Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 19.12.2002, Blaðsíða 54
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Galopið í golfherminum alla daga - öll kvöld - frábær aðstaða í „HF" Púttvöllur og góð inniaðstaða, snóker. Allir velkomnir, ekki bara GS-félagar. Tímapantanir í síma 421 4103 og 898 1009. C'HERMIRyj # Hafnargötu 2 • Keflavík* Gamla ,hf* (■(Jcitdmn vmt'i/il/roiiiUM ottnr o/j öKiiiii (Jiitiinicsjmiiöiiiiinii íhjjnr j<i(fitvci)jnr. P/íoíín o/j PJljiirdís Málefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi KRISTJÁN PÁLSSON ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR: Af pólitísku siðferði „Ekkert sem er siðferðilega rangt getur verið pólitískt rétt” sagði W.E.Gladstone. Ég hef velt því fyrir mér hvort að niðurstaða kjömefndar við uppstill- ingu á lista Sjálfstæðis- flokksins heíði orðið öðruvísi ef þessi tilvitn- un hefði verið höfð að leiðar- ljósi. Ég held að sú hefði orðið raunin og Ellert Eiríksson ekki þurft að skrifa réttlætingargrein fyrir störfiim sínum í síðustu Víkurfféttir. Ekki prófkjör. Það var vegna andstöðu stjóm- ar kjördæmisráðs Suðurkjör- dæmis og annarra þingmanna en undirritaðs að ekki var við- haft prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum að þessu sinni heldur var valin uppstilling. Eins og allir þekkja þá hefur fólkið í kjördæminu tækifæri til að breyta listum í prófkjörum og gerir oft mjög róttækar breyt- ingar sem ekki verður áffíað. Sú siðaregla hefttr verið rikj- andi þegar stillt er upp hjá Sjálfstæðisflokknum að litlu er breytt í röð sitjandi þingmanna nema að viðkomandi hafi gert eitthvað af sér eða haft augljós- lega mjög skaðleg áhrif á fram- boð flokksins að óbreyttu. Með þetta í huga var ég tiltölulega rólegur fyrir uppstillinguna sem Suðumesjamaður eftir 8 ára þingsetu og af Suðumesja- mönnunum með langflest at- kvæði á bakvið mig effir síð- asta prófkjör. Hygla sjálfum sér. Ég ætla ekki að tíunda að- finnsluverð störf kjömefndar það hefitr Valþór S. Jónsson varamaður í kjömefnd gert í tíu liðum í bréfi til miðstjómar Sjálfstæðisfokksins. Eg vil minna formanninn á nokkrar siðareglur sem brotnar vom með hans samþykki innan nefndarinnar og kemur fram í bréfi Valþórs: - Kjömefndar- menn vom sjálfir í ffamboði - ein kona sat fundi kjömefhdar án þess að vera valin til þess af kjördæmisráði - rétt kjömum varamönnum var haldið frá fundum kjömefndar vísvitandi- minnislisti um einstaka fram- bjóðendur þar sem rangt er eftir þeim haft gengu í nefndinni án vitundar frambjóðenda annarra en þeirra sem vom sjálfir í kjömefhdinni. Sá ásetningur einstakra kjör- nefndarmanna að hygla sjálf- um sér eða einstökum vinurn sínum er því skýr. Hlutur Suðumesjamanna rýr. Sú regla kjömefndar við upp- stillingu á lista hefur ekki sést áður að tvö sæti eigi að skilja menn að ífá sama byggðarlagi óháð stærð. Ég get ekki séð réttlæti í því að við sem kom- um ffá 11 þúsund manna byggðarlagi eins og Reykjanes- bæ eigurn að sitja að þessu leyti við sama borð og t.d. 500 manna byggðarlag eins og Vík. I Norðausturkjördæmi em tveir efstu menn ffá sama byggðar- laginu Akureyri. Það var lagður steinn í götu okkar Suðumesja- rnanna og þýðir ekki að mót- mæla því. Innan kjömefhdar- innar sjálffar var mikill ágrein- ingur og á síðasta fundi hennar fellt með 11 atkvæðum gegn 7 að opna listann aftur. Kjör- nefndin var því klofin þegar hún sá í hvert óefni var komið. Það em ekki allir búnir að gleyma einu helsta kjörorði Sjálfstæðisfokksins “gjör rétt þol ei órétt”. Kristján Pálsson alþingismaður. Sparaðu þér skattana -íslandsbanki í Keflavík aðstoðar fólk sem vill nýta sér 30 þúsund krónur í skattafslátt vegna hlutabréfakaupa egar fólk fer að sjá fyrir endann á árinu ákveða margir að fjár- festa í hlutabréfum til þcss að nýta sér þann skattafslátt sem fæst með því,” segir Jóna Hróbjartsdóttir, ráðgjafi hjá Islandsbanka í Keflavík, aðspurð um skattahagræði vegna hlutabréfakaupa í lok árs. Samkvæmt reglunum geta einstaklingar og hjón fengið allt að 60 prósent af kaup- verði bréfanna dregin ffá tekjuskattstofhi sinum. Og skattafslátturinn nýtist fólki ekki eingöngu til þess að lækka tekju- skatt, heldur einnig eignarskatt og að hluta til Ijármagnstekjuskatt hjá þeim sem eru með tekjur undir skattleysis- mörkum. „Nú í ár eru síðastu forvöð til þess að nýta sér umræddan afslátt þar sem regl- unum um skattafsláttinn hefur verið breytt. Frá og með næsta ári verður af- slátturinn ekki lengur gefinn og því munu líklega margir stökkva á þetta núna,” segir Jóna. Töluvert er urn að fólk komi á milli jóla og nýárs til þess að ganga ffá hlutabréfa- kaupum til þess að tryggja sér afsláttinn. Jóna segir að ráðgjafar íslandsbanka hvetji viðskiptavini til þess að ganga í málið tímanlega svo hægt sé að komast hjá óþarfa veseni um hátíðamar. Hvað vill fólk vita? „Flestir spyrja hversu mikið þeir fá í skattafslátt og því er auðsvarað. Einstak- lingar geta fengið 30.832 krónur en hjón ailt að 61.664 krónur. Þá fá þeir sem greiða hátekjuskatt hærri ffádrátt,” segir Jóna og bætir þvi við að margir spyrji hvaða bréfúm þeir eiga að fjárfesta í. „Við ráðleggjum fólki að hugsa um þessi kaup sem langtímasparnað og bendum ávallt á að kaupa í sterkum félögum, byggðum á traustum grunni. Þumalputta- reglan er að félögið sem keypt er í sé með dreifða eignaraðild og að viðskipti með bréf þess séu virk.” Undanfarin misseri hafa viðskipti á hlutabréfamörkuðum verið daufleg en em nú tekin að glæðast á ný. Fjárfestar em almennt bjartsýnir á það sem koma skal og verð hefur farið hækkandi. „Við höfum ekki farið varhluta af aukinni bjartsýni og undanfarið hefur borið meira á því að fólk komi til okkar og vilji fjárfesta. Þetta á ekki hvað síst við um skattafsláttinn,” segir Jóna en bendir á að sum- um einstaklingum vaxi það í augum að þurfa að eiga bréfin í fimm ár. „Til þess að nýta afslátt- inn þurfa einstaklingar að eiga bréfin yfir fimm áramót. Ef ein- staklingar kaupa bréf í dag má ekki selja þau fyrr en í janúar 2007. Þetta er samt nokkuð sem fólk ætti ekki að láta hindra sig í því að ávaxta pund sitt,” segir Jóna. Þeir sem ætla að nýta sér skattafsláttinn þurfa að auka við hlutabréfaeign sína á hveiju ári fyrir sig, þ.e. hafi einstaklingur átt bréf á árinu sem hann hefúr selt þarf viðkomandi að kaupa fyrir 133.333 krón- ur umffam söluverðmæti bréfanna. „Afsláttur er aðeins veittur ef heildareign í hlutabréfum eykst yfir árið og það á jafht við um fólk sem er að selja jöfnun- arhlut og bréf sem það keypti án þess að nýta sér skattafsláttinn,” segir Jóna. Styrkja íslenskan inarkað Upphaflega nutu einstaklingar einvörð- ungu skattalegs hagræðis af hlutabréfa- kaupum ef þeir keyptu í íslenskum félög- um, en breyta þurfti reglunum árið 2000 vegna aðildar lslands að Evrópska efiia- hagssvæðinu. „Nú gildir afslátturinn um öll hlutabréf sem skráð eru í kauphallir á Evrópska efhahagssvæðinu. Hins vegar átti afslátt- urinn aðeins að gilda tímabundið og árið 2002 er síðasta árið sem hægt er að nýta sér þetta. Nú eru því síðustu forvöð að skella sér til okkar og lækka skattana sína,” segir Jóna að lokum. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.