lyfja Keflavík, Hringbraut 99 Opið virka daga kl. 9-19 laugardaga kl. 10-16 sunnudaga kl. 16-18 Útibú Grindavík Opið virka daga kl. 9-19 laugardaga kl. 13.30-18 Qilvfja Læknar skrifa Suðurnesja- mönnum að eru tvö mál sem við fyrrverandi heilsugæslu- læknar við HSS lítum á sem aðalatriði í þróun niáia viö heilsugæslu HSS sl. vikur og hafa orðið þess valdandi að heilsugæslulæknar hafa ekki getað hugsað sér að hefja þar störf að nýju. Annars vegar er það umræða um akstur í vinnutíma, það er gefið í skyn að hægt sé að fækka stöðu- gildum um 2 með því að afhema það fyrirkomulag. Málið er ekki alveg svona einfalt. Vissulega hefur um klukkustund á hveijum virkum vinnudegi farið i akstur þar sem við búum utan Suður- nesja. Um það deilir enginn. Hins vegar hefur alveg verið horft ffam hjá þeirri staðreynd að við sinnum gæsluvöktum við HSS. Það þýðir að effir dagvinnu erum við á bakvöktum og erum kölluð út til að sinna verkefnum sem upp kunna að koma. Ef við byggjum á Suðurnesjum dveld- um við á heimili okkar milli út- kalla. Þar sem við erum á vinnu- stað á þessum bakvöktum þá höfum við sinnt pappírsvinnu milli verkefha. Þessari vinnu þarf að sinna, það þarf að fara í gegn- um póst svo sem læknabréf, yfir- fara rannsóknasvör, skrifa tilvís- anir, skipuleggja uppvinnslu sjúklinga og svo ffamvegis. Þeir læknar sem hafa ekki tekið vaktir hafa líka unnið lengri vinnudag en við hinir þar sem þeim nýtist ekki tími á vöktum til þessarar vinnu. Af þessum sökum viljum við meina að við höfum sinnt okkar vinnuskyldu og stundum meiru til. Ef afköst okkar á heilsugæslu HSS eru borin sam- an við afköst annarra heilsu- gæslustöðva á landinu þá kemur í ljós að afköst okkar eru ekki minni og í mörgum tilfellum meiri. Við höfum haldið uppi bráðavakt og tekið þar á móti ótakmörkuðum fjölda sjúklinga, vinnu sem hefirr verið mjög erfið og skilið eftir mikla aukavinnu við pappíra á eftir. Þetta fyrir- komulag hafa t.d. heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu gefist upp á sökum þess álags sem af því hlýst. Þetta snýst því urn sveigjanlegan vinnutima en ekki það að við höfúm ekki skilað okkar vinnu. Þetta hefur stjórn HSS alfarið leitt hjá sér hvort sem það er með vilja eða af vanþekkingu. Hitt aðalmálið sem tengist hinu fyrrnefnda er fyrirhuguð undir- mönnun heilsugæslunnar sem var þó nokkur fyrir. í viðræðum um endurráðningu var okkur sagt að 7-8 læknar ættu að duga til að sjá fyrir þörfúm íbúa Suðumesja fýrir heilsugæslu. íbúar á Suður- nesjum em um 17000. Ef miðað opið bréf er við 8 lækna þýðir það að 2125 manns séu á hvem heilsugæslu- lækni. Almennt er miðað við að það séu í mesta lagi 1500 manns á bak við heimilislækni í þéttbýli en um 1000 manns í dreifbýli. Samkvæmt túlkun kjaranefndar eru Suðurnes skilgreind sem dreifbýli en jafhvel þó miðað sé við 1500 manns á hvem heilsu- gæslulækni þá þarf að lágmarki 11-12 stöðugildi lækna við heilsugæslu á Suðumes. Nú em aðstæður þannig á Suðumesjum að þar er ekki sjúkrahús með lyfjadeild og þar til heyrandi bráðamótttöku eins og almennt gerist á þéttbýlissvæðum. Það þýðir að þyngri tilfelli, til dæmis alvarlegir hjartasjúkdómar svo sem hjartaáföll og takttruflanir, lyfjaeitranir og hjartastopp sem annars færu beint á bráðamót- töku sjúkrahúss koma til lækna heilsugæslunnar. Þetta em tíma- ffek verkefni sem auka mönnun- arþörf. Ofan á þetta bætist svo að á Suðurnesjum er alþjóðaflug- völlur þar sem mikill fjöldi manna fer um á degi hverjum. Um íslenska flugumferðarsvæð- ið fara þúsundir ef ekki tugþús- undir manna á hverjum degi. Komi upp alvarlegir sjúkdómar hjá flugfarþegum þarf heilsu- gæslan á Suðumesjum að sinna þeim. A móti þessu til að minnka mönnunarþörf kemur að læknar sjúkrahússins sjá um slysamótt- töku eins og tíðkast á þéttbýlis- stöðum. Kvensjúkdómalæknar sinna mæðravernd ásamt Ijós- mæðmm og bamalæknir kemur að hluta ungbarnaeftirlits á heilsugæslunni. Sé tekið tillit til þessara þátta þá álítum við ekki óeðlilegt að það starfi 11-12 fast- ráðnir heilsugæslulæknar á Suð- urnesjum. A þeim stöðum sem eru sambærilegir eru stöðugildi heilsugæslulækna enda yfirleitt á þessu bili, 1000-1500 íbúar á hvem heilsugæslulækni. A hvaða forsendum á að bjóða Suður- nesjabúum eitthvað minna? Áhrif undirmönnunar verða þau að enginn möguleiki verður á að mæta þörfúm íbúa á Suðumesj- um fyrir heilsugæsluþjónustu. Undirmönnun gerir starf þar afar óspennandi og slítandi fyrir heil- brigðisstarfsfólk sem svo aftur smitar út í starfsemina. Þetta mál er það sem skiptir sköpum í þeirri þungu ákvörðun okkar að ekki er grundvöllur til að koma aftur að störfum við HSS að gefnum þessum forsendum. Því fer fjarri að þetta sé barátta um hundraðkalla eins og nefnt hefúr verið í sjónvarpi. Gunnlaugur Sigurjónsson og Gunnar Þór Jónsson fyrrverandi heilsugæslulæknar við HSS 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.