Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR I; 1________________GLEÐILEGA HÁTÍÐ „Kundalini" nýr 17 laga safndiskur með Jóhanni Helgasyni „Kundalini“ ncfnist 17 laga safndiskur mcð Jóhanni Helgasyni tónlistarmanni frá Keflavík. Diskurinn geymir úrval laga af síðustu fjórum sólódiskum Jóhanns og inni- heldur m.a. hin vinsælu lög „Bid Me To Live“ og „Work- ing Girl“, einnig eitt nýtt lag: „Anyway U Want Me“ í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því fyrsta lag Jóhanns „Mary Jane“ kom út á hljóm- plötu gefúr Hugverkaútgáfan einnig út vandaða nótnabók sem inniheldur25 afþekktustu og vinsælustu lögum Jóhanns. Bókin verður fáanleg í öllum helstu hljóðfæra og ritfanga- verslunum. Jóhann hefúr komið viða við á tónlistarferli sínum og eru út- gefin lög hans á diskum og hljómplötum um 300 talsins, eða einn diskur á ári að meðal- tali. Mörg þessara laga hafa notið viðvarandi vinsælda meðal þjóðarinnar og teljast orðin „sígræn". Jafnframt hafa lög Jóhanns ver- ið gefin út erlendis í eigin flutningi og annara m.a. í Bret- landi, Skandinavíu, Þýskalandi, Japan og Suður Ameríku. Utgefandi „Kundalini" er Hug- verkaútgáfan, dreifingu annast Skífan. Verð kr 2.399- j ’Ayju ER 421 0000 Bragðgóð skemmtun á Bókakonfekti Hið árlega Bókakonfckt var haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar laugar- daginn 7. desember. Nokkrir rithöfundar komu á safnið og lásu upp úr og kynntii nýjustu verk sín. Þeir rithöfundar sem heiðruöu Suðurnesjamenn með nærveru sinni voru Guð- jón Friðriksson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kolbrún Berg- þórsdóttir og Þórarinn Eld- járn. Dagný Þ. Jónsdóttir sópransöng- kona kom einnig fram og söng nokkur lög. Bókabúð Keflavíkur var með sölubás á staðnum þar sem gestir gátu keypt bækumar og fengið þær áritaðar. Gestir gátu að loknum upplestri bragð- að sér á gómsætu konfekti og kaffi. Fálki sat á Stekkjar- staur! Fálki liefur af og til gert vart við sig í Njarðvík á síðustu misserum. Af og til höfum við llutt fréttir af fálka sem hefur verið við tjarnirnar á Fitjum og tvívegis liafa Ijós- myndarar Víkurfrétta myndað þessa tignarlegu fugla á Fitj- um. Sl.laugardag sást til fálka í Ijósastaur í Innri Njarðvík. Þegar Ijósmyndari Víkurfrétta náigaðist fuglinn hvarf hann á braut. í dag fcngu Víkurfréttir síðan hingingu um að fálki sæti uppi í staur á Fitjum. Fálkinn var þar í næsta nágrenni tjamanna og sat i staur við göt- una Stekk. Þar með var fálkinn á Stekkjar-staur í orðsins fyllstu merkingu. Ekki náðust myndir af fúglinum í dag, frekar en í gær. Við hvetjum fólk til að standa með okkur vaktina og láta okkur vita af ferðum fálkans. Á FIMMTUDEGI Að taka pillur við ólund Aöldum Ijósvakans hafa nú heyrst háværari raddir en áður um að geðheilsu landsmanna fari hrak- andi. Okkur er sagt að nú hafi þunglyndi og depurð færst mjög í vöxt. Samt er það svo að aldrei hefur verið eytt jafnmiklum fjármunum í geðlyf ýmiskonar. Fólkvirð- ist ekki lengur geta hrist af sér óiundina í líkamsrækt, eða sökkt sér í meiri vinnu og tekur nú pillur til að bæta geð sitt. Eg heyrði í landlækni um daginn og mér varð um og ó þegar ég hlustaði á spár um að þunglyndi fari nú ört vax- andi og ætti í framtíðinni eftir að verða eitt af stærstu heilsufarsvandamálun- um. Eg þekki unga konu sem er í saumaklúbb, sem er nú ekki í frásögur færandi en hún og vinkonur hennar, ungu konurnar í saumaklúbbnum, þjást allar af einhverri óværu sem gerir það að verkum að þær þurfa að taka ýmist geðdeyfðarlyf, jafn- vægislyf, vöðvabólgu-lyf eða aðrar pillur til að halda sér gangandi í lífinu. Að vinna fúlla vinnu utan heimilis og sinna bömum og búi, utan þess, virðist alveg vera að gera út af við heilsu þeirra. Þeir sem hafa séð leikritið „Sellófon" eftir Björk Jak- obsdóttur í Hafnarfjarðarleikhúsinu vita kannski hvað hér um ræðir og hvers kyns óáran þetta getur verið, en leikritið lýsir á frábæran hátt lífi ungrar móður og eigin- konu. Til hamingju Björk með afbragðs- góða sýningu. Er mannrækt besta meðalið? Gaui litli sem ffægur varð fyrir að leyfa sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með megrun sinni skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið lO.nóvember s.l.sem ber yfirskriftina „Aukakílóin - aðalkílóin". I greininni setur Gaui litli ffam nýtt sjónar- hom á offituvanda okkar og leiðir að því líkum að tengja megi þann vanda m.a. ólundinni. Hann leggur til að undinn verði bráður bugur á þessu vaxandi heilsufars- vandamáli. Gaui spyr í greininni: „ Hvaða máli skipta vextir þegar lífshamingja er ekki fyrir hendi?“ Hann deilir á stjóm- völd og segist hafa það á tilfinningunni að ráðamenn sakni þess að hafa misst eina Evrópumetið sem við áttum sem var að við áttum feitustu böm í Evrópu áður en Þjóðveijar unnu þennan vafasama titil af okkur. Gaui gefúr lítið fyrir skyndilausnir eins og „að komast í kjólinn fyrir jóliri* og „að sjá á sér eistun fyrir þorranri'. Hann vill for- varnir og skorar á stjórnvöld með heil- brigðisráðherra í broddi fylkingar að boða til þjóðarátaks gegn offitu sem hann telur hið mesta böl þjóðarinnar. Gaui vill meina að þegar kemur að umræðunni um orsakir offitunnar fari menn undan í flæmingi, þegar svara á, hvort það geti verið að hluta til að vandinn sé fólginn í andlegri vanlíðan, stressi.einelti og fíkn, jafnvel erfðum. Síðan slær hann ffam eft- irfarandi tillögu að lausn: „Veitum skatta- afslátt ef fólk nær að létta sig. Bjóðum ó- keypis líkamsrækt fyrir fólk til að taka upp breyttar lífsvenjur." Ja, hvemig væri það góðir landsmenn? Eða eigum við bara að sætta okkur við staðreyndina um pillunotkunina og taka þessi útgjöld inn í útreikninga á neysluvísitölunni? En í alvöru mér hrís hugur við þessu og sting upp á því við landsmenn, núna í skammdeginu, að þeir sinni ekki síður mannrækt og geðrækt eins og þeir sinna líkamsrækt, þannig að ásamt því að kom- ast í kjólinn fyrir jólin og sjá á sér eistun og allt það þá geti þeir líka horfst í augu við bömin sín um jólin, faðmað þau og tekið þátt í bamslegri gleði þeirra. Er það ekki bara ágæt forvöm? Helga Margrét Guðmundsdóttir 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.