Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 38
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Holtaskóli Sigurður Þorkelsson skólastjóri Byrjaði að kenna í Keflavík fyrir 40 árum Sigurður E. Þorkclsson hefur verið starfandi kennari og skólastjóri í Keflavík í 40 ár. Hann man tímana tvenna og segir að það sé þjóðféiagið sem hafi breyst en ekki nemendurnir. „Eðli unglinga er það sama í dag og var þegar ég byrjaði að kenna“ segir Sigurður. Hann hefur nú kennt þremur kynslóð- um stærðfræði og er sjálfur orð- inn afi. Honum finnst aðstæður bama aðrar nú en stærstu breyt- inguna í skólamálum í Reykja- nesbæ telur hann hafa verið lang- skiptingu skóla, sem hafi bæði kosti og galla eftir því hvemig á það sé litið. Sigurður Eggertz Þorkelsson kýs að hafa E-ið með þegar hann skrifar nafnið sitt en það er eftir afa hans. Sigurður er fæddur 20.nóvember 1940. Hann er son- ur Þorkels J. Sigurðssonar sem er 94 ára og býr í Reykjavik. Þor- kell er mjög ern og býr einn. Móðir Sigurðar var Kristín Krist- jánsdóttir ljósmóðir en hún dó fýrir nokkrum árum. Þau hjónin bjuggu um tíma í Suður-Bár í Eyrarsveit við Grundarfjörð þar sem Sigurður er fæddur. Hann flutti 10 ára í Kópavog og var þar í unglingaskóla en fór síðan í MR. Hann útskrifaðist sem stúd- ent vorið 1961 og hóf nám í verkfræði við Háskóla ísiands og hugði á frekara nám í þeirri grein. Sigurður er næstelstur 5 systkina sem öll eru á lífi en 3 þeirra búa erlendis. Hann á tvær dætur þær Melkorku og Þorkötlu og soninn Þorkel. Sigurður á 4 afabörn. Eiginkona Sigurðar er Hildur Harðardóttir sem er líka úr Kópavogi. Aðspurður segir Sigurður að það haft nú ekki ver- ið unglingaást þó þau séu bæði úr Kópavogi. Hann hafi kynnst Hildi þegar hann var í MR en hún var þá á förum í verslunar- skóla á írlandi. Þau tóku svo upp þráðinn þegar Hildur kom heim og hafa þau verið saman síðan. Þau giftu sig 19. október 1963. Verkfræðinámið vék fyrir kennslunni Sigurður hefur starfað við Holta- skóla (sem áður hét Gagnfræða- skólinn í Keflavík) frá því bygg- ingin við Sunnubraut var tekin í notkun árið 1962. Hann segirþað tilviljun eina að hann réði sig til kennslu í Keflavík. Hann hafði þá sótt um verkfræðinám í Þýskalandi en fékk seint að vita að hann fengi ekki skólavist fýrr en ári seinna. Hann renndi þá suður með sjó til að skoða að- stæður og réð sig í vinnu hjá Bjama Halldórssyni sem þá var skólastjóri við Gagnfræðaskól- ann í Keflavík. Rögnvaldur Sæ- mundsson var þá í ársfríi. Sig- urður leigði fýrsta árið herbergi hjá Þorleifi rafvirkjameistara Sigurþórssyni heitnum og seinna íbúð hjá Einari Ingimundarssyni við Brekkubraut. Eftir að hann hafði kennt í eitt ár komu fyrstu kjarasamningar kennara og launin hækkuðu um u.þ.b. 50% og var það til þess að hann ákvað að vera eitt ár í við- bót og fresta verkfræðináminu aftur um eitt ár. Eins og svo margir sem fara út í kennslu ílentist Sigurður í kennarastarf- inu og sér ekki eftir þvi. Hann segist hafa kennt flestar greinar aðrar en ensku, handmennt, heimilisfræði og leikfimi. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í kennslu" segir Sigurður, „og kunnað vel við mig hér í Kefla- vík. Það skiptir í raun ekki máli hvar maður býr ef maður um- gengst gott fólk“. Eftir að Sig- urður hafði gert kennsluna að að- alstarfí fór hann í frekara nám á því sviði. Hann lauk kennara- námi 1974 og fór í framhalds- nám til Danmerkur árið 1982 - 3. Sigurður leysti Rögnvald af í eitt ár 1972-1973 sem skólastjóri, vann svo sem yfirkennari til árs- ins 1976 að hann tók við skóla- stjórastöðunni af Rögnvaldi. Sig- urður hefur verið fastráðinn skólastjóri ftá 1978. Hann hefur því gegnt skólastjórastarfinu í tuttugu og fimm ár. Þegar Sig- urður tók við skólastjórastöðunni varð yfirkennari æskuvinur hans og sessunautur úr MR Gylfi Guðmundsson (núverandi skóla- stjóri í Njarðvíkurskóla). Þeir eru enn miklir vinir og samstarfsfé- lagar. Mikilvægt að huga að heilsunni í ágúst árið 2000 greindist Sig- urður með krabbamein í hálsi og var það vissulega áfall. „Ég hafði alltaf verið heilsuhraustur og aldrei kennt mér meins. Þetta kom mér algjörlega að óvörum. Ég hafði ekki fundið fýrir nein- um einkennum", segir hann. Sigurður fór í geislameð- ferð.Hann missti röddina um tíma, átti erfítt með að kyngja og ýmis önnur óþægindi fylgdu veikindum hans. Hann er enn í reglubundnu eftirliti. Þessi reynsla heftxr sett sitt mark á Sig- urð og hugar hann nú meira að heilsu sinni en áður. Þau hjónin hafa nú komið sér upp sumarbú- stað við Meðalfellsvatn og njóta þar samveru með fjölskyldu og vinum. Sigurður segir að veik- indin hafi að vissu leyti breytt forgangsröðuninni hjá sér. „Það var algjör tilviljun að við ákváðum að eignast sumarbústað við Meðaifellsvatn. Við vorum að skoða okkur um og leist vel á umhverfið þama og rákumst þá á land sem var til sölu“. Sigurður segist njóta þess að vera þama. Náttúmfegurð sé mikil og hann njóti þess að renna fyrir fisk í vatninu. „Ég byggði sumarbú- staðinn hér suður frá og flutti hann svo uppeflir. A námsárun- um var ég til sjós og vann alltaf fýrir mér á þann máta. Ég var á síldarbátum, skaki og togurum á sumrin. Ég man að um tíma vor- um við Ingvar Guðmundsson ásamt Ingólfi Halldórssyni í út- gerð. við söltuðum og fluttum út grásleppuhrogn" segir Sigurður og hlær við. „Já,við vomm í út- flutningi. Við áttum bát og notuð- um hann aðallega til skemmti- siglinga á surnrin." Við spyrjum nánar um áhuga- málin og Sigurður segist alltaf hafa haft mjög gaman af skák og spilað bridds um árabil. Einnig hafi hann mjög gaman af öllu handverki og hönnun. Breytingar á skólakerfinu Sigurður segir að mikil breyting hafi orðið á Holtaskóla við að fá yngri nemendur í skólann en skólinn var unglingaskóli um langt árabil. „Þegar við vorum eingöngu með unglinga var skól- inn mjög erfiður stjómunarlega. Það er allt annað í dag, allt annar skólaandi. Mér finnst foreldrar famir að sýna skólastarfínu meiri áhuga og er það gott. Sú breyt- ing sem varð er allir skólar í Reykjanesbæ urðu langskiptir er mjög góð hvað varðar stjórnun skólans en ýmislegt höfum við þó misst eins og það að við get- um nú ekki boðið uppá eins fjöl- breytt val fýrir unglingastigið og hægt er í fjölmennari skólum t.d. er ómögulegt að bjóða upp á hraðferð eins og við vorum með áður. Langskiptingin hefur bæði kosti og galla. Stjómunarlega var hún góð en ég held að hún hafi ekki haft mikinn námslegan ávinning í fór með sér fýrir betri nemendurna. Við þurfum að koma betur til móts við góða nemendur, bjóða upp á meira val og undanfarin ár höfum við boð- ið uppá val fýrir nemendur í sam- vinnu við FS.“ Að bæta árangur í samræmd- um prófum er spurning um breytt lífsmynstur Aðspurður um hvað við getum gert til að bæta árangur nemenda í Reykjanesbæ i samræmdu próf- unum segir Sigurður að ljóst sé að okkar böm séu ekki heimskari en önnur böm á Islandi og það er verulegt umhugsunarefni af hveiju við skilum ekki betri með- altalsárangri í samræmdu prófun- um. Holtaskóli hafi átt marga frábæra nemendur í gegnum árin og útkoma skólans úr samræmd- um prófum í 10. bekk verið öðm hvoru megin við landsmeðal- talið. Stundum fyrir ofan og stundum fýrir neðan. „Hér hefur farið fram skimun bæði hjá leikskólabörnum og bömum í 3. bekk og þar komum við ekki nógu vel út. Ég held að þetta hljóti að hafa eitthvað með forgangsröðun okkar að gera. Hér er meiri áhersla lögð á aðra hluti. Hér er annar lífsstíll. Ég gæti trúað að þar liggi skýringin á þessu að einhverju leyti. For- eldrar þurfa að gefa sér meiri tíma með bömunum sinum. Að lesa fyrir börn hefur mikið að segja og vera með börnunum. Við erum betri en aðrir í ýmsu öðru en námsárangri á sam- ræmdum prófurn. Þetta er spum- ing um lífsmynstur held ég“, seg- ir Sigurður. Éinnig höfum við átt í erfiðleikum með ráðningu kennara í gegnum árin , en ég held að það sé að birta til í þeim málum á næstu árum. Allt fram streymir endalaust hugsar blaðamaður er gáskafiillur ómur æskunnar berst um ganga Holtaskóla þegar blaðamaður kveður Sigurð skólastjóra. Á leiðinni út er viðeigandi að staldra aðeins við uppi á gangi og renna augunum yfir skólamyndir af eldri nemendum skólans. Þar má finna ýmsa virta bæjarbúa í æskublóma. Sumir með túberað hár aðrir með brilljantín og greitt í píku eins og það var kallað. Ekki er annað að sjá en að þessar myndir séu endalaus uppspretta hláturs hjá nemendum, sem sjá jafnvel afa sinn eða ömmu. Þessi unga kynslóð sem nú hlær og flissar verður svo væntanlega að- hlátursefni næstu kynslóða og þannig koll af kolli svo lengi sem ár að ósum renna. Viðtal: Helga Margrét Guðmundsdóttir Eyðir frístundum í sumarbústaðnum 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.