Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 29
51. tölublað • fimmtudagurinn 19. desember 2002 GLEÐILEGA HÁTÍÐ Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson un var hann staðráðinn í því að ná fiillum bata: ,»Eg fór strax af fiillum vilja að berjast við þetta og reyna á hægri hliðina. Bar- átta mín var alveg á fullu og ég held að það hafi hjálpað mér mikið því ég ætlaði mér aldrei að gefast upp. Ég fer núna reglulega að synda og á sumrin er ég í golfinu. Ég hef verið á bíl þegar ég hef verið að spila golf, en næsta sumar ætla ég mér að ganga hringinn," segir Logi en eins og margir vita er hann forfallinn golfáhugamað- ur. „Getan í golfrnu er náttúru- lega mun minni en hún var. Maður veit ekkert hvernig sveiflan er því ég er ekki enn búinn að ná fúllu valdi á hægri hliðinni. En þetta kemur allt,“ segir Logi. Mikill áhugi lækna Fyrir rúmum 5 ámm seldi Logi stóran hlut í Tros til SÍF. Á síð- asta ári keypti svo SIF restina af hlutafénu í fyrirtækinu en ætlunin var að Logi myndi starfa þar áírarn. í september á síðasta ári buðu nýir eigendur Loga að fara í tveggja ára veik- indalfí á launum svo hann gæti náð sér. Logi þáði boðið og hann ætlar sér að nýta þann tíma vel. „Það skipti miklu máli að fá þetta svigrúm. Mér var ráðlagt að fara til taugasál- fræðings og það hefur einnig hjálpað mér mjög mikið með málið, minnið og lesturinn" segir Logi og bætir við að vegna þess hve fáir ná sér á strik eftir veikindi sem sem þessi þá hafi hann fundið fyrir miklum áhuga lækna á sér: „Sálfræðingurinn minn skipu- lagði fund þar sem yfir 20 taugalæknar komu og spurðu mig spjörunum úr. Þeim fannst það merkilegt hve vel ég hefði náð mér eftir þetta,“ segir Logi og brosir. Man illa nöfn Ýmis eftirköst hafa hrjáð Loga eftir veikindin og meðal annars á hann mjög erfitt með að rnuna nöfn og hann getur lítið lesið: „Það er ekkert að minn- inu mínu nema ég er agalega slæmur að muna nöfh. Það er alveg sama þó þú hafir sagt mér hvað þú hétir, þá gæti ég ekki munað það. Það er engin regla á því hvernig ég man nöfnin. Ég hef líka misst allt lyktarskyn og finn bara alls enga lykt núna. Það er dálítið skrýtið stundum að finna enga lykt en þegar ég var strákur í sveit þá var svo vond lykt þar að ég vandi mig á það að vera ekkert að þefa, þannig að ég tók ekkert eftir því fyrr en löngu seinna að ég fyndi ekki lykt“, segir Logi og bætir bros- andi við að það geti haft nokkra kosti að finna ekki lykt. Erfitt að þegja Þegar hlustað er á sjúkrasögu eins og Loga þar sem hann var talinn af að minnsta kosti fjór- um sinnum fer maður ósjálfrátt að hugsa hvernig manni eins og honum líði í dag. „Þetta var náttúrulega mjög erfitt fyrir fjölskylduna, en ég lít á þetta sem ákveðið verkefni í lífinu sem þarf bara að leysa. Ég held að viljastyrkurinn skipti öllu máli í þessu og mér hefúr aldrei liðið illa út af þessum veikind- um. Ég var voðalega upptekinn í vinnu, en ég hætti að skipta mér af öllu eftir að þetta gerð- ist, bara til þess að ná að jafna mig. Það voru feiknaleg átök við sjálfan mig að steinþegja eða halda kjafti og hamast við að þegja. Það var nokkuð merkilegt að upplifa það, því maður var náttúrulega alltaf með opinn kjaftinn og skipt- andi sér af öllum hlutum,“ seg- ir Logi og hlær. „Sem betur fer tapaði ég ekki sjálfstraustinu og það á eflaust eftir að heyrast í mér. Það er mjög mikilvægt að halda því. Ég er að nota mér það sem Tros gerði fyrir mig að veita mér þennan tfrna til að byggja mig upp að nýju. Maður hefúr kannski lært það af þessu öllu saman að vera ekki að skipta sér af öllum mögulegum hlut- um sem manni kemur ekki við.“ Engin minnimáttarkennd Þegar Logi er spurður að því hvort viðmót vina, kunningja og fólks sem hann þekkir hafi breyst eftir veikindin svarar hann því neitandi: „Þegar mað- ur kom út úr þessu þá voru menn hálf skelfingu lostnir og vissu ekkert um mann. Ég á ekki í neinum vandræðum með það, en ætli fólk sjái ekki strax breytingu á mér því að ég er mun rólegri," segir Logi bros- andi og bætir við að lífsviðhorf hans hafi ekkert breyst. „Ég hef ekki neina minnimáttar- kennd útaf þessu og mér finnst ég ekki vera í neinum vandræð- um. Ég hef alltaf kunnað að bjarga mér og ég mun gera það, alveg sama hvað á gengur. Ég hef alltaf litið mjög skemmti- lega á lífið og maður glímir við það sem maður fær hverju sinni.“ Forðast íhaldið Logi og Bjargey kona hans fluttu á síðasta ári í nýtt hús við Gígjuvelli í Keflavík, en þau tóku þátt í að innrétta húsið að þeirra þörfum. Að innan er húsið mjög bjart og skemmti- lega hannað. Loga og Bjargey líður vel í nýja húsinu: „Við vorum í stærra húsi, en eftir að bömin komust til manns þá var kjörið að minnka aðeins við sig. Það var nú líka alltaf ætl- unin að flytja hingað þar sem maður er nærri því kominn út úr bænum því þegar ljóst var að íhaldið myndi vinna hreinan meirihluta þá varð ég að vera staðsettur þannig að ég þyrfti ekkert að sækja í Reykjanesbæ, heldur gæti keyrt beint í Sand- gerði til að versla þar í Kaupfé- laginu og komið svo heim,“ segir Logi brosandi en hann hefur alltaf verið mjög pólitísk- ur og hann segir að veikindin hafi ekkert breytt því. „Það þurfa allir að hafa skoðanir á hlutunum og því er ég svo sannarlega ekki hættur.“ Sterkir straumar Það voru margir sem báðu fyrir Loga þegar hann lá í veikind- um sínum á Irlandi, en sjálfúr segist hann ekki vera trúaður maður. „Ég er búinn að ferðast út um allan heim og það eru til margir Guðir, en það er bara til einn skratti og ætti maður þá ekki að trúa á hann?“, segir Logi og hlær en hann segir að hann notist við kirkjur landsins og þær séu samfélaginu til góðs. Logi vill koma á fram- færi þökkum til allra þeirra sem studdu hann og fjölskyldu hans í þessum veikindum. Fjölskyldan fann fyrir sterkum straumum til Dublin og er sannfærð um að það hafi fleytt þeim yfir þessi erfiðu jól og áramót. Eins og áður segir er Logi í veikindafríi frá Tros og ætlar hann sér að fara aftur að vinna í september á næsta ári. Flann er bjartsýnn á framtíðina og er harðákveðinn í að ná fullum bata. „Eins og ég sagði lít ég á þetta sem ákveðið verkefni og ég ætla mér að sigrast á því. Ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Logi að lokum. ir Sunnudogur22. des. Keflovfk nemo GorSahverfi, Eyjabygg5, Efstaleiti og Vatnsholt. Manudagur23. des. Þorlóksmessa. Keflavík, Garðahverfi, Eyjabyggð, Efstaleiti, Vatnsholt, SandgerSi, Garður, Innri NjarSvík og Vogar. Þri&judagur 24. des. OSfangadagur. Grindavík, Njarðvfk og Hafnir. Fyrir áramót Sunnudagur29. des. Keflayík nema Garðahverfi, Eyjabyggð, Efstaleiti og Vatnsholt. MÓnudagur 30. des. Keflavfk, Garðahverfi, Eyjabyggð, Efsta- leiti, Vatnsholt, Sandgerði, Garður, Innri Njarðvik og Vogar. Þri&judagur 31. des. Grindavfk, Njarðvfk og Hafnir. 'mm i 'fH||||f|Sitaks óska Sufturnesjamönnum ióla og þakka samstarfift a órinu. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.